Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201924 Óskað eftir styrkumsóknum AKRANES: Akraneskaup- staður óskar eftir umsóknum um styrki til íþrótta- og tóm- stundamála, en bæjarfélag- ið veitir 15,5 milljónum til íþrótta- og tómstundafélaga á árinu 2019. Markmiðið er að styðja virk félög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyr- ir börn og unglinga. Styrkjun- um er ætlað að veita fjárhags- legan stuðning til þjálfunar og leiðsagnar barna á aldrin- um þriggja til 18 ára. Skilyrði er að viðkomandi félag hafi starfað í að minnsta kosti tvö ár og staðið skil á lögform- legum skyldum sínum. Sótt er um styrkina rafrænt á heima- síðu Akraneskaupstaðar. Um- sóknarfrestur er til og með 20. maí næstkomandi. -kgk Staðfesta samruna LANDIÐ: Samkeppniseft- irlitið hefur gefið samþykki fyrir kaupum Arctic Advent- ures hf. á eignarhlutum í fyr- irtækjunum Into the glacier, Skútusiglingum, Óbyggða- setri, Welcome Entertain- ment og Raufarhól, að því er fram kemur í frétt Viðskipta- blaðsins. „Félögin verða áfram rekin sjálfstætt en í nánu sam- starfi við Arctic Adventures,“ segir í fréttinni. -arg Páskaaflatölur fyrir Vesturland 20.-26. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 24 bátar. Heildarlöndun: 158.194 Mestur afli: Eskey ÓF: 46.744 kg í fimm róðrum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 17.116 kg. Mestur afli: Bárður SH: 10.564 kg í einni löndun. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 239.495 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.166 kg í einum róðri. Ólafsvík: 26 bátar. Heildarlöndun: 621.496 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 95.555 kg í fjórum löndunum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 299.772 kg. Mestur afli: Magnús SH: 82.778 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 26.486 kg. Mestur afli: Friðborg SH: 10.700 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 65.166 kg. 25. apríl. 2. Sigurborg SH - GRU: 63.951 kg. 23. apríl. 3. Helgi SH - GRU: 46.304 kg. 23. apríl. 4. Magnús SH - RIF: 44.100 kg. 24. apríl. 5. Farsæll SH - GRU: 43.870 kg. 24. apríl. -kgk Færeyingar halda Flaggdagin hátíðlegan ár hvert 25. apríl. Nú eru liðin 100 ár frá því færeyski fáninn blakti fyrst við hún við brúðkaup í Fámjin í Suðurey 25. apríl 1919. Send- istofa Færeyja á Íslandi bauð Færeyingum á Íslandi og öðru tignarfólki til samkomu að Kjarvalsstöðum í Reykjavík af þessu tilefni. Boðið var upp á færeyskan mat, færeyskan dans og fleira. Ræðumaður dagsins var Høgni Hoydal fiskimála- ráðherra. þg Þessar glaðlegu stúlkur, Ásdís Re- bekka, Eva María og Tinna Dís eru allar nemendur í 4. bekk Brekku- bæjarskóla á Akranesi. Ljósmyndari Skessuhorns hitti þær á göngu síð- astliðinn föstudag þar sem þær voru að tína rusl úr beðum og meðfram umferðargötum við Stillholt og Kirkjubraut á Akranesi. Aðspurð- ar sögðust þær vera að hreinsa upp rusl að eigin frumkvæði. Þetta væri ekki að frumkvæði skólans, foreldra eða annarra, en þess má geta að víða um suðvestanvert landið var mikill plokkdagur haldinn á sunnudag- inn. Stúlkurnar segja að þeim hafi einfaldlega dottið í hug að gaman væri að gera umhverfið fallegra og minnka ruslið sem allsstaðar ligg- ur. „Við vorum að læra um Jörðina í skólanum í fyrra og hvað við sjálf- ar gætum gert betur til að vernda hana og bæta. Því ákváðum við að fara bara sjálfar út og tína rusl, það er sko fullt af því,“ sögðu þær glað- beittar, enda voru þær fljótar að fylla pokana sem þær voru með. mm Hjónin Bjarnheiður Jóhanns- dóttir og Reynir Guðbrands- son á Jörva í Haukadal og hjónin Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Pétur Guðsteinsson á Giljalandi í Haukadal hafa tekið við umsjón Eiríksstaða af Sigurði Jökulssyni frá Vatni í Haukadal. Fyrsti opn- unardagur sumarsins á Eiríks- stöðum er í dag, 1. maí, og verð- ur opið alla daga til 30. septem- ber. „Þetta verður örugglega ein- hver breyting frá því sem var, en Siggi á Vatni hefur séð um Ei- ríksstaði í 16 ár. Sagan er þó að sjálfsögðu sú sama og við mun- um áfram bjóða upp á lifandi leiðsögn. Gestir geta líka kom- ið til okkar og fengið að klæðast hjálmum og bera vopn og taka myndir en það hefur verið mjög vinsælt meðal ferðamanna,“ segir Bjarnheiður í samtali við Skessu- horn. Spurð hvers vegna þau ákváðu að sækja um starfið seg- ir Bjarnheiður að búseta og áhugi á sögunni hafi spilað stórt hlut- verk. „Við búum á móti Eiríks- stöðum og það lá því beinast við að sækja vinnu þangað. Við erum líka mjög áhugasöm um land- námsárin og söguna um Eiríks- staði,“ segir Bjarnheiður. Bæði hjónin á Jörva og Gilja- landi eru með ferðaþjónustu í Haukadal þar sem boðið er upp á gistingu og segir Bjarnheið- ur Eiríksstaði passa vel samhliða því. „Þetta passar vel við það sem við erum að gera og við erum að bæta við okkar þjónustu vetrar- ferða í Haukadal. Þá væri sniðugt að bjóða því fólki líka á Eiríks- staði,“ segir Bjarnheiður. arg Færeyski fáninn.Á meðfylgjandi mynd eru nokkrir prúðbúnir Færeyingar. Høgni Hoydal er lengst til vinstri á myndinni. Færeyska fánanum nú flaggað í eina öld Hreinsuðu rusl að eigin frumkvæði Framtakssamar stúlkur hreinsa rusl. F.v: Ásdís Rebekka Karlsdóttir, Eva María Elíasdóttir og Tinna Dís Orradóttir. Nýir umsjónaraðilar opna á Eiríksstöðum í dag, 1. maí. Ljósm. úr safni. Nýir umsjónaraðilar á Eiríksstöðum Bjarnheiður Jóhannsdóttir er ein fjögurra sem hafa tekið við umsjón með Eiríks- stöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.