Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Stuð Sú frétt í liðinni viku sem vakti mesta athygli mína fjallaði um raforku. Kannski ekki undarlegt í ljósi allrar þeirrar umræðu sem orðið hefur um þriðja orkupakkann og meintan rafstreng milli landa. Við segjum frá því á blaðsíðu 2 hér í blaðinu að þrír hópar fjárfesta undirbúa nú að sækja um leyfi með tilheyrandi skipulagsbreytingum til að reisa vindorkuver á jafn mörgum jörðum í Dölum og Reykhólasveit. Fjárfestar tryggja sér jarðir þar sem byggð er lítil, upplýsingar um vindafar liggja fyrir og samgöngur eru viðunandi. Fallegu orðin sem valin eru fyrir slík ver eru „vindorkugarður“ og af- urðin er „græn“ raforka. Vissulega grænni orka en þegar hún er framleidd úr jarðefnaeldsneyti svo ekki sé nú talað um kjarnorku. Einnig grænni orka en sú sem framleidd er með vatnsaflsvirkjunum þar sem aur safnast smám saman fyrir í uppistöðulónum sem þannig verða aldrei afturkræf. Við sáum einmitt hvað gerðist í uppistöðulóni Andakílsárvirkjunar og þó telst sú virkjun lítil á allan mælikvarða dagsins í dag. Að beisla vindinn er vissulega glæsileg framtíðarsýn svo langt sem það nær. En að kenna tugi vindmylla við „garð“ er einhvern veginn ekki alveg að hljóma í mín eyru. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir hæð þeirra vindmylla sem menn hyggjast reisa. Flestir muna eftir skorsteininum sem felldur var í vor hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Hann var hár, en þó ekki nema þriðj- ungur þeirrar hæðar sem fullvaxin vindmylla af þessari gerð mun ná upp í loftið á efri brún þess spaða sem hæst rís hverju sinni. Þetta eru náttúrlega hvílík ferlíki að svona lágvaxinn maður eins og ég á erfitt með að ímynda mér hæðina. Álíka útópísk hugsun og að reyna að eyða í huganum stóra vinningnum í Eurojackpot lottóinu þegar hann telur milljarða. Þegar kemur að staðsetningu slíkra frumskóga vindmylla ber að gæta hagsmuna þeirra sem búa í sjónlínu frá mannvirkjunum og annarra sem hafa bæði beinna og óbeinna hagsmuna að gæta. Slíkir hagsmunir eru stór- ir og geri ég síst lítið úr þeim. Þessi mannvirki munu hafa áhrif á hrein- leikaímynd landsins okkar og af þeim sökum er í skipulagslögum gert ráð fyrir andmælarétti þeirra sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Jafnvel þótt vel megi kalla vindorkurafmagn græna orku munu mannvirkin sem slík hafa áhrif á ímynd landsins jafnt í okkar eigin huga sem gesta okkar. En skipulagslög eru til þess að kalla fram sjónarmið allra og mikilvægt að fólk nýti þann lögvarða rétt sinn. Það þýðir ekkert að röfla eftir á. Almennt er gert ráð fyrir að vindorka verði sú framleiðsluaðferð sem mest mun vaxa hér á landi í samanburði við hefðbundna orku sem beisluð er með virkjun fallvatna. Framleiðslugeta þeirra þriggja vindorkuvera sem hér að framan voru nefnd er um og yfir 400 MW. Það er meira en helm- ingur þeirrar orku sem hin umdeilda Kárahnúkavirkjun framleiðir. Það er því ljóst að Landsvirkjun mun fá samkeppni á næstu árum og raunar löngu tímabært. Meira að segja stjórnendur Landsvirkjunar hafa viðurkennt að vindorkan sé orðin samkeppnishæf í verði, en fram að þessu hafa þeir ekki viðurkennt það. Ástæðan er tækniframfarir í framleiðslu vindmylla og þær því orðnar hagkvæmari í framleiðslu. Þetta vita fjárfestar sem kaupa nú jarðir eins og enginn sé morgundagurinn og undirbúa af kappi umsóknir fyrir uppsetningu vindorkuvera á þeim. Líklega eru nægir kaupendur að allri þessari orku, án útflutnings um sæstreng, því benda má á að t.d. Norð- urál hefur fyrir löngu sótt um aukið rafmagn til að stækka steypuskálann á Grundartanga, en fram að þessu ekki fengið vilyrði fyrir þeirri orku sem stækkunin þarfnast. Auk þess hefur verið bent á að aukin nýting vindorku- vera erlendis gæti farið að hafa áhrif á samkeppnishæfni íslenska raforku- markaðarins. Af öllu þessu er ljóst að miklar breytingar eru í vændum hvort sem við lítum til stóriðju eða raforkuframleiðslu. Magnús Magnússon Alþýðusambandi Íslands sendi í liðinni viku frá sér tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í meira en 30 sveitarfélögum á landinu auk fjölmargra viðburða á höfuðborg- arsvæðinu hjá stóru stéttarfélög- unum. Meðfylgjandi upplýsingar sendi ASÍ og snerta Vesturland: Akranes Safnast verður saman við Kirkju- braut 40, kl. 14:00 og genginn hringur á neðri-Skaga. Hátíðar- dagskrá í sal Verkalýðsfélags Akra- ness á 3. hæð Kirkjubrautar 40 að göngu lokinni. Ræðumaður dags- ins: Vilhjálmur Birgisson for- maður Verkalýðsfélag Akraness. Kvennakórinn Ymur syngur nokk- ur lög og kaffiveitingar í boði. Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00. Borgarnes Hátíðar- og baráttufundur hefst í Hjálmakletti kl. 11.00. Ávarp: Ei- ríkur Þór Theodórsson, formaður ASÍ-UNG. Ræða dagsins: Sigur- steinn Sigurðsson arkitekt. Tón- listaratriði: Soffía Björg Óðins- dóttir. Ronja Ræningjadóttir kíkir í heimsókn, Gleðigjafar kór eldri borgara í Borgarnesi syngur og leiðir hópsöng, Internasjónalinn. Súpa og brauð að fundi loknum. Kvikmyndasýning fyrir börn verð- ur í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa. Stykkishólmur Hótel Stykkishólmi kl.13:30. Kynnir: Berglind Eva Ólafsdóttir, SDS. Ræðumaður: Vignir Smári Maríasson. Tónlistaatriði úr Tón- listarskóla Stykkishólms. Þórunn Lárusdóttir og Karl Olgeirsson. Kaffiveitingar. Grundarfjörður Samkomuhúsinu kl.14:30. Kynnir: Garðar Svansson stjórnarmaður. Ræðumaður: Vignir Smári Marí- asson. Tónlistaatriði frá Tónlistar- skóla Grundarfjarðar. Þórunn Lár- usdóttir og Karl Olgeirsson. Kaffi- veitingar að hætti Gleym-mér-ei. Snæfellsbær Félagsheimilinu Klifi kl.15:30. Ræðumaður: Vignir Smári Marí- asson. Tónlistaskóli Snæfellsbæj- ar. Þórunn Lárusdóttir og Karl Ol- geirsson. Kaffiveitingar að hætti eldri borgara. Sýning eldri borgara. Bíósýning. Búðardalur Stéttarfélag Vesturlands og SDS, Samkoma í Búðardal kl. 14:30. Kynnir Helga Hafsteinsdóttir for- maður SDS. Ræðu dagsins flytur Sigursteinn Sigurðsson arkitekt. Skemmtiatriði frá Tónlistarskóla Auðarskóla og Helga Möller syng- ur. Kaffiveitingar að lokinni dag- skrá. Drekkhlaðið borð af hnall- þórum og fleira góðgæti að hætti Katrínar. mm Fyrir síðustu helgi var umferð hleypt á þrjár aðkomuleiðir af fjór- um á endurgerðu Kalmanstorgi á Akranesi, en það er hringtorg- ið á mótum Esjubrautar, Kalmans- brautar og Akranesvegar. Þó er eft- ir að ljúka við frágang á mönum og gönguleiðum að torginu. Torg þetta var í daglegu tali kallað spælegg- ið, en hefur nú breytt um útlit svo spurning er hvort það standi undir því nafni. Stuðlabergssúla skreytir mitt torgið. Við nýtt hringtorg eru gönguþveranir við allar aðkomu- leiðir og munu þær auka umferð- aröryggi til muna. Meðal annars verður nú í fyrsta skipti til göngu- tenging við tjaldsvæðið í Kalmans- vík. Eftir er að opna fyrir aðkomu að Kalmanstorgi frá Esjubraut en fyrirhugað er að gera nýjan göngu- stíg norðan við Esjubraut og lag- færa á yfirborð götunnar til austurs að Esjutorgi, á mótum Esjubrautar, Innnesvegar og Þjóðbrautar. Sam- hliða gatnaframkvæmdunum munu Veitur endurnýja hitaveitu, vatns- veitu, fráveitu og rafveitu á svæðinu líkt og gert var undir nýja hring- torginu. mm Dagana 6. og 7. maí verður blóð- söfnun í Grundarfirði, Stykkis- hólmi og Ólafsvík. Eins og kunn- ugt er er Blóðbankabíllinn útibú frá Blóðbankanum. Í Grundar- firði verður bíllinn við Kjörbúðina mánudaginn 6. maí kl. 12:00-17:00. Bíllinn verður við Íþróttamiðstöð- ina í Stykkishólmi miðvikudaginn 7. maí klukkan 8:30-12:00 og við Söluskálann ÓK í Ólafsvík sama dag frá klukkan 14:30-18:00. „Í bílnum er góð aðstaða til blóð- söfnunar og er bíllinn okkur afar mikilvægur til að nálgast nýja blóð- gjafa og auðvelda virkum blóðgjöf- um að gefa blóð. Blóðgjöf er raun- veruleg lífgjöf og getur ein blóðgjöf bjargað allt að þremur mannslíf- um. Því skiptir hver og einn blóð- gjafi ótrúlega miklu máli. Til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem við höfum nú þegar,“ segir Þor- björg Edda Björnsdóttir hjúkrunar- fræðingur, en hún starfar sem for- stöðumaður öflunar blóðgjafa og kynningarmála hjá Blóðbanka Ís- lands. Þorbjörg segir að þeir megi gefa blóð sem orðnir eru 18 ára og jafn- framt heilsuhraustir. Allar nánari upplýsingar um ferð Blóðbankans á Snæfellsnes má finna inni á blod- bankinn.is og á Facebook. mm Fjölbreytt dagskrá í boði á 1. maí Vorferð Blóðbankabílsins framundan á Snæfellsnes Umferð hleypt á nýtt hringtorg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.