Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 20198 Stolið hjól fannst AKRANES: Að sögn lög- reglu fer hjólaþjófnuðum jafnan fjölgandi á vorin og snemmsumars, samhliða því að fleiri fara ferða sinna hjól- andi. Tilkynnt var um stuld á reiðhjóli þriðjudaginn 23. apríl síðastliðinn. Mongoose reiðhjól hafði verið tekið ófrjálsri hendi við Brekku- braut á Akranesi. Lögregla fann hjólið við hefðbundið eftirlit, flutti það á lögreglu- stöðina og hafði samband við eigandann. -kgk Djúpar holur í veginum HVALFJ: Vegfarandi hafði samband við lögreglu í vik- unni og tilkynnti um djúpar holur í Hvalfjarðarvegi við Eystra-Miðfell. Holurnar sagði hann auk þess fullar af vatni. Taldi hann að bifreið sín hefði orðið fyrir tjóni þegar hann ók ofan í hol- urnar. Vegagerðinni var gert viðvart um málið sem veg- haldara þjóðvegarins. -kgk Mótum Vestur- land í samein- ingu! VESTURLAND: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir íbúaþingi næst- komandi mánudag undir yf- irskriftinni Mótum fram- tíð Vesturlands í samein- ingu. Þingið verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi frá kl. 13:00 til 16:00. Markmið- ið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til að koma saman, skiptast á skoðunum og hugmyndum um hvern- ig þeir vilja sjá landshlutann þróast. „Þátttakendur munu móta framtíðarsýn, markmið og tillögur að aðgerðum sem verða leiðarljós fyrir Sóknar- áætlun Vesturlands fyrir árin 2020 til og með 2024. Auk þess mun afrakstur íbúa- þingsins nýtast við vinnu við sviðsmyndagerð um þróun atvinnulífs á Vesturlandi,“ segir á vef SSV. Vestlending- ar allir eru boðnir velkomn- ir til þingsins en áhugasam- ir eru beðnir að skrá sig með tölvupósti á saedis@ssv.is. -kgk Árstíðaleið- rétt atvinnuleysi reyndist 2,9% LANDIÐ: Samkvæmt árs- tíðaleiðréttum tölum vinnu- markaðsrannsóknar Hag- stofunnar var fjöldi fólks á vinnumarkaði 210.900 í mars á þessu ári. Árstíðar- leiðrétt atvinnuþátttaka var 82,7%, sem er 1,9 prósentu- stigi meira en í febrúar. Sam- kvæmt árstíðaleiðréttingu voru atvinnulausir 6.200 í mars, eða 2,9%, sem er 0,3 prósentustigum lægra en í febrúar. Fyrir sama tímabil jókst leiðrétt hlutfall starf- andi fólks um 2,1 prósentu- stig, eða í 80,2% fyrir mars 2019. -mm Ekið án réttinda VESTURLAND: Lögregla stöðvaði för ökumanns sem talinn var aka án ökuréttinda. Hann er sömuleiðis grunað- ur um ávana- og fíkniefna- brot og að hafa ekið undir áhrifum. Lögregla segir allt- af töluvert um að hún hafi afskipti af fólki sem grunað er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Gjarn- an tilkynna aðrir vegfarend- ur um undarlegt aksturslag og þá kannar lögregla mál- ið. Töluvert er um slíkt, að sögn lögreglu. Dæmi um slíkt var tilkynning sem lög- reglu barst í vikunni um bíl sem rásaði mikið þar sem honum var ekið á Vestur- landsvegi við Fiskilæk í átt að Borgarnesi. Ökumaður- inn var stöðvaður og reynd- ist vera í lagi, s.s. með rétt- indi og ekki undir áhrifum. -kgk Með hjálmlaust barn á hjóli SNÆFELLSNES: Lög- regla hafði afskipti af öku- manni bifhjóls sem ekið var eftir Snæfellsnesvegi á leið- inni til Ólafsvíkur í vikunni sem leið. Barn var farþegi á hjólinu og ekki með hjálm. Lögregla minnir á að skylt er að ökumaður og farþegar bifhjóla hafi hjálm á höfðinu og þarf vart að taka fram hve hættulegt getur verið að vera hjálmlaus á bifhjóli. -kgk Tvisvar ekið utan vegar GRUNDARFJ: Árið 2018 var fimm sinnum tilkynnt um akstur utan vegar í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Þrjár tilkynninganna áttu ekki við rök að styðjast, að sögn aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Tvö atvik voru kærð og í báðum tilvikum voru það erlendir ríkisborgarar sem voru kærðir fyrir að aka utan vegar í nágrenni Kirkju- fells á Snæfellsnesi. Fóru þeir ekki inn á bílastæðið sem þar er, heldur út af veginum og ullu spjöllum. Var ökumönn- unum í báðum tilvikum gert að greiða 100 þús. króna sekt fyrir athæfið. -kgk Kæra Hval HVALFJ: Jarðarvinir hafa lagt fram kæru á hendur Hval hf. fyrir brot á reglum um hvalveiðar. Samtök- in saka fyrirtækið um að standa ekki skil á afladag- bók um veiðarnar í samræmi við það sem reglugerðin ger- ir ráð fyrir. Málið er komið í ferli og kemur þá til kasta rannsóknardeildar Lögregl- unnar á Vesturlandi, að sögn aðstoðaryfirlögreglustjóra. -kgk Myndavélar beggja vegna vegar- ins við gamla gjaldskýli Hvalfjarð- arganga hafa undanfarna daga vak- ið athygli vegfarenda. Skessuhorni barst ábending þess efnis að nýj- ar myndavélar hefðu verið sett- ar upp við göngin en svo mun ekki vera. Um er að ræða vélar sem sett- ar voru upp fyrir þremur árum og voru hluti af gjaldtökukerfi Spalar. „Þær voru partur af uppfærslu sem var fyrir Qfree rukkunarkerfið sem Spölur var með og það var Spölur sem lét setja vélarnar upp, þann- ig að þær eru alls ekki nýjar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Skessuhorn. Eftir að gjaldtöku í Hvalfjarðargöng var hætt og göng- in afhent ríkinu fengu myndavél- arnar síðan nýtt hlutverk. „Við not- um þær áfram sem öryggismynda- vélar fyrir vaktstöðina og það var verið að hækka þær um daginn til að fá betri mynd af gangamunn- anum,“ segir upplýsingafulltrúinn. Telur hann hækkun vélanna geta verið ástæðu þess að vegfarend- ur hafi talið að um nýjar vélar væri að ræða. „Það er breyting og menn taka þá eftir því,“ segir Pétur. kgk Myndavélar við göngin hækkaðar Myndavélarnar sem um ræðir eru staðsettar bæði fyrir ofan veg og neðan. Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í 21. skipti í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi föstudaginn 29. mars síðastlið- inn og voru verðlaun afhent síðastlið- inn laugardag. 96 keppendur í 8.-10. bekk frá sex grunnskólum á Vestur- landi tóku þátt í keppninni. Þeir voru frá Auðarskóla, Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Grunnskóla Borgar- fjarðar, Grunnskólanum í Borgar- nesi og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Keppendur voru til fyrirmyndar og keppnin gekk mjög vel fyrir sig. Eins og venja er fyrir voru 10-12 efstu í hverjum aldurshópi boðið til verð- launaafhendingar í FVA á laugardag- inn og fengu efstu þrír í hverjum ár- gangi peningaverðlaun. Verðlaunahafar Verðlaunahafar úr 8. bekk eru: Í fyrsta sæti varð Ole Pétur Ahlbrecht frá Brekkubæjarskóla. Í öðru sæti Ingibjörg Svava Magnúsdóttir frá Brekkubæjarskóla og í þriðja Pét- ur Lárusson frá Grunnskóla Borga- fjarðar. Verðlaunahafar úr 9. bekk voru eftirtaldir: Jöfn í fyrsta til öðru sæti voru Alexander Jón Finnsson og Díana Dóra Bermann Baldursdótt- ir, bæði frá Grunnskólanum í Borg- arnesi. Í þriðja sæti varð Róbert Leó Gíslason frá Grundaskóla. Verðlaunahafar úr 10. bekk eru Þórunn Sara Arnardóttir frá Grunn- skólanum í Borgarnesi í fyrsta sæti, í öðru sæti Guðrún Karitas Guð- mundsóttir frá Brekkubæjarskóla og í þriðja sæti Benedikt Gunnars- son frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Tíu efstu nemendur í 8. bekk: Anja Huld Jóhannsdóttir , Grunnskóli Snæfellsbæjar Hjördís Ylfa Kulseng, Grunnskóla Borgarfjarðar Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Brekkubæjarskóla Jara Natalia Björnsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar Jóhannes Hrafn Cornette, Auðarskóla Karl Þór Þórisson, Brekkubæjarskóla Kristján Magnússon, Brekkubæjarskóla Ole Pétur Ahlbrecht, Brekkubæjarskóla Orri Bergmann Ingþórsson, Brekkubæjarskóla Pétur Lárusson, Grunnskóla Borgarfjarðar Unnur Björg Ómarsdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar Tíu efstu nemendur í 9. bekk: Alexander Jón Finnsson, Grunnskólanum í Borgarnesi Árný Lind Árnadóttir, Brekkubæjarskóla Dagbjört Lilja Helgadóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi Elinóra Ýr Kristjánsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi Ellert Lár Hannesson, Grundaskóla Hafþór Örn Arnarson, Grundaskóla Hólmfríður Erla Ingadóttir, Grundaskóla Lilja Gréta Jonsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Róbert Leó Gíslason, Grundaskóla Snædís Lilja Gunnarsdóttir, Brekkubæjarskóla Stefán Ingi Þorsteinsson, Auð- arskóla Tíu efstu nemendur í 10. bekk: Arilíus Dagbjartsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Benedikt Gunnarsson, Grunnskóli Snæfellsbæjar Björn Viktor Viktorsson, Grundaskóla Dang Nguyen Hieu Ngan, Brekkubæjarskóla Davíð Pétursson, Grunnskóla Borgarfjarðar Elías Andri Harðarson, Grunnskóla Borgarfjarðar Guðrún Karitas Guðmunds- dóttir, Brekkubæjarskóla Hrafnhildur Jökulsdóttir, Brekkubæjarskóla Sólrún Lilja Finnbogadóttir, Grundaskóla Þórunn Sara Arnarsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi arg Verðlaun fyrir árangur í stærð- fræðikeppni grunnskólanna Frá verðlaunaafhendingu í stærðfræðikeppni grunnskólanna. Ljósm. Dröfn Viðarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.