Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201926 Snorrastofa hefur tekist á hend- ur, nú í annað sinn, að leiða barna- menningarhátíð í Reykholti. Há- tíðin verður haldin miðvikudaginn 8. maí næstkomandi í samstarfi við Elísabetu Haraldsdóttur menning- arfulltrúa Vesturlands, grunnskóla í nágrenninu og Uppbyggingarsjóð Vesturlands, sem hefur gert menn- ingu fyrir og með börnum að sér- stöku verkefni. Nemendum á mið- stigi Auðarskóla í Búðardal, Grunn- skóla Borgarfjarðar, Grunnskól- ans í Borgarnesi, Reykhólaskóla og Laugargerðisskóla er boðið að njóta saman þessa vordags á höfuðbóli Snorra Sturlusonar, kynna eigin sköpun og hugverk hver fyrir öðr- um og kynnast einnig ýmsu öðru, sem lífið á miðöldum bauð. Dagurinn hefst með framlögum nemenda kl. 9:30 – 11 og eftir há- degishressingu eykst miðaldablær staðarins þegar lista- og handverks- fólk setur upp líf í anda miðalda vítt og breitt um staðinn, sem börnin fá að taka þátt í og upplifa í stærri og minni hópum. Komedíuleikhúsið sýnir Gísla Súrsson í flutningi Elvars Loga Hannessonar, hljóðfæri og tónlist miðalda kynnir Kristín Lárusdótt- ir (Selló-Stína) og félagar. Mið- aldaritstofa Árnastofnunar kynn- ir fyrir nemendum aðstæðum og vinnubrögðum skrifaranna í Reyk- holti undir verkstjórn Svanhildar M. Gunnarsdóttur og í Laufeyjar- lundi verður sett upp brauðgerð þar sem aðferðir þessa löngu liðna tíma verða viðhafðar að hætti Bryndís- ar Geirsdóttur og Hins blómlega bús. Allir taka svo þátt í ratleik, sem Snorrastofa setur upp í tilefni dags- ins í Snorra-appinu, sem nú þegar hefur verið gefið út og er í notkun á staðnum. Ratleikurinn verður í um- sjón Steinunnar Önnu Gunnlaugs- dóttur hjá fyrirtækinu Locatify, sem gefur út Snorra-appið og hefur ný- lega flutt starfsemi sína í Borgar- nes. Heimferð nemenda er áætluð kl. 16. Fyrsta hátíðin af þessu tagi í Reykholti var fyrir þremur árum, vorið 2016, og að henni lokinni var ákveðið að stofna til hennar á þriggja ára fresti. Það virðist geta hentað vel fyrir miðstig grunn- skólanna, sem nær yfir þrjá ár- ganga þar sem tekist er á við náms- efni um Snorra og samtíma hans. Lagt er kapp á að hátíðin verði viðráðanleg þannig að vilji og gleði lifi og hvetji aðstandendur til hún verði að taktföstum viðburði í samfélaginu. Miðvikudagurinn 8. maí 2019 verður, ef að líkum lætur, hinn fjörugasti og öllum er frjálst að koma og samgleðjast börnunum á hátíð þeirra. Fréttatilkynning Eitt af öruggum merkjum sumar- komu er Langasandsreið hesta- manna á Akranesi á Sumardag- inn fyrsta. Ferðatilhögun er ein- att með þeim hætti að riðið er nið- ur á Langasand á fjöru og var ferðin því að þessu sinni farin um nónbil. Dágóður hópur vaskra hestamanna mætti á sandinn og leyfðu klárun- um að bleyta í sér í sjónum. Áður var að venju komið við á hlaðinu við Sólmundarhöfða og gátu íbúar á Höfða sem vildu kíkt út og heils- að upp á menn og málleysingja. Ása Hólmarsdóttir formaður Dreyra af- henti Ólafi Elíssyni blómvönd og tók hann við þeim fyrir hönd íbúa. Fjögurra áratuga hefð er fyrir þeim huggulegheitum Dreyrafólks. Eftir viðkomu á Höfða var sprett úr spori á sandinum. mm/ Ljósm. mkg. Breytingar urðu á stjórn Umf. Vík- ings/Reynis á aðalfundi sem fram fór 23. apríl síðastliðinn. Þær Þór- halla Baldursdóttir og Berglind Magnúsdóttir gengu úr stjórn en í þeirra stað voru kosnir þeir Al- exander Kristinsson og Michael Gluszuk. Nýju stjórnina mynda því þau Margrét Sif Sævarsdóttir, Ari Bent Ómarsson, Garðar Kristjáns- son, Alexander Kristinsson, Micha- el Gluszuk og Þorsteinn Haukur Harðarson framkvæmdastjóri Vík- ings. Mun stjórnin hittast á næstu dögum og skipta með sér verkum. þa Svipmyndir frá Sumardeginum fyrsta Ný stjórn í Umf. Víkingi/Reyni Tindur er efnilegur hvolpur og afar fallegur. Á fyrsta sumardag var hann að spóka sig um í góða veðrinu á Akranesi ásamt Gróu Þorsteinsdóttur eiganda sínum. Ljósm. mm. Félag eldri borgara í Grundarfirði skelltu í vöfflur og meðlæti á sumardaginn fyrsta í samkomuhúsi bæjarins. Fjöldi gesta lagði leið sína þangað og gæddu sér á gómsætum vöfflum og kaffi. Einnig var glæsileg handverkssýning í húsinu þar sem félagsmenn sýndu afrakstur vetrarins. Ljósm. tfk. Slysavarnadeildin Sumargjöf í Ólafsvík fagnaði sumri með hefðbundnum hætti en slysavarnakonur hafa í mörg ár staðið fyrir kökubasar á sumardaginn fyrsta. Árið í ár var engin undantekning og svignuðu borðin í Mettubúð undan kræsingunum sem slysavarnakonur buðu til sölu í fjáröflunarskini. Seldist fljótlega allt upp af basarnum enda hafa bæjarbúar alltaf stutt vel við bakið á slysavarnadeildunum. Ljósm. þa. Dreyra fólk í Langasandsreið á Sumardaginn fyrsta Börnin mæta miðöldum í Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.