Fréttablaðið - 10.01.2020, Qupperneq 6
Við höfum farið
fram á það verði
tekið nýtt jarðvegssýni því
það hefur eitthvað klikkað í
þessum sýnatökum.
Valdís Brynja Hálfdánardóttir
á Hofsósi
Jarðvegssýni sem tekin
voru og rannsökuð leiddu
ekki í ljós mengun frá
tankinum þótt staðfest væri
að leki hefði komið að
honum.
Pizza í kvöld?
Góðar hugmyndir að föstudags-
pizzunni á gottimatinn.is
HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur ákveðið að fresta
afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu
í Norðurbænum. Um er að ræða
heimild til byggingar 11 einbýlis-
húsa við Hjallabraut, norðan við
skátaheimili Hraunbúa.
„Það kom fram beiðni um frestun
til að bæjarfulltrúar gætu skoðað
þetta betur og það var orðið við því,
eins og oft gerist,“ segir Ólafur Ingi
Tómasson, formaður byggingar- og
skipulagsráðs. Gerir hann ráð fyrir
því að málið verði tekið fyrir á næsta
fundi eftir tvær vikur. Þegar tillagan
hefur verið samþykkt til auglýsingar
verði boðað til íbúafundar.
Ekki er einhugur í hverfinu um
uppbygginguna. Sumir fagna þétt-
ingunni og segja litlu fórnað. Aðrir
benda á að þarna sé grænn reitur og
þetta myndi skemma að einhverju
leyti aðkomu að Víðisstaðatúninu
og hrauninu norðan við. Einnig
hefur verið bent á að í götunni séu
bæði grunn- og leikskóli Hjalla-
stefnunnar og að uppbyggingin
myndi auka umferð og mengun í
kringum þá.
Húsin verða 135 fermetrar að
stærð að hámarki, í tvöfaldri röð,
með einu bílastæði hvert. Athygli
vekur að samkvæmt áætlunum yrði
umferð í vistgötu að húsunum stýrt
með með hliði af bílastæði skáta-
heimilisins. – khg
Ákvörðun um leyfi til byggingar umdeildra einbýlishúsa frestað
Aðgengi að götunni yrði stýrt með hliði. MYND/ÚR TILLÖGU
SAMFÉLAG Félagsmálaráðuneytið
hefur gert samning við Sólheima
um að binda kolefni sem fellur til
í starfsemi ráðuneytisins. Í því
skyni verða gróðursett tré í Sól-
heimaskógi við Sólheima og er
samningurinn til fimm ára. Með
samningnum er stutt við fjögur til
sex störf fyrir íbúa Sólheima við
ræktun og gróðursetningu.
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, og Sigurjón
Örn Þórsson, stjórnarformaður
Sólheimaseturs SES, undirrituðu
samninginn í gær.
Með samningnum skuldbindur
félagsmálaráðuneytið sig til að
halda kolefnisbókhald yfir þá starf-
semi sem kolefnisjöfnunin nær til.
Þar skal meðal annars skrá notkun
jarðefnaeldsneytis farartækja og
flugferðir starfsmanna innanlands
og á milli landa.
Samningurinn nær eingöngu til
félagsmálaráðuneytisins en félags-
og barnamálaráðherra hefur auk
þess beint þeim tilmælum stofnana
ráðuneytisins að þær setji sér mark-
mið um kolefnishlutleysi.
„Ég gleðst yf ir þessum góða
samningi enda nauðsynlegt að
stjórnvöld setji gott fordæmi í lofts-
lagsmálum. Jafnframt er ég mjög
ánægður með aðkomu Sólheima
að verkefninu. Samningurinn mun
bæði styrkja þá góðu og metnaðar-
fullu starfsemi sem þar fer fram
og fjölga störfum fyrir fólk með
fötlun,“ sagði Ásmundur Einar við
undirritunina. – jþ
Styðja störf með
kolefnisjöfnun
Frá undirritun á Sólheimum í gær.
UMHVERFISMÁL „Við viljum verða
sett inn í málið og vita hvernig
staðan er,“ segir Ólafur Bjarni Har-
aldsson, áheyrnarfulltrúi Byggða-
listans í byggðarráði Skagafjarðar,
vegna leka úr bensíntanki á Hofsósi.
Ólafur fékk samþykkt í byggðar-
ráðinu í gær að komið verði á fundi
með heilbrigðisfulltrúa og formanni
heilbrigðisnefndar vegna leka úr
bensíntanki hjá N1 sem varð til þess
í byrjun desember að hjón í nærliggj-
andi húsi yfirgáfu heimili sitt. Síðan
verði farið í vettvangsferð á Hofsós
til að kanna aðstæður og í kjölfarið
verði óskað eftir fundi með forsvars-
mönnum Olíudreifingar og N1.
Að sögn Ólafs var umræddur
bensíntankur tæmdur eftir að
málið kom upp. „Tankurinn er í
landi sveitarfélagsins og við höfum
ákveðnar skyldur,“ segir hann um
aðkomu Skagafjarðar að málinu.
„Ég veit ekki til þess að það hafi
verið sýnt fram á hversu umfangs-
mikill lekinn er en mig einfaldlega
grunar að þetta sé það mikill leki að
þetta skipti þó nokkuð miklu máli
og þess vegna verði skoðað ofan
í kjölinn hvað það er sem gerist
þarna,“ segir áheyrnarfulltrúinn.
Hjónin sem um ræðir, þau Valdís
Brynja Hálfdánardóttir og Rúnar
Þór Númason á Suðurbraut 6, eru
ekki enn flutt til baka á heimili sitt.
„Staðan er mjög svipuð, við erum
ekki enn þá flutt inn,“ segir Valdís.
Þau Rúnar hafa búið hjá ættingjum
frá því þau f luttu út. „Þeir segjast
ætla að rannsaka þetta mál en við
vitum ekki hvenær eða hvernig
enda eru þeir hjá N1 ekkert að
splæsa símtali á okkur.“
Jarðvegssýni sem tekin voru og
rannsökuð leiddu ekki í ljós meng-
un frá tankinum þótt staðfest væri
að leki hefði komið að honum. Val-
dís segir málið ekki fullkannað.
„Það er verið að bíða eftir græju
að utan til að taka loftsýni og við
höfum farið fram á það verði tekið
nýtt jarðvegssýni því það hefur eitt-
hvað klikkað í þessum sýnatökum.“
gar@frettabladid.is
Vilja svör um bensínleka sem
hrakti hjón á Hofsósi úr húsi
Hjón sem fluttu af heimili sínu á Hofsósi vegna bensínlyktar frá lekum tanki á lóð N1 hafa ekki enn
snúið heim. „Þeir hjá N1 eru ekkert að splæsa símtali á okkur,“ segir Valdís Brynja Hálfdánardóttir.
Byggðarráð Skagafjarðar vill fund með forsvarsmönnum olíufyrirtækisins og með heilbrigðisfulltrúa.
Skagfirðingum þykir ekki öll kurl komin til grafar varðandi lekan bensíntank hjá N1 á Hofsósi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð