Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 15 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Skóla- og frístundasvið Grunnskólar: Starf matráðs í Grundaskóla. Starf iðju- eða þroskaþjálfa í Grundaskóla skólaárið 2019-2020. Störf umsjónarkennara í Grundaskóla. Starf íþróttakennara í Brekkubæjarskóla skólaárið 2019-2020. Starf umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi í Brekkubæjarskóla skólaárið 2019-2020. Leikskólar: Starf matráðs á Leikskólanum Garðaseli. Starf leikskólakennara / þroskaþjálfa á Leikskólanum Garðseli. Starf deildarstjóra á Leikskólanum Akraseli. Starf leikskólakennara á Leikskólanum Vallarseli. Tónlistarskóli: Starf málmblásturskennara. Starf tréblásturskennara. Starf píanókennara. Starf tónfræðakennara. Starf fiðlukennara skólaárið 2019-2020. Skipulags- og umhverfissvið Störf 17 ára unglinga hjá Vinnuskóla Akraness. Starf yfirverkstjóra (yfirumsjón með vinnuskólanum). Starf smiðs. Velferðar- og mannréttindasvið Störf í stuðningsþjónustu. Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum er að finna á www.akranes.is/lausstorf Kraftur er í undirbúningi fyrir sum- arið hjá Sjóminjasafninu á Hellis- sandi. Safnið fékk nýverið tveimur styrkjum úthlutað frá SSV. Annars vegar rekstrarstyrk sem gerir safn- inu kleift að ráða starfmenn í sumar og hins vegar styrk til að setja upp sýninguna Landnámsmenn í vestri. Sú sýning er ein af hugmyndunum til að byggja upp útisvæði safnsins og á að vera í garðinum. Björn G. Björnsson er að hanna sýninguna. Einnig er verið að smíða fætur und- ir 14 skilti sem sett verða upp á úti- svæði garðsins. Á þeim munu koma fram ýmsar upplýsingar. Eitt þessara skilta er komið upp við bátinn Röst en á því eru upplýsingar um bátinn. Það er Óskar Skúlason sem á heið- urinn af smíðavinnunni við skiltið en hann smíðaði einnig stóra skiltið sem afmarkar hliðið að garðinum og safninu. Þess má geta að hann gefur alla smíðavinnu sína. þa Endurbætur við Sjóminjasafnið á Hellissandi Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Af því tilefni stendur stjórn deild- ar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni fyrir því á afmælisárinu að birta greinar eftir hjúkrunarfræð- inga hér í Skessuhorni. Greinarnar eru birtar jafnt og þétt yfir afmælis- árið og í þeim hafa lesendur feng- ið innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskoranir sem hjúkrunarfræðing- ar fást við. Að þessu sinni kynnir sig til leiks Kristín Edda Búadótt- ir hjúkrunarfræðingur á Bráða- og slysadeild Landspítalans í Fossvogi og kennari í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Ég heiti Kristín Edda og er ákaf- lega stolt af því að vera hjúkrunar- fræðingur. Ég er fædd og uppal- in á Akranesi, gift Ellerti Jóni og saman eigum við Önnu Magný 15 ára, Huldu Þórunni 11 ára og Styrmi Jóhann 10 ára. Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur á Bráða- og slysadeild Landspítalans í Foss- vogi ásamt því að kenna íslensku og hjúkrunarfræði við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fór til Danmerkur í nám Á árunum 2007 til 2015 bjuggum við fjölskyldan í Árósum í Dan- mörku þar sem við meðal ann- ars lögðum stund á nám. Ég út- skrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum þar í bæ og starf- aði bæði á bráðabæklunardeild við Aarhus Universitets hospital og við heimahjúkrun langveikra barna hjá einkareknu hjúkrunarfyrirtæki. Það sem heillaði mig við námið á sín- um tíma var hversu fjölbreytt það er ásamt því að atvinnumöguleikar að námi loknu eru yfirleitt mjög góðir víðast hvar. Námið er krefj- andi en skemmtilegt og við skólann í Árósum er mikið lagt upp úr verk- lega hlutanum, sem vegur 40% af náminu. Önnunum var skipt í tvö svoköll- uð modul sem spanna hvert um sig hér um bil 12 vikur. Skólaárið er því nokkuð langt eða frá ágúst fram í janúar og frá janúar út júní í 3,5 ár. Á fyrsta ári fara 11 vikur í starfsnám á annað hvort hand- eða lyflækn- ingadeild. Á öðru ári fara 16 vikur í starfsnám sem dreift er á geðdeild, heimahjúkrun og ungbarnaeftirlit. Á þriðja ári fara 23 vikur í starfs- nám þar sem helmingurinn fer í hand- eða lyflækningadeild (það fer eftir því hvað þú tókst á fyrsta ári) og helmingurinn á bráða- eða líkn- ardeild. Fjórða árið fer í rannsókn- arvinnu og BS-verkefni sem nem- endur þurfa í lokin að verja til að útskrifast. Mest munnleg lokapróf Öll lokapróf sem lögð voru fyr- ir úr bóklega hlutanum í skólan- um voru munnleg að undanskildu einu skriflegu í lyfjaútreikningum. Próf í lok verknáms voru með þeim hætti að fyrri part vaktar var manni fylgt eftir af klínískum leiðbeinanda sem skráði niður allt sem á daginn dreif og lagði mat á hvernig það var framkvæmt. Þetta voru ýmis hjúkr- unarverk eins og samtöl og sam- skipti við sjúklinga og aðstand- endur, sárameðferð, lífsmarkamæl- ing, setja upp æðalegg, hengja upp vökva, setja upp þvaglegg, blanda lyf, undirbúa sjúkling fyrir aðgerð, taka á móti sjúklingi af vöknun, taka á móti sjúkrabíl, stofugangur, taka blóðprufur, gefa blóð og svona mætti lengi telja, og alltaf með hlið- sjón af reglum um sýkingavarnir og mikil áhersla var lögð á almennt hreinlæti, rétta handhreinsun og hrein/steríl vinnubrögð. Ef maður stóðst þennan verklega hluta próf- dagsins fékk maður klukkutíma til að undirbúa sig fyrir munnlegt próf þar sem kennari úr skólanum ásamt klínískum leiðbeinanda spurði út í verkefni morgunsins þar sem kom- Innsýn í hjúkrunarfræðinám erlendis ið var inn á allt mögulegt úr bók- lega náminu, til að mynda hjúkrun- arkenningar, lyfjafræði, líffæra-og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði o.s.frv. Mæli með að fara erlendis í nám Ég mæli eindregið með náminu og þreytist ekki á því að hvetja fólk til að sækja nám eða starfsreynslu, þótt ekki væri nema að hluta til í eina eða tvær annir, erlendis. Mað- ur kemur svo sannarlega reynslunni ríkari heim. Flestir útlendingar sem vilja stunda nám í hjúkrunarfræði í Danmörku sækja um í svokölluðum kvóta 2 en þá eru ýmis önnur atriði tekin til greina heldur en einungis stúdentsprófið. Þar á meðal vegur lífsreynsla eins og hjálparstarf er- lendis þungt, en einnig reynsla af störfum innan heilbrigðisgeirans. Hjúkrunarstarfið er fjölbreytt eins og áhugasamir lesendur Skessuhorns hafa fengið að kynn- ast undanfarið og fá áfram að kynn- ast á næstu vikum og ég vil líka nefna að framhaldsnám innan fags- ins býður upp á ýmsa spennandi möguleika í sérhæfingu og frek- ari rannsóknarvinnu hafi maður áhuga á því. Bæði hér heima sem og erlendis. Til dæmis hér: https:// www.finduddannelse.dk/artikler/ guides/videreuddannelse-sygeplej- erske-11452. Kristín Edda Búadóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.