Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 23 Á næstu dögum munu Ásdís Kr. Melsted og Jóhannes Haukur Jó- hannesson hætta rekstri gistiheim- ilisins Kastalans í Búðardal. Gisti- heimilið opnuðu þau við Brekku- hvamm 1 vorið 2016 en nú hafa þau selt reksturinn þeim Skildi Orra Skjaldarsyni og Carolin A Baare Schmidt. „Við ætlum okkur að halda áfram þessum fína rekstri sem ver- ið hefur á gistiheimilinu fram til þessa,“ segir Skjöldur þegar Skessu- horn sló á þráðinn til hans. Carol- in rekur nú þegar bæði tjaldstæðið í Búðardal og hestaleigu undir nafn- inu Dalahestar og Skjöldur starfar sem neyðarflutningamaður á Heil- brigðisstofnun Vesturlands og sem kennari í Auðarskóla. „Þetta fer held ég bara ágætlega saman, Carolin er kannski meira í ferðaþjónustunni en við ætlum að reka gistiheimilið sam- an. Við stefnum á að reka þetta með óbreyttum hætti og bara halda vel í þessa frábæru einkunn sem gisti- heimilið hefur fengið frá gestum fram til þessa,“ segir Skjöldur. Aðspurður segist Skjöldur hafa fulla trú á rekstri Kastalans og segir hann Dalina eiga mikið inni í ferða- þjónustunni. „Ég held að staðsetn- ingin sé frábær því á meðan önnur landssvæði hafa verið yfirsetin af ferðamönnum hingað til held ég að Dalirnir eigi mikið inni. Við hjón- in erum í bullandi ferðamannavinnu nú þegar með tjaldstæðið og hesta- leiguna og við trúum því að gisti- heimilið sé góð viðbót. Ef maður hefur trú á því sem maður hefur að bjóða lætur maður bara vaða,“ segir Skjöldur. „Grundvöllur fyrir öllu er að hafa trú á hlutunum og ég hef trú á því að hér í Dölunum muni ferða- mennska fara vaxandi á næstunni,“ bætir hann við. arg Kastalinn í Búðardal fær nýja eigendur Rut Ragnarsdóttir tók í byrjun mánaðarins við rekstri Pakkhússins í Ólafsvík og stefnir á að opna þar verslun og veitingasölu. Rut langaði að skapa sér atvinnu í heimabæ sín- um eftir að hún lauk fæðingarorlofi um síðustu mánaðamót og fór á fund bæjarstjórnar og bar þar upp beiðni um að leigja Pakkhúsið. „Bæjar- stjórn tók vel í erindið og vildi styðja við atvinnuuppbyggingu í bænum. Úr varð að við gerðum leigusamn- ing og ég tók við húsinu núna 1. mars,“ segir Rut. Hún flutti í Snæ- fellsbæ frá Akranesi ásamt mannin- um sínum, Heimi Berg Vilhjálms- syni, fyrir rúmu ári en sjálf er Rut fædd og uppalin á Hellissandi. „Ég var því að flytja heim aftur og lík- ar mjög vel að vera komin hingað,“ segir hún en Rut vann áður sem að- stoðarmaður framkvæmdastjórnar hjá Vodafone og verkefnastjóri hjá fjárfestingafélaginu GAMMA. „Það má því segja að ég sé að taka algjöra U-beygju í lífinu. En það er bara gaman og lífið er endalaus áskorun, sem gerir það svona skemmtilegt.“ Opið allt árið Í Pakkhúsinu verður Rut með versl- un þar sem hún ætlar að selja minja- gripi, handverk, sælkeravörur, ís- lenska hönnun og léttar veitingar. „Við verðum með boozt, skyr, vefj- ur og annað léttmeti á boðstólnum. Þetta verður kannski frekar mik- ið stílað inn á ferðamenn sem geta fengið sér smá hollustu áður en þeir halda lengra í Þjóðgarðinn og svoleiðis, en það verður samt líka margt fyrir heimafólkið,“ segir Rut. Byggðasafnið á efri hæðum hússins verður opið og þangað verður öllum velkomið að líta við og skoða án end- urgjalds. „Við viljum að sagan og allt það sem fylgir safninu sé opið fyr- ir alla og því ætlum við ekki að taka gjald fyrir,“ segir Rut. Aðspurð seg- ist hún ætla að hafa Pakkhúsið opið allt árið þó opnunartímar verði ef- laust styttri yfir veturinn. „Fram til þessa hefur húsið verið nýtt að ein- hverju leyti hluta úr ári en ég ætla að hafa opið allt árið um kring.“ Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með starfseminni í Pakkhúsinu er bent á Facebook-síðu undir nafninu Út- gerðin. arg Útgerðin opnar í Pakkhúsinu í Ólafsvík Rut Ragnarsdóttir hefur tekið við rekstri Pakkhússins í Snæfellsbæ. Ljósm. aðsend. Svipmyndir úr starfi Björgunarsveitarinnar Brák.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.