Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Eftir stutt hlé léku Skagamenn sinn fyrsta leik í efstu deild karla í knatt- spyrnu á laugardaginn þegar þeir tóku á móti KA á Akranesvelli í fyrsta leik liðanna í Pepsí Max deild- inni. Byrjunin lofar vissulega góðu því heimamenn sóttu mun meira allan leikinn og gáfu gestunum fá tækifæri. Greinilegt er að Jóhannes Karl þjálfari hefur byggt upp hör- kulið sem til alls er líklegt í sumar. Það var því í takti við gang leiksins að Tryggvi Hrafn Haraldsson skor- aði fyrsta markið á 32. mínútu eft- ir mistök í vörn gestanna. Nokkr- um mínútum síðar bætti Viktor Jónsson öðru marki við fyrir ÍA. Gestirnir náðu að klóra í bakkann á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki Hallgríms Mar Hrafnssonar og staðan því 2-1 í hléi. Heimamenn tryggðu stöðu sína ágætlega á 67. mínútu þegar þriðja mark ÍA var staðreynd og aftur var það Tryggvi Hrafn Haraldsson sem var á ferðinni með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða. Leikurinn í heild var býsna fjör- ugur en heimamenn sköruðu fram úr og 3-1 heimasigur var verð- skuldaður. Aðstæður á Akranesvelli voru ákjósanlegar á laugardaginn; hægur vindur og hitinn um 11 stig. Maður leiksins var Tryggvi Hrafn Haraldsson. mm/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. ÍA fagnaði sigri í 1. deild karla á síðasta ári og leikur því í deild þeirra bestu í sumar, Pepsi Max deildinni sem nú heitir. Skagamenn léku sinn fyrsta leik í mótinu á laug- ardaginn þegar þeir sigruðu KA 3-1 á Akranesvelli, eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, var fullur eftirvæntingar þegar Skessu- horn ræddi við hann í síðustu viku. „Sumarið leggst vel í okkur, við erum búnir að undirbúa okkur vel í allan vetur. Fyrst og fremst er mik- il tilhlökkun í hópnum fyrir sumr- inu. Strákarnir eru búnir að leggja hart að sér í vetur. Hópurinn er í toppstandi og allir klárir í slaginn,“ segir Jóhannes Karl í samtali við Skessuhorn. „Aðstæðurnar virðast líka ætla að verða með besta móti í byrjun sumars. Akranesvöllur kem- ur vel undan vetri, grænn og flottur og við hlökkum til að byrja mótið á heimavelli,“ bætir hann við. Ætla að spila skemmtilegan bolta Liðið hefur átt góðu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu, fór með- al annars í úrslit Lengjubikarsins. Frá áramótum hefur ÍA spilað ell- efu leiki, sigrað í níu þeirra en tap- að tveimur. Í þessum ellefu leikj- um hefur liðið skorað 34 mörk og fengið átta á sig. „Okkur gekk vel á undirbúningstímabilinu, fórum í úrslit Lengjubikarsins og liðið hef- ur staðið sig vel. Við höfum skor- að mikið af mörkum en á sama tíma hefur varnarleikurinn verið góð- ur og við fengið fá mörk á okkur. Við erum mjög ánægðir með það,“ segir þjálfarinn. „Bæði varnarleik- ur og sóknarleikur hefur verið góð- ur á undirbúningstímabilinu og við erum líka komnir með aðeins meiri breidd í sóknarlínuna en við höfð- um. Við viljum vera lið sem kem- ur sér í færi og ætlunin er að skora mikið af mörkum og spila bolta sem fólk hefur gaman af að horfa á,“ segir hann. Markið sett á efri hlutann Aðspurður segir Jóhannes að liðið ætli sér að vera í efri hluta deildar- innar í sumar. „Okkur hefur verið spáð ágætis gengi og við ætlum að stimpla okkur vel inn í efstu deild. Þar viljum við vera. Það er alls ekki þannig að við ætlum bara að halda okkur uppi. Markmiðið er klár- lega að berjast í efri hluta deildar- innar. Við erum bara þannig hóp- ur og ÍA þannig félag að við telj- um okkur eiga heima þar. Fyrir því ætlum við að berjast í sumar,“ segir hann hvergi banginn. „Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera. Leikmannahópurinn er tilbúinn að leggja mikið á sig. Það hefur hann sýnt og það mun halda áfram þegar deildin byrjar. Strákarnir hafa trú á sjálfum sér og hvorum öðrum. Með það að leiðarljósi ætlum við okk- ur að berjast í efri hlutanum. Upp- leggið er fara inn í alla leiki til að vinna þá. Við trúum því að við get- um unnið öll liðin í deildinni. Það verður ekki auðvelt en við teljum okkur geta sótt þrjú stig úr öllum leikjum, auðvitað með mismun- andi hætti í hverjum og einum leik, en það er ekkert lið í deildinni sem við höfum ekki trú á að við getum lagt að velli,“ segir Jóhannes Karl að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh Knattspyrnumenn framtíðarinnar létu sig ekki vanta. Verðskuldaður sigur Skagamanna í fyrsta leik sumarsins Tryggvi Hrafn maður leiksins í sókn. Annað markið staðreynd og vel fagnað. Liðin mæta hér á völlinn. „Teljum okkur geta sótt þrjú stig úr öllum leikjum“ - segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari karlaliðs ÍA Marki fagnað í leiknum síðastliðinn laugardag. Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlín- unni á Akranesvelli síðastliðið sumar. Skagamenn fögnuðu sigri í næstefstu deild að loknu síðasta keppnistímabili. Hér er Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði, með bikarana á lofti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.