Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 ÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 23. árg. 1. maí 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Jörvagleði, menningarhátíð Dala- manna, fór fram í liðinni viku með fjölbreyttri dagskrá víða um hérað. Að sögn skipuleggjenda tókst há- tíðin með afbrigðum vel; viðburðir vel sóttir og veðrið lék við fólk. Meðal annars var skátamessa haldin í Hjarðarholtskirkju, þar sem með- fylgjandi mynd var tekin að morgni sumardagsins fyrsta. Sjá nánar í frétt í blaðinu í dag. Ljósm. sm. Grásleppuaflinn undir væntingum Það sem af er grásleppuvertíðinni hefur fiskast nánast jafn mikið og á sama tíma í fyrra. Alls hafði 1.940 tonnum verið landað á landinu öllu 22. apríl síðastliðinn, en voru 1.962 tonn árið 2018. Engu að síð- ur hafa nokkru fleiri dagar ver- ið nýttir á yfirstandandi vertíð en á sama tíma á síðustu vertíð. Auk þess sem örlítið fleiri bátar eru við veiðar nú en þá, eða tíu fleiri en á síðasta ári. Aflabrögð teljast því undir væntingum, að því er fram kemur á vef Landssambands smá- bátasjómanna. Meðalverðið fyrir grásleppu sem seld er á markaði er hins vegar töluvert hærra en á síðasta ári og hækkaði um 41% milli ára, úr 205 krónum á hvert kíló í 290 krónur. „Það kemur því á óvart að bátum á grásleppu hefur aðeins fjölgað um tíu milli ára, en alls hafa 159 bátar hafið veiðar,“ segir á vef LS. Grásleppu hefur það sem af er verið landað á 33 stöðum víðs veg- ar um landið. Mestum afla hefur verið landað á Bakkafirði, eða 182 tonnum. Á Drangsnesi hefur 174 tonnum verið landað og 168 tonn- um á Hólmavík. Á Vesturlandi hefur mestri grá- sleppu verið landað á Akranesi. Þar var búið að landa 18 tonnum 22. apríl síðastliðinn, sem er þó umtalsvert minna en á sama tíma í fyrra þegar 60 tonnum hafði verið landað. Tólf tonnum hefur verið landað í Grundarfirði samanborið við 19 í fyrra og ellefu í Ólafsvík samanborið við 30 í fyrra. Í Stykk- ishólmi er búið að landa meiru en á sama tíma á síðasta ári, fimm tonnum en voru tvö í fyrra. Á sama tíma á síðasta ári hafði einu tonni af grásleppu verið landað í Rifi en tonnin eru engin núna. kgk Áætlanir um þrjú stór verkefni til undirbúnings vindorkugörð- um eru nú á teikniborðinu í Döl- um og Reykhólahreppi. Ef allar þessar þrjár hugmyndir koma til framkvæmda mun heildar raf- orkuframleiðsla þeirra verða allt að 410 megawött, eða upp- undir jafn mikil orka og sam- anlögð raforkuframleiðsla Búr- fellsvirkjunar og Blönduvirkjun- ar. Stærsta virkjunin hér á landi er Kárahnúkavirkjun sem fram- leiðir 690 MW. Sjá nánar bls. 2 Margir vilja beisla vindorkuna Grásleppu landað í Stykkishólmi síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ sá. Travel West 2019-2020 Ferðablað Vesturlands er komið út Hægt er að nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.