Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 9 • • • SK ES SU H O R N 2 01 8 SK ES SU H O R N 2 01 9 Laus störf í Ásbyrgi, Stykkishólmi! Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf í Ásbyrgi, hæfingar- og vinnustað fólks með skerta starfsgetu. Forstöðumaður - 1 stöðugildi Leitað er einstaklings er hefur þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun ellegar sambærilega menntun og reynslu er nýtist í starfinu, góða samvinnu- og samskiptahæfileika og áhuga fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu og til að leiða markvert þjónustuhlutverk Ásbyrgis. Starfsmaður - 2 stöðugildi Leitað er einstaklinga sem hafa lokið og/eða eru í starfstengdu námi félagsliða eða stuðningfulltrúa eða sambærilegu námi og reynslu er nýtist í starfi; hafa góða samvinnu- og samskiptahæfileika og áhuga fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Skriflegar umsóknir um störf þessi er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt prófskírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2019 Sveinn Þór Elinbergsson forstöðumaður Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær; sveinn@fssf.is Á aðalfundi Verkalýðsfélags Snæ- fellinga 15. apríl síðastliðinn tók Vignir Smári Maríasson við starfi formanns félagsins af Sigurði A Guðmundssyni, en Sigurður hafði starfað fyrir félagið í nærri ellefu ár. Vignir er uppalinn í Strandasýslu en er nú búsettur í Grundarfirði ásamt eiginkonu sinni, Maríu Pá- leyju Gestsdóttur. Hann fór á sjó 18 ára gamall og starfaði sem sjómað- ur til ársins 2006 en þá tók hann til starfa hjá Almennu umhverfisþjón- ustunni í Grundarfirði. Aðspurð- ur segist Vignir ekki hafa átt beina aðkomu að verkalýðsmálum áður. „Þegar ég var á sjónum þurftum við sjálfir að semja um fiskverð, sem er eins nálægt og ég hef komist því að taka þátt í samningum um kaup og kjör,“ segir Vignir. En hvernig kom það þá til að hann gaf kost á sér sem formaður í Verkalýðsfélagi Snæfell- inga? „Ég frétti af því að Siggi væri að hætta og leit á það sem kjörið tækifæri til að byrja að gera eitt- hvað sjálfur. Maður hefur alltaf fylgst með verkalýðsstarfinu og set- ið inni á kaffistofum og nöldrað yfir því en nú fannst mér tími til kom- inn að fara að gera eitthvað sjálfur. Ég ákvað því bara að sjá hvort fólk- ið vildi mig og hér er ég kominn,“ segir Vignir kátur. Spurður hverju fólk megi bú- ast við frá honum innan verkalýðs- hreyfingarinnar segist Vignir það bara verða að koma í ljóst. „Ég er ekki að fara í neina hallarbyltingu og hef ekkert fastnegldar fram- kvæmdir sem ég vil fara í. En mig langar að gera félagið sýnilegra og heimasíðuna líflegri, svona til að byrja með allavega. Hitt kemur bara í rólegheitunum og ég er enn að læra inn á þetta allt, svo lengi lærir sem lifir og allt það,“ segir Vignir og hlær. „En ég hef gott fólk með mér sem kennir mér handtök- in,“ bætir hann við. arg Vignir Smári er nýr formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga Vignir er nýr formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga. Ljósm. aðsend. Það er gamall siður að leggja til geymslu í húsakynnum, innundir súð eða uppi á háalofti, blöð sem sýna dagsetningu þess þegar fram- kvæmdir stóðu yfir. Margsinnis hafa á liðnum árum og áratugum komið í ljós gömul blöð sem varpað hafa ljósi á sitthvað sem tengja má við framkvæmdir fyrri tíma, jafn- vel alda. Þessi siður er enn við lýði. Nýverið lauk húsráðandi í Borgar- firði við framkvæmdir þegar hann klæddi innan veggi í nýbyggingu við hús sitt. Eitt af síðustu verkun- um áður en veggklæðingu var lokað var að setja nýlegt eintak af Skessu- horni undir plötu. Þegar fram líða stundir er aldrei að vita nema slíkt eigi eftir að varpa ljósi á mannvist okkar tíma eftirlifendum til gagns og vonandi ánægju. mm Svo fornleifafræðingar framtíðarinnar viti betur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.