Fréttablaðið - 10.01.2020, Síða 2
Veður
13-20 m/s og slydda eða rigning
sunnan- og austanlands. Vaxandi
norðaustanátt og hríðarveður
á Vestfjörðum, 18-23 m/s um
kvöldið, en annars víða hægari
vindar og úrkomuminna.
SJÁ SÍÐU 20
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar um stjórn, skoð-
unarmenn reikninga, stjórn sjúkrasjóðs og stjórn orlofsheimilasjóðs félagsins fyrir
árið 2020, liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 10. janúar 2020.
Kosið er samkvæmt A-lið 22. gr. laga Hlífar í eftirtaldar stöður:
1. Formann, ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára.
2. Tvo varamenn í stjórn til tveggja ára.
3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.
4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga
til vara.
5. Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn
marga til vara.
Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði,
fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. janúar 2020 og er þá framboðsfrestur útrunninn.
Til þess að bera fram lista þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra
félagsmanna, þó ekki fleiri en 250.
Kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar
Beðið eftir betri tíð
MENNING Það er ekki á hverjum
degi sem dæmdur hryðjuverka-
maður kemur opinberlega fram
á Íslandi til að ræða reynslu sína.
Jake Conroy sat í alríkisfangelsi í
Bandaríkjunum fyrir hryðjuverka-
starfsemi, eitthvað sem hann segir
fráleitt. Hann er nú hér á landi til
að ræða kvikmyndina The Animal
People, sem fjallar að hluta til um
hann sjálfan. Myndin var sýnd í
Bíói Paradís í gærkvöldi þar sem
hann hélt erindi, á morgun vonast
hann til að halda erindi á Akureyri
ef veður leyfir. Hann verður svo
aftur í Bíói Paradís á sunnudaginn.
Hann byrjaði sem dýraverndun-
araðgerðasinni á tíunda áratugnum.
„Ég tók tólf ár þar sem ég fékk ekki
launaseðil, það var eitthvað sem
maður gat á tvítugsaldri og brann
fyrir málstaðnum,“ segir Jake. Hann
og hópur hans, SHAC, fóru í her-
ferð til að stöðva rannsóknarfyrir-
tækið Huntingdon. Um er að ræða
breskt stórfyrirtæki, með starfsemi
í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í
að prófa vörur annarra fyrirtækja á
dýrum. „Þetta er skelfileg starfsemi.
Allt frá því að láta ketti og kanínur
innbyrða ofnhreinsi yfir í að gefa
þeim viagra. Eitt dæmi var þegar
það var afhjúpað að þeir hefðu fót-
brotið tugi hunda til að prófa bein-
þynningarlyf,“ segir Jake.
Í stað þess að mótmæla fyrir
utan höfuðstöðvar Huntingdon þá
beindi hópurinn spjótum sínum
að fjárfestum, endurskoðendum og
öðrum sem höfðu með fjármögnun
fyrirtækisins að gera. „Það endaði
með því að breska ríkið þurfti að
bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti.“
Fór af stað umfangsmikil aðgerð
bandarísku alríkislögreglunnar á
hópnum. Hryðjuverkalög vestan-
hafs ná yfir aðgerðasinna sem beina
spjótum sínum að fyrirtækjum sem
hafa með dýr að gera og má ekki
valda þeim skaða sem kostar þau
meira en 10 þúsund dali. Þar sem
SHAC var á netinu þá var hægt að
dæma Jake í fangelsi fyrir hryðju-
verk árið 2006. Sat hann inni í
alríkisfangelsi í 38 mánuði og svo
hálft ár á áfangaheimili. Það hefur
tekið hann langan tíma að takast
á við andlegar af leiðingar vistar-
innar. „Það er bara að passa sig að
láta ekki berja sig,“ segir Jake. Einn
úr hópnum situr enn á bak við lás
og slá.
Heimildarmyndin The Animal
People snýst um mál SHAC-hóps-
ins. Myndin er framleidd af stórleik-
aranum Joaquin Phoenix. „Hann er
mjög indæll og auðmjúkur maður,“
segir Jake.
Jake starfar nú hjá samtökum sem
berjast fyrir verndun regnskóga
ásamt fleiru. Hann viðurkennir að
atvinnutækifærin séu minni eftir að
hann var dæmdur. „Þetta var mikil-
væg barátta, ég myndi fara í hana
aftur. Breyta nokkrum hlutum og
vonandi fara þá ekki í fangelsi, en
þetta var þess virði.“
arib@frettabladid.is
Hryðjuverkamaður í
heimsókn hér á landi
Jake Conroy sat í bandarísku alríkisfangelsi fyrir hryðjuverk. Glæpurinn fólst
í heimasíðugerð fyrir samtök dýraverndunaraðgerðasinna og sat hann í fang-
elsi í 42 mánuði. Hann hyggst kynna nýja heimildarmynd hérlendis.
Jake Conroy hlaut fjögurra ára dóm árið 2006 . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þetta var mikilvæg
barátta, ég myndi
fara í hana aftur.
HEILBRIGÐISMÁL Sjálfstætt starf-
andi sjúkraþjálfarar munu rukka
eftir eigin gjaldskrám eftir helgi,
en þá hættir stéttin að starfa sam-
kvæmt rammasamningi sem rann
út í byrjun ársins 2019.
Gerðardómur dæmdi í máli
sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga
Íslands rétt fyrir jól og tekur sá
dómur gildi eftir helgi.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra birtir í dag nýja reglu-
gerð til að tryggja endurgreiðslu
sjúkratryggðra sem gildir frá 12.
janúar til 31. mars en reglugerðin
var undirrituð 23. desember síðast-
liðinn.
Reglugerðin tryggir sjúklingum
endurgreiðslu kostnaðar vegna
þjónustu sjúkraþjálfara þótt þeir
starfi án samnings. Endurgreiðsl-
an miðast við gjaldskrá SÍ og mun
stofnunin ekki greiða önnur eða
hærri gjöld en kveðið er á um í
gjaldskrá SÍ.
„Meðan sjúkraþjálfarar hækka
ekki verðskrá sína umfram gjald-
skrá stofnunarinnar verður hlut-
fall endurgreiðslu til sjúklinga það
sama og verið hefur,“ segir í svari
heilbrigðisráðuneytisins við fyrir-
spurn Fréttablaðsins. Sjúkraþjálf-
arar munu eflaust hækka verðskrár
sínar eftir helgi miðað við vísitölur
en það fer eftir aðstæðum á hverri
stofu fyrir sig.
Samninganefnd sjúkraþjálfara og
SÍ fundar á mánudag áður en samn-
ingaviðræður hefjast af alvöru.
Aðalmálefnið fram undan verður
fyrirhugað útboð sem sjúkraþjálf-
arar hafa gagnrýnt harðlega. – ilk
Tímabundin
lausn í máli
sjúkraþjálfara
Svandís
Svavarsdóttir,
heilbrigðisráð-
herra
Flugsamgöngur á landinu öllu hafa farið úr skorðum undanfarna daga. Það var nöturlegt um að litast á Reykjavíkurf lugvelli þegar ljósmyndari
Fréttablaðsins leit við eftir hádegi í gær. Flugvélar Air Iceland Connect stóðu þar hreyfingarlausar í bylnum og biðu þess að veðri slotaði. Það gekk
síðan eftir síðdegis þegar loks kom grænt ljós á f lugferðir. Einhverjar seinkanir urðu og ferð til Ísafjarðar var af lýst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
MENNTAMÁL Háskólaráð samþykkti
á fundi sínum í gær að tilnefna Jón
Atla Benediktsson, núverandi rekt-
or, til áframhaldandi setu til næstu
fimm ára. Jón Atli hefur gegnt emb-
ætti rektors frá árinu 2015.
Embættið var auglýst laust til
umsóknar í desember og umsókn-
arfrestur rann út 3. janúar síðast-
liðinn. Fram kemur að Jón Atli hafi
einn sótt um embættið.
Sérstök undirnefnd háskólaráðs
metur hvort umsækjendur um starf
rektors séu hæfir. Ráðherra mun
skipa í embættið á næstunni.
– bþ
Jón Atli áfram
rektor til 2025
Jón Atli
Benediktsson,
rektor Háskóla
Íslands.
1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð