Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 14
Nú við upphaf þriðja áratugar 21. aldar búum við í alþjóð-legum menningarheimi sem er undir miklum áhrifum tæknivæðingar, samfélagsmiðla og annarra áhrifaþátta samtímans. En þessi alþjóðlegi heimur er þó að ýmsu leyti sundraður, sé litið til þeirra ólíku efnahagslegu og stjórn- málalegu afla sem togast á og setja ríkan svip á samtímann. Í slíkum heimi felast bæði ótrúleg tækifæri til aukinnar velferðar allra, en einn- ig hættur sem felast í öfgakenndum skoðunum, falsfréttum og yfirborðs- mennsku. Þá kallar móðir jörð á aukna umhyggju og vernd, ákall sem við verðum öll að standa saman um að svara. Það bíða okkar flókin verkefni á árinu 2020 og við verðum að treysta grunnstoðirnar, mennta- kerfið, svo unga fólkið gangi öflugt til verks. Skilvirkt menntakerfi, framsæknir skólar á öllum skóla- stigum og vandaðar og frjóar rann- sóknir skipta sköpum til að treysta innviði samfélagsins og stuðla að samfélagslegri þróun. Formleg og óformleg menntun Menntun er æviverkefni sem lýkur aldrei, enda sækir nútímafólk sér menntun án afláts og endurnýjar þannig hæfni sína og þekkingu. Í fræðunum er talað um formlega menntun sem skólakerfið sinnir og óformlega menntun sem byggist á reynslu og þekkingu sem einstakl- ingar afla sér í skóla lífsins, í starfi, tómstundum eða einkalífi. Þá má í auknum mæli finna margskonar dæmi um hálf-formlega menntun, t.d. félagsmiðstöðvar og frístunda- heimili, þar sem börn og ungmenni fá leiðsögn og hvatningu til að virkja hæfileika sína, vaxa og þroskast sem manneskjur. Lykillinn að því að renna enn styrkari stoðum undir menntakerfið okkar er að rækta þessa heildstæðu sýn á menntun í verki. Það er ekki nóg að styðja við faglegt starf innan skóla heldur er einnig þýðingarmikið að horfa markvisst á það sem gerist utan skólans. Gera verður einstaklingum kleift að nýta persónulega þekkingu sína og reynslu úr leik og starfi og styrkja á þann hátt bæði kennara og nemendur til góðra verka. PISA og hinar aðkallandi spurningar Frammistaða 15 ára unglinga í hinni alþjóðlegu PISA-könnun kveikti miklar umræður í byrjun desember síðastliðnum, en þar sýndu niðurstöður að lesskilningi íslenskra ungmenna hefur hrakað. Bent hefur verið á ýmis atriði, ekki síst stöðu íslenskunnar sem virðist veikjast. Einnig er réttilega bent á að frammistaða ólíkra nemendahópa er mjög misjöfn og að PISA-könn- unin mælir frammistöðu á afmörk- uðum verkefnum og námsþáttum, ekki daglegt skólastarf. Þá má ekki gleyma styrkleikum íslenskra skóla sem felast meðal annars í skapandi og fjölbreyttu starfi þar sem góð samskipti, velferð og virk þátttaka allra eru grunngildi. Öll viljum við að íslenskt skólakerfi sé framúr- skarandi og einkennist af jöfnuði. Rannsóknir sýna að orðaforði er lykill að betri lesskilningi og bættum námsárangri. Þess vegna er brýnt að spyrja hvernig við aukum best við orðaforða barnanna okkar og hjálpum þeim öllum að þekkja hug- tök og hugmyndir, að skilja heim- inn? Hvernig hjálpum við þeim að hugsa sjálfstætt, greina á milli ólíkra sjónarhorna, eiga í virkum rök- ræðum og komast að málefnalegri niðurstöðu? Hvernig styðjum við árangur og þroska allra barna, óháð kyni, búsetu og félagslegri stöðu? Leitum svara sem víðast Margir brenna fyrir því að varpa ljósi á þessar spurningar, ekki síst rannsakendur á sviði menntavís- inda. Það eru ekki til einhlít svör en það eru til margar vísbendingar og ýmis góð svör. Umfangsmikil rann- sókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum leiddi til dæmis í ljós að almennt gangi fremur illa að vekja áhuga nemenda á íslensku- náminu og veruleg ástæða sé til að endurskoða stefnu um íslensku- kennslu og framkvæmd hennar. Þetta er mikilvægt að hafa í huga nú þegar ráðgert er að fjölga kennslu- stundum í íslensku. Nýlegar rann- sóknir sýna að íslensk ungmenni hreyfa sig mun minna en áður fyrr og svefntími þeirra er alla jafna mun skemmri en ráðlagt er. Þetta eru sannarlega þættir sem geta haft áhrif á frammistöðu í námi. Mennta- rannsóknir verða því að beinast að sem flestum þáttum í lífi ungs fólks, bæði að hinu formlega menntakerfi, en einnig að frístundastarfinu, að lífsháttum, samskiptum og þeim viðmiðum og félagslegu öflum sem ríkja í samfélaginu hverju sinni. Það er vel kunn staðreynd að til þess að nám eigi sér stað þarf að virkja áhuga nemenda, vekja þekkingar- löngunina og glæða hana, viljann til að skilja, gera betur og ná árangri. Nám er bæði formlegt og meðvitað, en það er ávallt á einhvern hátt líka persónulegt og bundið aðstæðum. Lifandi samspil og hagnýting rannsókna Þekking á sviði menntunar er þann- ig bæði vísindaleg og greinandi, en einnig persónuleg og stundum dulin. Þess vegna skiptir miklu að raddir barna og ungmenna heyrist mjög skýrt, bæði í daglegu skóla- og frí- stundastarfi og í menntarannsókn- um. Það er jákvætt að rannsóknum sem draga fram reynslu barna af skóla- og frístundastarfi hefur fjölgað verulega. Þess vegna er líka lykilatriði að kennarar og annað fag- fólk á sviði menntunar séu aðilar að rannsóknum og byggi upp samstarf við fræðimenn og rannsakendur. Skapa þarf stöðugt og lifandi flæði hugmynda, rannsókna og nýsköp- unar á milli allra þessara aðila. Hér á landi hefur tekist að byggja upp þverfaglegar menntarannsóknir og til marks um grósku þeirra má nefna að Háskóli Íslands komst nýlega á lista yfir bestu háskóla heims á sviði menntavísinda. Þessu ber að fagna. Það vantar þó mun virkara samspil á milli þeirra sem starfa á vettvangi og fræðanna, einskonar menntamiðju þar sem hagnýting rannsókna og þróun nýrra leiða í skóla- og frístundastarfi verða sam- eiginleg verkefni allra hagsmunaað- ila. Stjórnvöld, háskólar, sveitarfélög og fagfélög verða að sameinast um slíka starfsemi með öllum tiltækum ráðum. Menntun er breytingarafl Menntun er margslungið sam- félagslegt og siðferðilegt viðfangs- efni okkar allra. Það er ekki tækni- legt verkefni sem hægt er að leysa með einföldum útfærslum. Þekktur fræðimaður á sviði menntavísinda, Gert Biesta, færir fyrir því rök að leggja beri áherslu á menntun sem hvílir á traustum gildum (e. value based education) – að menntun hafi siðferðilegt inntak með sterkar rætur í félagslegum veruleika. Menntun er breytingarafl, í henni felast hug- sjónir og draumar þjóða og einstakl- inga sem leysa úr læðingi afl byggt á þekkingu. Gagnrýnin, málefnaleg og upplýst umræða er hornsteinn menntunar og menntarannsóknir eru einn af grunnþáttunum í þeirri vegferð að styrkja íslenskt samfélag og hlutverk þess í alþjóðasamfélag- inu. Treystum kennurum og öðru fagfólki á sviði menntunar til að leiða áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, en við skulum öll vera með í þeirri vegferð. Hlustum á raddir unga fólksins og barnanna sem vilja móta nýja framtíð. Megi komandi ár verða okkur öllum far- sælt. Ég óska þess að árið 2020 verði sannkallað menntaár. 2020 – Ár menntunar Kári Stefánsson varpar fram spurningum og fullyrðingum um sjávarútveginn sem verð- skulda svör og frekari umræðu. Stórt er til að mynda spurt um mun á verði makríls við löndun í Noregi og á Íslandi. Sjálfum leikur mér for- vitni á að kanna það mál rækilega og er byrjaður að afla gagna til að svara. Það getur tekið tíma en svar kemur ásamt svörum við öðrum spurning- um. Ég vænti þess að Fréttablaðið veiti áfram þessum skoðanaskiptum rúm á síðum sínum. Kári birti hér í Fréttablaðinu grein 3. desember undir fyrir- sögninni Landráð? og taldi líklegt að útgerðarmenn hefðu stolið 300 milljónum króna af verðmæti mak- ríls af íslenskri þjóð. Ég sýndi fram á það með rökum hér á sama vettvangi 18. desember að sú þjófnaðarkenn- ing stæðist enga skoðun. Í grein minni 18. desember sl. áætlaði ég að árlegt útflutningsverð- mæti makrílafla frá 2006 til 2018 hefði numið 200 milljörðum króna á verðlagi hvers árs og að meðalverð hvers útflutts kílós af makríl hefði numið 130 kr./kg. En hvað varð um alla þessa peninga? Voru sjómenn hlunnfarnir? Voru sveitarfélög hlunnfarin eða ríkissjóður? Og hve stór var sneið útgerðarfyrirtækja af kökunni? Mikilvægar spurningar og rök- studd drög að svörum má finna í niðurstöðum útreikninga KMPG fyrir skattaspor Vinnslustöðvar- Slóð makrílmilljarða rakin Tækninni fleygir hratt fram og hefur vissulega gert það í áraraðir. Líklega er hraðinn meiri í dag en nokkru sinni fyrr. Kolbrún Þ. Pálsdóttir forseti Mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands Skilvirkt menntakerfi, framsæknir skólar á öllum skólastigum og vandaðar og frjóar rannsóknir skipta sköpum til að treysta inn- viði samfélagsins og stuðla að samfélagslegri þróun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmda- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar Þegar ég sagði vinum mínum að ég væri að fara að halda á vit nýrra ævintýra og taka að mér starf rekstrarstjóra upplýs- ingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum og dótturfélögum, leiða þar upplýsingatækni og stafræna vegferð félagsins, greip góð vin- kona mín fram í fyrir mér. „Ekki segja stafræn vegferð! Það eru allir að tala um stafræna vegferð, óþolandi!“ Þetta viðhorf fékk mig til að hugsa. Ég er engan veginn sammála því að það sé óþolandi að tala um stafræna vegferð fyrir- tækja í dag, enda lifi ég og hrærist í þessari vegferð og tel hana gríðar- lega mikilvæga fyrir f lest, ef ekki öll fyrirtæki. Þó eru margir sem spyrja hvað stafræn vegferð þýðir í raun, hvað felst í því að fyrirtæki sé á stafrænni vegferð og hvað gerir hana svona mikilvæga og merki- lega? Hagnýting upplýsingatækni lykillinn að árangri Að mínu mati þýðir stafræn veg- ferð sú ákvörðun fyrirtækja að gefa viðskiptavinum sínum kost á því að eiga bæði viðskipti og sam- skipti við fyrirtækið eða skipu- lagseininguna með þeim hætti sem þeir kjósa. Ef viðskiptavinir vilja til dæmis eiga viðskipti og samskipti í gegnum þá tækni sem næsta kyn- slóð er líklegust til að vilja og nota, þá sé það mögulegt og þá verður upplifunin af tækninni að vera góð. Ég sé einnig stafræna vegferð sem Á kafi í stafrænni vegferð Birna Íris Jónsdóttir rekstrarstjóri upplýsinga- tækni og stafrænnar þróunar hjá Högum. þá ákvörðun fyrirtækja að hagnýta upplýsingatækni til að gera rekst- urinn betri og skilvirkari. Þetta hefur vissulega verið gert í fjölda ára og er ekkert nýtt af nálinni. Við ættum einnig öll að gera okkur grein fyrir því að upplýsingatækni er algjör grunnstoð í nánast öllum rekstri í dag, sama hvort hann sé á smærri eða stærri skala. Sem hluti af því að gera reksturinn betri og skilvirkari eru verkefni tengd hagnýtingu og greiningu gagna gríðarlega mikilvæg, sem og öryggismál, því ógnirnar í hinum stafræna heimi leynast víða og eru að verða sífellt hættulegri og þar af leiðandi kostnaðarsamari fyrir þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á slíkri vá. Tækninni f leygir hratt fram og hefur vissulega gert það í áraraðir. Líklega er hraðinn meiri í dag en nokkru sinni fyrr. Enn er sú staða uppi í mörgum þáttum rekstrar að takmarkinu um aukna nýtingu upplýsingatækni og skilvirkni hennar hefur ekki verið náð nema að litlu leyti. Það verður forvitni- legt að fylgjast með því hvernig fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ætla sér að takast á við hina staf- rænu vegferð í framtíðinni, og þá sérstaklega á árinu 2020. Skipting Skipting 200 milljarða % 130 kr./kg Almennur rekstrarkostnaður 88 44 57 Laun starfsfólks 37 18 24 Skattar og lífeyrissjóðir 47 24 31 Afkoma VSV 17 9 11 Fjármögnun 10 5 7 Samtals 200 130 ✿ Yfirlit yfir kostnað innar árin 2014, 2015 og 2017. Skatta- spor greinir hvernig tekjur félagsins skila sér til samfélagsins og hvernig þær greinast í almennan rekstrar- kostnað, laun, skatta, iðgjöld í líf- eyrissjóði, vaxtakostnað og hagnað en lýsir ekki jaðarframlegð, hvorki fisktegunda né heildar, sem erfitt er að útlista í stuttri blaðagrein. Sé skattaspor KPMG fyrir Vinnslu- stöðina yfirfært á íslenskan sjávar- útveg í heild er skipting útflutnings- verðmætis makríls sýnd í töflu sem greininni fylgir. Stærstur hluti tekna af makríln- um, 57 af hverjum 130 krónum, fór þannig í almennan rekstrarkostnað (olíu, rafmagn, varahluti, löndun, viðhald, útf lutning o.f l.). Launa- fólk í innlendum fyrirtækjum sem þjónustuna veita naut sem sagt góðs af því sem fór í almennan rekstrar- kostnað og opinberir aðilar sömu- leiðis. Ef við gefum okkur sambæri- lega skiptingu á þessum hluta og hjá sjávarútveginum, og drögum frá áætlaðan erlendan kostnað upp á 20 kr., bætast 16 kr. af þessum 57 við hlut ríkisins. Beint og óbeint runnu 26 kr. til ríkis og sveitarfélaga og til lífeyris- sjóða runnu 5 kr. eða alls 31 kr. af 130. Ef við bætum ofangreindum 16 kr. við þá runnu í vasa ríkis, sveitar- félaga og lífeyrissjóða samtals um 72 milljarðar af tekjum þjóðarinnar upp á 200 milljarða króna. Í vasa launafólks á sjó og landi fóru 24 kr. af 130, eftir skatta. Þá er útgerðin eftir og hlutur hennar var 11 krónur til að greiða af lánum sínum, greiða sér arð eða til nýfjárfestinga. Hlutur hennar náði þannig ekki helmingi þess sem rann til ríkis og sveitarfélaga. Síðast en ekki síst þarf að fjár- magna reksturinn með lánum og í hlut lánastofnana komu 7 kr. af hverjum 130. ,,Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist,“ sagði Ari fróði forðum. Hér liggur sem sagt fyrir gróflega áætluð skipting tekna af makrílveiðum Íslendinga. Á grunni talna, en ekki sögusagna eða raka- lausra fullyrðinga, geta nú Kári Stef- ánsson og aðrir rökrætt hvað teljist „sanngjarn hlutur“ hvers og eins. Þá vænti ég þess að áframhaldandi blaðaskrif hans byggist á þeirri vís- indalegu aðferðafræði sem f leytt hefur honum í hóp færustu vísinda- manna heims. Hér liggur sem sagt fyrir gróflega áætluð skipting tekna af makrílveiðum Íslendinga. 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.