Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig heldur þú að sumarið verði? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Pálmi Lórensson Ég held að það verði bara ágætt. Gerður Guðjónsdóttir Það verður bara gott. Ágústa Friðriksdóttir Einhversstaðar verður það gott, sérstaklega hér. Jakob Baldursson Kalt. Lilja Karen Norðquist Vonandi verður það betra en í fyrra. Þetta er allavega góð byrjun. „Eins og venjulega er tilhlökkun og spenna í mannskapnum. Við erum vel stemmdir og vonum að við get- um gert góða hluti í sumar,“ seg- ir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., í samtali við Skessuhorn. Vík- ingur Ó. hefur leik í Inkasso deild karla í knattspyrnu næstkomandi sunnudag, 5. maí, þegar liðið mæt- ir Gróttu á Ólafsvíkurvelli. Liðið er mikið breytt frá fyrra ári og leik- menn hafa verið að bætast við hóp- inn þar til rétt fyrir mót. „Við not- uðum mikið af ungum strákum á undirbúningstímabilinu. Það gerð- um við viljandi, vildum gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur, strák- arnir þurfa að fá þessa reynslu sem þeir fengu í vetur til að vaxa sem leikmenn,“ segir Ejub. „En auðvi- tað er erfitt að missa marga leik- menn á milli ára. Hópurinn er mik- ið breyttur og farnir margir þeirra sem drógu vagninn á síðasta ári og skoruðu mörkin,“ bætir hann við. „Það tekur stundum tíma að fá nýja leikmenn og það hefur geng- ið hægar en í fyrra. Núna er mark- miðið okkar að ná jafn stórum hópi og í fyrra og vonandi tekst það, því við erum enn að bæta í hópinn. Best væri ef við gætum haldið 15 manns á milli ára og byggt ofan á það, en svona er þetta bara. Leik- menn í dag koma og fara og það eru alltaf stærri klúbbar sem vilja þá sem standa sig vel. Það er ekk- ert að því og bara eðlilegt að menn vilji reyna sig annars staðar líka,“ segir þjálfarinn. Bætt aðstaða skilar sér í framtíðinni Liðinn vetur er sá fyrsti sem Vík- ingur Ó. hefur átt þess kost að æfa á nýja gervigrasinu í Ólafsvík á meðan undirbúningstímabilinu stendur. Ejub telur að bætt aðstaða komi til með að hafa mikið að segja til framtíðar. „Fyrir jól gátum við nánast alltaf farið út á völl að æfa en það var erfiðara eftir jólin, mik- ill snjór og leiðinlegra veður. Það var síðan ekki fyrr en í mars að við komumst út aftur. En þetta er betra en hefur verið undanfarin ár, ekki spurning. En eins og í öllu þá þurfum við meiri tíma til að sjá alla kostina við bætta aðstöðu koma í ljós. Ég er ekki í vafa um að þetta muni skila sér í framtíðinni,“ seg- ir hann. „En við búum auðvitað áfram við það sem er svolítið öðru- vísi en hjá klúbbum á Akranesi eða í Reykjavík; hluti hópsins er fyrir sunnan yfir veturinn, margir ungir strákar í námi og svoleiðis. Þannig að venjulega fáum við hópinn ekki til okkar í Ólafsvík nema rétt fyrir mót eða jafnvel bara þegar mótið er að byrja. Þá byrjum við að vinna í hlutum sem væri betra að vera að fara yfir í mars,“ segir hann léttur í bragði. „En svona er þetta bara, við verðum bara að taka þessu eins og þetta er og reyna að gera það besta úr stöðunni,“ bætir hann við. Berjast fyrir hverjum bolta Aðspurður vill þjálfarinn ekki gefa upp nein markmið um árangur í aðdraganda mótsins, heldur bíða og sjá hvernig sumarið fer af stað. „Ég er þannig týpa að mig langar alltaf að vera í efri hlutanum í öll- um deildum, en helsta markmið- ið núna er að ná stöðugleika í leik- mannahópinn. Ef hópurinn síðan smellur saman þá gætum við far- ið að huga að stærri hlutum,“ seg- ir Ejub. „Fyrst er að ná svipuðum hópi og í fyrra og vonandi góð- um gæðum. Þá sjáum við hvort við erum með lið sem getur ekki bar- ist um efstu sætin í deildinni. Það er ómögulegt að setja fram stór markmið í upphafi mótsins, í ljósi aðstæðna. Vonandi getum við gert eins og í fyrra en það verður bara að koma í ljós. Þá misstum við líka marga leikmenn en vorum ein- hvern veginn miklu fyrr komn- ir með kjarnann í liðinu saman, bara um miðjan mars, en núna tók þetta aðeins lengri tíma. En þetta kemur fljótlega í ljós eftir að mót- ið fer af stað, eftir sex til sjö um- ferðir kannski, hvað við getum gert í sumar,“ segir hann. „Einu get ég þó lofað og það er að við munum koma vel stemmdir inn í mótið, berjast fyrir hverjum einasta bolta og hverju einasta stigi og gefa allt sem við eigum. Við leggjum okk- ur fram og getum vonandi gert eins góða hluti í sumar og við höfum verið að gera undanfarin ár,“ segir Ejub Purisevic að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Undanfarnar tvær vikur hefur knattspyrnudeild Víkings Ó. samið við fjóra leikmenn um að leika með liðinu í Inkasso deild karla í knatt- spyrnu í sumar. Sallieu Tarawallie, Martin Kuittinen, Jacob Ander- sen og síðast en ekki síst Kristófer Reyes. Sallieu Tarawallie er 24 ára gam- all og landsliðsmaður Síerra Leone. Hann getur leikið bæði sem kant- maður og framherji. Sallieu skrifaði undir samning við Víking í febrú- ar, en pappírsmál drógust á langinn og því ekki hægt að kynna hann til leiks fyrr en seinni part aprílmán- aðar, að því er fram kemur á Fa- cebook-síðu félagsins. Martin Kuittinen er 22 ára gam- all, finnskur kantmaður. Hann á að baki leiki fyrir yngri landslið Pól- lands, en þaðan er hann ættaður. Undanfarin ár hefur Martin leik- ið í Portúgal. Hann fór með Vík- ingi í æfingaferð til Spánar nú í vor þar sem hann stóð sig vel og ákváðu Ólafsvíkingar því að ganga til samninga við hann. Jacob Andersen er danskur fram- herji og 25 ára gamall. Hann geng- ur til liðs við Víking frá Egersund IK í Noregi. Kristófer Reyes þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum Víkings Ó. Hann er uppalinn hjá Ólafsvíkurliðinu og snýr nú heim að nýju eftir þrjú ár með Fram. Kristófer skrifaði undir tveggja ára samning við liðið. kgk/ Ljósm. Víkingur Ó. Víkingur Ó. styrkir hópinn Kristófer Reyes er kominn heim til Ólafsvíkur eftir þrjú ár í herbúðum Fram. Danski framherjinn Jacob Anderson í æfingaleik með Ólafsvíkurliðinu. „Tilhlökkun og spenna í mannskapnum“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Fyrirliðinn Emir Dokara í baráttunni í leik með Ólafsvíkingum. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Leikmenn Víkings Ó. fagna marki síðasta sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.