Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 17 Um er að ræða 100% starf frá 15.maí - 15. ágúst nk. Áhugasamir sendið e-mail á hafdis@snokur.com eða hafa samband í síma 899-4964 Snókur óskar eftir að ráða í sum- arafleysingu við ræstingar á Grundartanga Akranesi Skráning: www.her-nuna.is Hvernig finnur þú þínar bestu hliðar? Námskeiðið Styrkleikarnir þínir verður haldið í maí, fjögur skipti frá 9.-30. maí, á fimmtudögum frá kl. 17 til 19. Kennari er Steinunn Eva Þórðar- dóttir, reyndur sálfræðikennari og lýðheilsufræðingur með diplóma í jákvæðri sálfræði. S K E S S U H O R N 2 01 9 Hafa má samband í síma 893-1562 eða senda e-mail á steina@her-nuna.is Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi Akraneskaupstaður veitir 15,5 milljónir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi á árinu 2019. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að börn og unglinga. Tilgangur styrkjanna er að veita fjárhagslegan stuðning til þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga á aldrinum 3 - 18 ára. Skilyrði er að félagið skyldum sínum. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og er umsóknarfrestur til og með 20. maí næstkomandi. Styrktímabil er 1. janúar - 31. desember 2018. Nánari upplýsingar veitir skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða með tölvupósti á netfangið skoliogfristund@akranes.is Innifalið í heimsókn á geitfjár- setrið er fræðsla um íslensku geit- ina og afurðir hennar, fræðst er um starfið á býlinu og um vernd- un geitastofnsins. „Svo taka geit- urnar við og bræða hjörtu flestra gesta á öllum aldri. Einnig er inni- falið smakk á afurðum, kaffi og te. Verð fyrir heimsóknina er 1500 fyrir fullorðna, 750 fyrir 7-17 ára en aldrei er borgað fyrir nema tvö börn í systkinahópi.“ Jóhanna segir að síðan 2014 hafi fólki boðist að taka þátt í þessu starfi með þeim með því að taka geit í fóstur gegn gjaldi og hefur það notið töluverðra vinsælda. „Í þeim tilfellum fær fósturfjölskyldan fríar heimsóknir til okkar.“ Umhverfisþátturinn mikilvægur Töluverð áhersla er lögð á um- hverfisþáttinn í rekstri Háafells- búsins og þar í hlaðinu er til dæm- is boðið upp á hleðslu fyrir rafbíla og smávörur í versluninni eru af- greiddar í bréfpokum sem saumað- ur eru úr endurnýttum bæklinga- pappír. Þá eru engin einnota plast- mál fyrir kaffið, heldur boðið upp á kaffi úr „einmana bollum,“ sem eru samtíningur eldra leirtaus sem aðrir hafa gefið frá sér. „Þá reynum við í allri framleiðslu geitaafurða að forðast öll aukaefni í vörunni. Það er í anda þess að hafa umhverfið án aukaefna og vöruna því einnig. Það er skemmtilegt að upplifa viðbrögð fólks þegar það smakkar svona hreina matvöru og langflestir eru mjög hrifnir,“ segir Jóhanna. Eru sjálfstæðar og gleyma ekki Jóhanna segir að það sem heilli hana hvað mest við geiturnar sé þeirra einstaka skaphöfn og gott minni. „Geitur má setja í flokk með fólki, köttum og fílum, hvað minn- ið snertir. Það hafa rannsóknir sýnt. Kettir fara hiklaust í fýlu ef þeim mislíkar eitthvað líkt og langrækið fólk gerir vissulega. Geitur gleyma ekki svo auðveldlega því sem þær hafa einu sinni lært. Til marks um hversu skynsamar skepnur þetta eru geta þær farið heim á bæ og sótt að- stoð hjá fólki ef þær til dæmis týna kiðinu sínu. Þá setur þú ekki krók- inn á stíunni þeirra að innanverðu því þær læra auðveldlega að opna ef þeim sýnist svo.“ Vinnsla afurða Óhætt er að segja að afurðir geit- anna frá Háafelli séu nýttar til þaula og þannig takist að byggja lífsaf- komu búsins að hluta til á afurð- um þeirra. „Unnar eru pylsur og paté úr kjötinu, ís, ostar og sápa úr mjólkinni, allar stökur (skinn) eru sútaðar hjá Karli Bjarnasyni, sút- ara á Sauðárkróki. Loks eru geit- urnar kembdar og fiðan af þeim er hrein kasmírull sem er spunnin í Uppspuna í Lækjartúni á Rangár- völlum. Krauma við Deildartungu- hver er eini veitingastaður landsins sem er með geitakjöt á matseðli og kaupir staðurinn einnig geitaosta og pylsur. Þá er Matur og drykkur sá veitingastaður í Reykjavík sem er með osta frá okkur á matseðli.“ Jóhanna er eini handhafi mjólk- ursöluleyfis í röðum íslenskra geitabænda. Geiturnar mjólkar hún heima og er mjólkin í fyrstu fryst. „Síðan fer ég ýmist norður í Holts- sel og bý til ís eða sendi mjólkina í ostagerðina á Rjómabúinu á Erps- stöðum í Dölum. Meðal annars er unninn úr honum geitafeti og stundum fleiri tegundir. Í geitafeta notum við mestmegnis heimarækt- aðar jurtir til kryddunar og legg í olíu. Nú er draumurinn hjá mér að geta byggt hús yfir ostagerðina hér heima á bænum. Það er kominn grunnur að húsi. Vonandi verð- ur framhald á því verkefni í sum- ar,“ segir hún. Mikið af framleiðslu geitfjárafurðanna er selt gestum. Jóhanna leggur áherslu á að vinna aðrar vöru úr því sem náttúran gef- ur, meðal annars gerir hún alls- kyns berja- og blómasultur og sý- róp og selur í búðinni hjá sér auk afurðinna sem geiturnar gefa af sér. Sápur vinnur hún úr geitamjólk og græðandi krem úr tólginni. Segir hún sífellt fleiri vera að uppgötva græðandi eiginleika vörunnar, til dæmis með góða virkni við exem eða psoriasis. Þá hefur Jóhanna til dæmis selt græðandi krem alla leið til Saudi-Arabíu. Þar býr gamall sheik sem hefur verið að berjast við þrálát legusár. Sá segir krem- ið frá Háafelli það eina sem hafi hjálpað sér til að ná bata og víða hafi hann leitað. Hefð er fyrir því í öðrum löndum að geitamjólkin hefur komið veikum ungbörnum til góða. Óhætt er að hvetja fólk til að heimsækja Geitfjársetrið á Háa- felli. Heimsókn þangað kallar fram barnið í okkur öllum. mm Þrjár gerðir geitafeta. Geiturnar eru þakklátar fyrir nýgræðinginn. Geta má þess til gamans að 20 af geitunum frá Háafelli léku í þáttunum um Game of Thrones. Örlög þeirra voru hins vegar sorgleg því í þáttunum voru þær brenndar af dreka! Húðkrem og sápur eru meðal þeirra afurða sem unnar eru úr afurðum geitanna og rósagarðinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.