Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201912 Félagar í Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal héldu um helgina 13.-14. apríl sl. námskeiðið slöngubátur 1, en það er hluti af grunnnámi björg- unarsveitarfólks. Námskeiðið var haldið í Búðardal. Þar lærir björg- unarsveitarfólk um slöngubátinn og búnað hans, lærir stjórntökin og hvernig sigla skuli við misjafnar að- stæður, um öryggi báts og áhafn- ar, um mótorinn og umgengni við hann og viðbrögð ef bátur veltur. Markmið námskeiðsins er að nem- endur öðlist almenna þekkingu á störfum um borð í slöngubátum og geti eftir námskeiðið tekið þátt í þeim störfum sem slöngubátar eru gerðir fyrir. Einnig að öryggi bátsins og áhafnar hans sé tryggt við störf um borð. Sömuleiðis að nemendur geti notað þann búnað sem í bátnum er til að bjarga fólki og sjálfum sér úr sjávarháska og að geta komið skipstjórnarmönnum til aðstoðar við stjórn bátsins. kgk Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lýst kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæði 10C, sem nær yfir Barðastrandasýslur. Óbyggða- nefnd tók svæðið til umfjöllunar í nóvember á síðasta ári og veitti ráðherra framlengdan frest til 15. apríl til að lýsa kröfum fyrir hönd ríkisins. Gerð er krafa um að tvö tilgreind svæði innan Reykhólahrepps verði að þjóðlendum og þar með ekki eignarlönd. Þau eru annars veg- ar landið Hvannahlíð, sem er inn af Þorskafirði og nær að mörkum Reykhólahrepps og Strandabyggð- ar og hins vegar Skálmardalsheiði sem er í landi Reykhólahrepps og liggur að Vesturbyggð og V-Ísa- fjarðarsýslu. Kröfurnar verða kynntar í Lög- birtingarblaðinu og víðar. Þeim sem telja til eignarréttinda eða annarra réttinda á þeim svæðum sem ríkið gerir tilkall til er veittur minnst þriggja mánaða frestur til að lýsa kröfum á móti. kgk Fjölmenni var á tónleikum í Safna- húsi Borgarfjarðar í Borgarnesi á sumardaginn fyrsta. Þar fluttu nemendur Tónlistarskóla Borg- arfjarðar frumsamda tónlist sína við ljóð Böðvars Guðmundssonar skálds frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Á þriðja tug nýrra laga voru flutt og tugir nemenda tóku þátt í flutn- ingnum ásamt kennurum sínum. Böðvar var sjálfur viðstaddur tón- leikana, en hann er búsettur í Dan- mörku. Taldi hann ekki eftir sér að skreppa heim í Borgarfjörð af þessu tilefni. Tónleikarnir voru uppskeru- hátíð verkefnisins „Að vera skáld og skapa,“ sem byggir á samstarfi Safnahúss og Tónlistarskólans. Var gerður góður rómur að framgöngu nemenda þar sem gleðin og sköp- unarkrafturinn var í fyrirrúmi í list- rænum leik með íslenska tungu. mm/gj Jörvagleði, menningarhátíð Dala- manna, var haldin í síðustu viku. Hún hófst á síðasta vetrardag og stóð fram á sunnudag en hátíð- in hefur verið haldin annað hvert ár í kringum sumardaginn fyrsta allt frá 1977. Að sögn Bjarnheið- ar Jóhannsdóttur, ferðamálafull- trúa Dalabyggðar og skipuleggj- anda hátíðarinnar, var hátíðin í ár vel heppnuð og skemmtileg. Há- punktur að hennar sögn var söng- skemmtun á Staðarfelli á laugar- dagskvöldinu þar sem var húsfyllir og mikið stuð. „Veðrið var dásam- legt alla daga hátíðarinnar og flest- ir viðburðir voru mjög vel sóttir. Þetta var einstaklega vel heppnuð hátíð,“ segir Bjarnheiður. „Við vorum með hlaup upp að Tregasteini í Hörðudal á laugar- dagsmorgni og það var mjög vel heppnað. Á sunnudagsmorgninum var annað hlaup á Fellsströnd þar sem um 40 manns hlupu í dásam- legu veðri. Á sumardaginn fyrsta voru skátarnir með skátaleiki sem heppnuðust mjög vel og eftir það voru Söngbræður með einstaka tón- leika. Tveir ferðaþjónustubændur úr Hörðudal buðu heim og margt fleira skemmtilegt var í boði,“ seg- ir Bjarnheiður og bætir því við að gestir á hátíðinni hafi heilt yfir ver- ið mjög ánægðir og þakkar því fjöl- marga fólki sem lagði á sig vinnu til að gera hátíðina sem glæsilegasta. arg Krakkar á leiklistarnámskeiði sem í boði var á Jörvagleðinni. Ljósm. Fjóla Mikaelsdóttir. Veðrið fór vel með gesti Jörvagleðinnar í ár Frá skátamessu í Hjarðarfellskirkju á Jörvagleði. Ljósm. sm. Frá göngu upp að Tregasteini í Hörðudal. Ljósm. Helga Elínborg Guðmundsdóttir. Hér má sjá Böðvar Guðmundsson ásamt tónlistarfólki dagsins. Ljósm. gj. Tónleikar í Safnahúsi í upphafi sumars Svæðin tvö í Reykhólahreppi eru Hvannahlíð og Skálmardalsheiði. Kort fengið af vef óbyggðanefndar. Ríkið gerir þjóðlendukröfur í Reykhólahreppi Lærðu björgun með slöngubát Svipmynd frá slöngubáts- námskeiðinu í Búðardal. Ljósm. Björg- unarsveitin Ósk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.