Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 201922 Soffía Meldal Kristjánsdóttir er ung og efnileg söngkona í Búð- ardal. Foreldrar hennar eru Björt Þorleifsdóttur og Kristjáns Mel- dal. Soffía er nemandi í 10. bekk í Auðarskóla en samhliða grunn- skólanáminu hefur hún verið fjar- nemi í Menntaskóla Borgarfjarð- ar í vetur. Soffía hefur alltaf ver- ið góður námsmaður og þegar hún átti að fara í 7. bekk var hún færð upp um bekk. „Ég var þá á undan í öllu svo ég var færð upp og tók því aldrei 7. bekkinn. Í fyrra ákvað ég svo að klára ekki 10. bekk strax því ég vildi ljúka námi með jafn- öldrum mínum,“ segir Soffía í sam- tali við blaðamann. Hún útskrifað- ist þó úr stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku síðasta vor og fór strax í fjarnám í þeim áföngum síðast- liðið haust. „Ég ákvað að taka bara tvo áfanga núna eftir áramót. Þetta var dálítið álag fyrir áramót í fjórum áföngum í fjarnámi en núna er þetta ekki svo mikið. Það er bara eins og ég sé í grunnskóla. Ég læri í skól- anum og tek þátt í öllu þar. Þegar bekkjarfélagar mínir eru í tíma er ég líka í tíma en bara að læra annað og tek því tölvuna mína með mér,“ seg- ir Soffía og bætir því við að henni þykir álagið ekki svo mikið þó hún sé í grunnskóla og framhaldsskóla á sama tíma. „Ég bara læri þegar ég þarf eins og ég hef alltaf gert.“ Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í Bíóhöllinni á Akranesi 13. apríl og tók Soffía þátt fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar. „Ég sá að þau voru að auglýsa eftir einhverjum til að taka þátt. Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að taka þátt þar sem ég er aldrei í skólanum þó ég sé nemandi þar. En ég ákvað að prófa og komst áfram,“ segir Soffía. „Ég söng lagið Creep með Ra- diohead, en í annarri útgáfu. Mér gekk bara ágætlega og þetta var mjög skemmtilegt, smá stressandi því þetta var alveg nýtt, en samt skemmtilegt,“ bætir hún við. Að- spurð segist hún alltaf hafa verið að syngja og hún æfir söng og spilar á píanó. „Ég stefni á að halda áfram að syngja í framtíðinni en hef ekki gert nein plön um framtíðina, hvort ég geri eitthvað með sönginn eða ekki,“ segir Soffía að endingu. arg Soffía Meldal Kristjánsdóttir hefur verið í fjarnámi frá Menntaskóla Borgarfjarðar samhliða námi í 10. bekk í Auðarskóla. Soffía söng fyrir hönd MB í Söngkeppni framhaldsskólanna Skeifudagurinn, uppskeruhátíð hestakennsku á Hvanneyri, var haldinn venju samkvæmt á sumar- daginn fyrsta. Dagskráin hófst eftir hádegi á Mið-Fossum með fánareið og setti Álfheiður Marinósdóttir kennslustjóri dagskrána. Borgfirzk börn undir stjórn Þórdísar Fjelds- ted sýndu atriði og á eftir fylgdi kynning á frumtamningartryppum nemenda. Sýningaratriði frá Tölt- grúbbu Vesturlands undir stjórn Ragnheiðar Samúelsdóttur kom svo í salinn og sýndi munsturreið. Í lokin kepptu svo nemendur til úr- slita í Gunnarsbikarnum. Að venju var svo kaffi og verðlaunaafhend- ing á Hvanneyri eftir sýninguna og dregið í vinsælu folatollshappdrætti nemendafélagsins. Helstu úrslit urðu þessi: Nemendur í Skeifukeppninni að þessu sinni voru: Bjarki Már Har- aldsson frá Sauðárkróki, Elín Sara Færseth frá Grindavík, Eydís Anna Kristófersdóttir frá Finnmörk, Guðjón Örn Sigurðsson frá Skolla- gróf, Jóna Þórey Árnadóttir frá Vík og Þuríður Inga G. Gísladóttir frá Skammdal 2. Kennari er Gunn- ar Reynisson. Morgunblaðsskeifan var veitt í 63. skipti en hún er veitt fyrir bestan samanlagðan árang- ur í frumtamningarprófi og reið- mennskuhluta. Hana hlaut Guðjón Örn Sigurðsson. Í öðru sæti varð Eydís Anna Kristófersdóttir og í þriðja sæti Þuríður Inga G Gísla- dóttir. Í keppni um Gunnarsbikarinn er keppt í fjórgangi. Gunnarsbikar- inn, í minningu Gunnars Bjarna- sonar, hlaut Guðjón Örn Sigurðs- son, í öðru sæti varð Þuríður Inga G. Gísladóttir og í þriðja sæti Eydís Anna Kristófersdóttir. Ásetuverðlaun Félags tamning- armanna hlaut Guðjón Örn Sig- urðsson. Framfaraverðlaun Reynis hafa verið veitt síðan 2013 þeim nem- anda sem hefur sýnt hvað m est- an áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku- áföngum. Þessi bikar er afhentur til minningar um Reyni Aðalsteinsson og hans góða starf við skólann og víðar. Þau hlaut Bjarki Már Har- aldsson. Eiðfaxaverðlaunin eru veitt fyrir bestan árangur í bóklegum áföng- um í hestafræðum. Þar urðu jafnar Þuríður Inga G. Gísladóttir og Elía Bergrós Sigurðardóttir. mm/ Ljósm. LhhÍ. Glæsileg sýningaratriði á Skeifudeginum Gunnarsbikarinn afhentur. Hann er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Borgfirzk börn undir stjórn Þórdísar Fjeldsted sýndu atriði. Glæislegt sýningaratriði frá Töltgrúbbu Vesturlands var á Mið-Fossum undir stjórn Ragnheiðar Samúelsdóttur. Frá tryppasýningu nemenda LbhÍ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.