Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 36
ÚTSALAN ER HAFINN Búningar www.hókuspókus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 Nú er nýtt ár og nýr áratugur genginn í garð og hlakkar Alexander Sigfús-son förðunarfræð-ingur mikið til að fylgjast með öllum þeim nýjungum og tískusveif lum förðunarheimsins sem fara von bráðar að detta inn á netmiðlana og tímarit. Hér eru nokkur dæmi um það sem hann spáir að verði áberandi í förðunarbransanum þetta árið og verður svo spennandi að fylgjast með hvort sú spá gangi eftir. Það sem hann hefur tekið saman hér, er úr mismunandi förðunarstefnum til dæmis tísku-, hversdags- og glamúrförðun. steingerdur@frettabladid.is Það heitasta í förðun 2020 Euphoria Flestir þeir sem eiga aðgang að Netflix ættu að kannast við dramaþættina Euphoria. Þeir fengu mikla athygli fyrir djarfan og óhefðbundinn stíl í förðun, sem að mínu mati er sturlað flottur. Margir förðunarfræðingar og áhugafólk hefur sótt mikinn innblástur í þættina og einkennist Euphoria förðun af litríkum augnskuggum, glimmer á augu og andlit, aukahlutir eins og perlur eða semilíusteinar eru límdir á vissa staði andlits. Ég spái því að þessi tískusveifla sé komin til að vera og verði mjög áberandi þetta árið á tískupöllum, í tímaritum og á netmiðlum eins og Instagram. Rauði dregillinn Nú eru fyrstu verðlaunaafhendingar ársins í stjörnu- heiminum afstaðnar og það var gaman að fylgjast með því hvaða förðun stóð upp úr á rauða dregli Golden Globes 2020. Það sem ég tók mest eftir og á mörgum þeirra sem voru viðstaddir viðburðinn var húð-vinnan. Björt, lát- laus og ljómandi húð var mjög áberandi að mínu mati, þar sem lítil sem engin skygging var notuð til að undir- strika eða ýkja andlitsfall en hins vegar ljómandi og frísklegir kinnalitir á kinnum og undir eða upp á kinn- bein. Þessi tvenna lét húð margra líta einstaklega frísk- lega og náttúrulega út. Förðun sem flestallir ættu að geta tileinkað sér og hentar vel sem hversdagsförðun. Samspil lita Það sem ég hef verið að taka eftir á netmiðlum sein- ustu vikuna er förðun þar sem áhersla er lögð á augun og augnhár, þar sem bæði jarðtónalitir sem og bjartir litir eru settir á augnlok og augnhár. Sem sagt, sami litur á augnhárum og er á augnskugga, sama hver liturinn er. Þetta er augnförðun sem ég vonast til að sjá mikið af bæði á netmiðlum, í myndaþáttum og jafnvel á djamm- inu. Förðun fyrir þá sem þora að stíga út fyrir förðunar- rammann og prófa sig áfram. Rautt Vinkona mín sem ég myndi kalla tískugúru spáði því að rauður litur verði mikið áberandi í klæðnaði þetta árið. Þar af leiðandi, hugsa ég, að eins verði rauður áberandi í förðun þetta árið. Hinar klassísku rauðu varir sem hafa verið vinsælar í marga áratugi eiga eftir að halda sínu striki. Rauðir eyelinerar, maskarar og augnskuggar ættu þá einnig að verða meira áberandi. Þetta er meðal þess sem Alexander spáir að verði áberandi árið 2020 og hægt er að fylgjast með honum á Instagram @facesbyalexsig, þar sem sem hann deilir alls konar förðun eftir sjálfan sig. Nú er nýtt ár gengið í garð og því kjörið að fá hann Alexander Sigfússon förðunar- fræðing til að spá um og spekúlera í hvað verði vinsælast í förðun á næstu misserum. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.