Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 11 Vorhreinsun á Akranesi Plokkum og flokkum Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins þann 8. maí næstkomandi. Hægt er að tína upp rusl eða „plokka“ á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Þannig má sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund og ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri. Aðildarfélög Íþróttabandalags Akraness ætla að tína upp rusl á völdum svæðum milli kl. 17:00 - 18:30 og vilja með því sýna umhverfisábyrgð og hvetja aðra til þess að taka þátt í nýjum heilsusamlegum og umhverfisvænum sið. Að vinnu lokinni verður boðið upp á kakó og kleinur við Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina á Jaðars- bökkum. Einnig verður frítt í sund fyrir alla sem taka þátt. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum og geta íbúar og hópar skilað þar endurgjaldslaust því sem saman safnast. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Vorhreinsun Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 8. – 13. maí Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum á tímabilinu og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Aldraðir og öryrkjar geta óskað eftir að fá aðstoð við að sækja staka þunga eða stóra hluti. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Félagar í Rótarýklúbbi Akraness fóru venju samkvæmt upp í Berjadal í Akrafjalli á sumardaginn fyrsta og settu göngubrúna á Berjadalsá. Eins og vani er verður brúin látin standa í sumar en verður tekin niður í haust, áður en veður tekur að versna. Brúin er í tveimur hlutum og sett saman á staðnum. Brúarvinnuflokk- ur Rótarýklúbbsins naut aðstoðar nokkurra fjallgöngugarpa við verk- ið. Jens Baldursson segir í íbúahópi Akurnesinga á Facebook að sú að- stoð hafi verið vel þegin, enda vinni margar hendur létt verk. kgk/ Ljósm. Jens Baldursson. Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar hefur óskað eft- ir stuðningsfjölskyldum fyrir börn með sérþarfir. Stuðningsfjölskyld- ur gegna mikilvægu hlutverki bæði fyrir börnin sem nýta sér þjón- ustuna og foreldra þeirra. Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að styðja við foreldra barnsins og veita þeim hvíld auk þess að veita barninu til- breytingu og stuðning. „Stuðn- ingsfjölskyldur eru mikilvægar fyr- ir forelda barna með krefjandi um- önnun. Foreldrarnir fá þá tíma fyrir sig og barnið kynnist nýju umhverfi sem er gott fyrir báða aðila,“ út- skýrir Arnheiður Andrésdóttir, ráð- gjafaþroskaþjálfi Akraness, í samtali við Skessuhorn. Stuðningsfjölskyldur taka venju- lega barn eina eða tvær helgar í mánuði og fá greitt fyrir það eft- ir fyrirfram ákveðinni gjaldskrá. „Þegar barnið er hjá stuðningsfjöl- skyldunni er ætlunin að það sé part- ur af fjölskyldunni. Það er ekki ætl- unin að á heimilinu séu sérstaklega skipulagðar frístundir þennan tíma heldur bara venjulegt fjölskyldu- líf sem barnið fær að vera hluti af,“ segir Arnheiður. Spurð hvern- ig fjölskyldum sé leitað að segir Arnheiður það fara algjörlega eftir barninu sem þarf á stuðningsfjöl- skyldu að halda. „Það geta allir sótt um að verða stuðningsforeldrar og við leitum bæði að fjölskyldum og einstaklingum. Fyrst og fremst þarf þetta að vera fjölskylda eða einstak- lingur sem vill taka að sér barn og gera eitthvað skemmtilegt með því. Það er kostur ef viðkomandi hefur reynslu af börnum, hvort sem er í gegnum starf eða af eigin börnum, en það mega gjarnan vera önn- ur börn á heimilum stuðningsfjöl- skyldna,“ segir Arnheiður. Til þess að gerast stuðningsfjöl- skylda geta áhugasamir foreldrar sótt um það hjá sínu bæjarfélagi og þá fer ákveðið ferli af stað. „Um- sóknir stuðningsfjölskyldna fara í gegnum barnaverndarnefnd. Það þarf að skila inn sakavottorði fyr- ir alla á heimilinu eldri en 15 ára og einnig læknisvottorði sem sýnir fram á að engin fyrirstaða sé fyrir því að viðkomandi fjölskylda gæti hugsað um barn með fötlun. Starfs- maður barnaverndar tekur þvínæst út heimilið og samþykkir eða hafnar umsókninni,“ segir Arnheiður. Að- spurð segir hún oftast skorta stuðn- ingsfjölskyldur og því er mikilvægt að allir sem hafi áhuga sæki um. arg Stuðningsfjölskyldur mikil- vægar fyrir börn með sérþarfir Brúin sett saman á Berjadalsánni. Brúin komin á Berjadalsána Brúarvinnuflokkur Rótarýklúbbs Akraness ásamt fjallgöngugörpum sem að- stoðuðu við verkið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.