Skessuhorn - 16.04.2019, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201910
Framkvæmdum er nú nánast lok-
ið við byggingu nýju frístundamið-
stöðvarinnar við Garðavöll á Akra-
nesi. Risið er glæsilegt þúsund fer-
metra fjölnota hús sem í senn verð-
ur klúbb- og félagsaðstaða golf-
klúbbsins Leynis með æfingaað-
stöðu í kjallara, fundaaðstaða, veit-
ingastaður og allt að tvö hundruð
manna veislusalur til útleigu. Sal-
inn verður ýmist hægt að stúka nið-
ur fyrir smærri samkomur eða opna
í eina heild og er þá að stærð við
fullgildan bocciavöll. Af sviði verð-
ur hægt að halda tónleika eða sýn-
ingar í húsinu og vera með veisl-
ur og mannfagnaði af ýmsu tagi.
Framkvæmdum er nú að mestu
lokið og segir Guðmundur Sig-
valdason, verkefnisstjóri með bygg-
ingu hússins og framkvæmdastjóri
Golfklúbbsins Leynis, að stefnt
sé að vígslu hússins í lok apríl. Þá
verður bæjarbúum og öðrum gest-
um boðið að koma og skoða nýju
húsakynnin. Blaðamaður Skessu-
horns leit fyrir helgi í heimsókn til
Guðmundar sem kveðst stoltur af
þessu verkefni og samstarfi við alla
sem að því komu svo sem Akranes-
kaupstað, verktaka og alla aðra.
Áætlun stóðst
„Hér hófust framkvæmdir form-
lega í janúar 2018, fyrir réttum 14
mánuðum síðan, með því að gamla
klúbbhúsið var rifið og jarðvegs-
skipti fóru fram. Við höfðum að
leiðarljósi að vinna alla áætlana-
gerð af kostgæfni þannig að ekki
yrði farið fram úr áætluðum bygg-
ingarkostnaði eða verktíma. Það
hefur tekist. Leitað var til verk-
taka hér á Akranesi um að koma að
framkvæmdinni.“ Þá segir hann að
félagsmenn í Golfklúbbnum Leyni
hafi verið duglegir að leggja hönd
á plóg við byggingu hússins í sjálf-
boðavinnu. Þar hafi gamli félags-
andinn verið allsráðandi líkt og í
ungmennafélögunum forðum. „Í
aðdragandum að verkefninu varð
niðurstaðan sú að Fasteignafélag
Akraneskaupstaðar á húsið að fullu,
en Golfklúbburinn Leynir mun sjá
um rekstur þess samkvæmt sérstök-
um rekstrar- og leigusamningi. Við
höfum síðan samið við Veitinga-
staðinn Galitó um veitingasölu í
húsinu og rekstur og hér verður
opnaður nýr veitingastaður; Galitó
Bistró Cafe um leið og húsið verð-
ur vígt nú í lok mánaðarins,“ segir
Guðmundur.
Heimamenn unnu
verkið
Alls voru það níu verktakar á Akra-
nesi sem tóku að sér umsjón af-
markaðra verkþátta við byggingu
hússins. „Þróttur sá um jarðvinnu,
Vogir og lagnir um rafmagn, Blikk-
verk um loftræsingu, HH verk-
tak um málningu, Akur um innan-
hússfrágang, Sjammi um glugga,
hurðir og byggingarstjórnun, BM
Vallá reisti burðarvirki og eining-
ar, Ylur pípulagnir sá um pípulögn
og GS import um þakvirki. Þar að
auki voru einir 6-8 verktakar sem
komu að ýmsum smærri verkþátt-
um. Golfklúbburinn Leynir skip-
aði framkvæmdanefnd verkefnis-
ins og var hún skipuð Guðmundi
sjálfum, Alfreð Þór Alfreðssyni og
Lárusi Ársælssyni og sá hún alfarið
um verkefnisstjórnina og alla sam-
þættingu á byggingartímanum. Við
þetta verkefni kom sér vel sá bak-
grunnur, reynsla og menntun sem
Guðmundur sjálfur hefur af verk-
fræðiráðgjöf, en hann er með bæði
tæknimenntun og meistarapróf í
viðskiptafræði sem nýttist vel til
að stýra verkefninu. Hefur hann
áður komið að skipulagningu slíkra
verka. „Almennt er ég mjög stoltur
af þessu verkefni sem gengið hefur
vel í alla staði. Við erum hér komin
með þúsund fermetra nýbyggingu
sem risin er á tilsettum tíma, kostar
380 milljónir króna, eða jafn mik-
ið og lagt var upp með í upphafi.
Í rauninni er þetta sérstakt verk-
efni fyrir margra hluta sakir. Ég er í
það minnsta mjög ánægður hvernig
til hefur tekist og trúi því að bæði
félagsmenn okkar og aðrir sem nýta
munu húsið geti tekið undir það.“
Eflir klúbbinn
Fyrir Golfklúbbinn Leyni er Guð-
mundur ekki í minnsta vafa um
að aðstaðan mun gjörbreyta öllu
félagsstarfi og efla klúbbinn til
lengri tíma, enda fáir ef nokkr-
ir golfklúbbar hér á landi sem hafa
jafn góða aðstöðu. „Þessi aðstaða
öll mun gjörbreyta rekstri okkar
félags og styrkja stoðir klúbbsins.
Vissulega er maður bjartsýnn í ljósi
bókana sem þegar eru komnar fyrir
allt þetta ár. Framundan er mikið af
veislum og fjölbreyttum samkom-
um í húsinu. Við sömdum við Ga-
litó um rekstur og þjónustu og hér
verður veitingastaðurinn Galitó
Bistró Cafe opnaður í lok mánað-
ar með fullkomnu veislueldhúsi og
flottum matseðli. Við höfum feng-
ið mjög jákvæðar viðtökur við þeim
samningi enda þekkja menn hand-
bragð og metnað Hilmars Ólafs-
sonar og hans fólks hjá Galító.
Þetta eru veitingamenn sem leggja
sig fram um að gera hlutina vel. Nú
þegar er búið að halda fyrstu veisl-
urnar í húsinu og hefur fólk lýst
ánægju sinni með aðstæður. Hér
getum við nú bókað í fjölnota sal,
allskyns mannfagnaði og höfum
veitingaleyfi fyrir 200 manns. Við
hönnun hússins var gert ráð fyrir að
ólíkar samkomur gætu farið fram í
húsinu á sama tíma. Jafnvel þótt hér
sé fullur salur af fólki, mun hefð-
bundin spilamennska á golfvellin-
um og afgreiðsla fyrir hann verða
Nýja frístundamiðstöðin vígð í lok apríl
Fjölnota félags- og frístundahús risið við Garðavöll á Akranesi
Guðmundur Sigvaldason stendur hér sunnan við nýja húsið. Aðalhönnuður þess er Halldór Stefánsson í Akri en verk-
fræðihönnun var í höndum Mannvits og Alhönnunar.
Fjölmargir félagsmenn í Leyni hafa lagt gjörva hönd á plóg við framkvæmdir við
húsið. Svo eru aðrir sem leggja verkefninu lið með öðrum hætti. Meðal annars
Bjarni Þór Bjarnason listamaður og golfari sem styrkir húsið með málverkagjöf.
Guðmundur stendur hér við mynd eftir Bjarna sem er í efri veitingasal, þaðan sem
útsýni er yfir Garðavöll.
Þegar blaðamaður var á ferðinni á föstudaginn voru iðnaðarmenn að ganga frá tengingum á gufugleypi í eldhúsi. Hér eru
starfsmenn frá Vogum og lögnum og Blikksmiðju Guðmundar.
Svipmynd úr afgreiðslu fyrir golfvöllinn.
Edda Elíasdóttir var á föstudaginn að taka æfingu á púttvellinum í kjallara húss-
ins. Þar er einnig golfhermir og annar slíkur væntanlegur.