Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 21 Breyting á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 Sveitarstjórn Helgafellssveitar samþykkti á fundi í febrúar 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðal- skipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í færslu á efnistökusvæði merkt númer 15 á Aðalskipulagi Helgafellssveitar. Greinargerð um breyt- inguna, dags. 18. janúar 2019, er aðgengileg hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Helgafellssveitar. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til stað- festingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa, eða Guðrúnar Reynis- dóttur, oddvita Helgafellssveitar. Ragnar Már Ragnarsson Skipulags-og byggingarfulltrúi Helgafellssveitar. S K E S S U H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 EINKUNNARORÐ SKÓLANS ERU TRAUST, VIRÐING OG VINÁTTA Laugargerðisskóli er einn af örfáum fámennum skólum landsins þar sem hvert og eitt okkar setur svo sannarlega mark sitt á skólasamfélagið. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli með um 25 nemendur. Við leitum að starfsfólki til að vinna með okkur að spennandi og fjölbreyttum verkefnum. Framundan er heilmikið þróunarstarf þar sem unnið verður að lýðræðislegri þátttöku allra og fjölbreyttum náms- og kennsluað- ferðum. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám, vinnustofur, samþætt verkefni af ýmsum toga, stafræna tækni og félags- færniþjálfun (ART). Skólinn er vel búinn tækjum og búnaði og á staðnum er bæði íþróttahús og sundlaug. Nágrenni skólans skartar einstakri náttúru og fjölbreyttum möguleikum til náms jafnt sem afþeyingar. Hér eru miklir möguleikar fyrir skapandi og áhugasama kennara og annað starfsfólk. Sveitarfélagið leggur metnað sinn í að reka metnaðarfullt skólastarf sem er í góðum tengslum við nærumhverfi sitt. Við leitum að: Umsjónarkennara fyrir eldra stig skólans (6.–10. bekk) og íþróttakennara fyrir leik- og grunnskóladeildir. • Um er að ræða hvort heldur sem er heila stöðu eða tvær hlutastöður. Mögulegar kennslugreinar eru:• Íslenska• Stærðfræði• Samfélagsfræði• Náttúrufræði• List- og verkgreinar (að frátalinni smíði)• Íþróttir og sund• Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Fáist ekki grunnskólakennari til starfsins er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna / stöðurnar að fenginni undanþágu. Deildarstjóra leikskóladeildar í 100% starf Leikskólakennara í allt að 100% starf 10 mánuði á ári. Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því að búa og starfa á landsbyggðinni að hafa samband og kynna sér þann góða valkost að ganga til liðs við okkur í Laugargerðisskóla. Við aðstoðum við leit á húsnæði. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra, Ingveldi Eiríksdóttur, og sendi umsóknir í tölvupósti ásamt ferilskrá og ábendingum um meðmælendur. skolastjori@laugargerdisskoli.is 768 6600 / 435 6600 Nú er lag! Við í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, leitum eftir starfsfólki næsta vetur Snæfellingar og gestir þeirra voru líkt og aðrir Vestlendingar einkar heppnir með veðrið á fyrsta sum- ardegi, en þá var Safna- og sýning- ardagur haldinn á þrettán stöðum á Snæfellsnesi. Dagskráin var jafn- framt fyrsti liður í Strandmenn- ingarhátíð í samstarfi Svæðisgarðs- ins Snæfellsness, Byggðasafns Snæ- fellinga og Hnappdæla og annars safna- og sýningafólks á svæðinu. Söfn og sýningar voru opnar í til- efni dagsins, boðið upp á leiðsögn og gönguferðir, og áhersla lögð á að íbúar væri vel meðvitaðir um starfsemi safnanna, ekki hvað síst til að geta frætt ferðafólk um söfn- in og hvatt til aukinna heimsókna. Guðjón Brjánsson alþingismaður, ásamt Dýrfinnu Torfadóttur eigin- konu sinni, voru meðal þeirra sem nýttu sér safna- og sýningardag- inn á Snæfellsnesi og fóru í áhuga- verða ökuferð. Guðjón segist hafa séð kynningu á Safnadeginum í Skessuhorni og ákváðu þau að nýta góðviðrisdaginn í þetta áhugaverða verkefni. „Þetta var einkar ánægju- legur fyrsti sumardagurinn sem við hjón fórum á Snæfellsnes. Einstök veðurblíða, hitinn fór í heilar 17 gráður þegar best lét,“ sagði Guð- jón léttur í bragði. Ferðalýsing hans fylgir hér á eftir: Komið við á nokkrum stöðum „Við byrjuðum hjá þremur stöll- um í Stykkishólmi sem eru með sameiginlega verkstöð, keramik- ari, myndlistarkona og nýbyrjað- ur kollegi Dýrfinnu, gullsmiður og sómi að því. Þær opnuðu í tilefni dagsins nýtt kaffihús, Café Jakob- ínu. Í Grundarfirði hittum við al- þýðulistamanninn Lúðvík Karlsson sem vinnur í alls kyns efni en mik- ið í stein, vörðum drjúgum tíma hjá honum og keyptum einn hnullung. Á Hellisandi fórum við í einstaklega nosturslegt Sjóminjasafnið, nýbúið að byggja við. Þar er margt áhuga- vert að sjá, m.a. Blika, elsta fiskibát í eigu Íslendinga, smíðaður 1826, fór í sinn síðasta róður 1985. Seinni- partinn bauð Kári, snillingurinn sem starfrækir Frystiklefann á Rifi upp á listaverkagöngu á Hellisandi en hann hefur staðið fyrir vinnu- heimsóknum götulistamanna frá öllum heimshornum og hafa þeir unnið að skilgreindum þemum þar, t.d. Axlar Birni, Fróðárundrunum og dulúð Snæfellsjökuls og meira framundan í sumar. Mikil listaverk og áhugavert upplegg. Hellisandur er enda orðinn höfuðstaður götu- listar á Íslandi. Við stoppuðum líka í Rifi, kíktum við í Frystiklefanum en þar var konsert Svavars Knúts um kvöldið. Það var líf við höfnina í Rifi og maður skynjar mikinn kraft í þessu samfélagi þótt ekki sé það stórt,“ sagði Guðjón Brjánsson. mm/ Ljósm. gb&dt. Veðrið lék við gesti og heima- menn á Safnadegi á Snæfellsnesi Listakonurnar í Smiðjunni á Café Jakobínu í Stykkishólmi. Sýnishorn af verkum listakvennanna í Smiðjunni. Alþýðulistamaðurinn Lúðvík Karlsson og Guðjón Brjánsson. Kári Viðarsson bauð upp á listaverkagöngu á Hellissandi en hann hefur staðið fyrir vinnuheimsóknum götulistamanna frá öllum heimshornum sem hafa unnið að skilgreindum þemum á veggi og húsgafla í bænum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.