Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 25 Í fyrra fóru Íslendingar í um 668 þúsund ferðir til útlanda og námu útgjöld þeirra 199 milljörðum króna við þessi ferðalög. Þetta jafn- gildir því að hver Íslendingur hafi að jafnaði farið í tvær utanlands- ferðir á árinu. Meðalútgjöld í ferð námu um 297 þúsund krónum og lækkaði lítillega frá fyrra ári. Með- alútgjöld Íslendinga á ferðalagi er- lendis eru ríflega tvöfalt hærri en meðalútgjöld erlendra ferðamanna í fyrra hér á landi, en þau námu um 144 þúsund krónum. Þetta er með- al þess sem kemur fram í Hitamæl- inum, riti Samtaka ferðaþjónust- unnar þar sem fram fer efnahags- leg greining á stöðu ferðaþjónust- unnar. „Hærri útgjöld Íslendinga eiga sér sennilega margar skýringar, en meðaldvalarlengd skiptir þar mestu. Íslendingar dvelja að meðaltali um 19 nætur í utanlandsferð en meðal- dvalarlengd erlendra ferðamanna hér á landi voru 6,3 dagar á síðasta ári,“ segir í Hitamælinum. mm Guðlaugur Gunnarsson á Hilmi SH-197 var kátur þegar hann kom í land síðasta miðvikudag með 3,2 tonn af boltafiski. Hafði hann far- ið á sjó klukkan átta um morguninn og var kominn í land tíu tímum síð- ar, en þar af fóru rúmlega þrír tímar í siglingu. Mjög góð handfæraveiði hefur verið á Breiðafirði frá páskum og talsvert um að bátar hafi tvíland- að sama daginn. Strandveiðar hefjast fimmtudag- inn 2. maí og er mörgum sjömönn- um farið að klæja í fingurnar að hefja þær. Búið er að festa í lög að strandveiðar mega vera tólf dagar í mánuðunum maí til og með ágúst, alls 48 dagar. þa Það er árleg hefð hjá Lionsklúbbn- um Rán í Snæfellsbæ að heimsækja Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar á sumardaginn fyrsta. Mæta Ránar- konur þann dag og spila bingó með heimilisfólki á Jaðri ásamt því að bjóða upp á veglegar veitingar með kaffinu að bingói loknu. Það er svo spurning hverjir skemmta sér best á bingóinu; Ránarkonur eða heimilis- fólk, enda kátínan og gleðin í fyrir- rúmi. Þennan sama dag færði svo Lion- sklúbburinn Rán og Lionsklúbbur Ólafsvikur Jaðri handlyftu að gjöf. Er hún af gerðinni Sara 3000. Lyf- tan mun koma að góðum notum við umönnun við heimilisfólk. þa Félagar úr Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi færðu nýverið Björgun- arsveitinni Brák 300 þúsund krónur að gjöf í tilefni 70 ára afmælis björg- unarstarfs í Borgarnesi. Einar Örn Einarsson, formaður Brákar, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði góðan stuðning. Enn fremur var Öldunni í Brákarey, sem er vinnustofa fólks með skerta starfsgetu, færð tifsög og ryksuga að gjöf. Það eru tæki sem nýtast vel starfsemi Öldunnar. Auk þess var Brákarhlíð í Borgar- nesi færðar 300 þúsund krónur til uppbyggingar á gróðurhúsi, eins og áður hefur komið fram í blaðinu. mm/meg Laugardaginn 4. maí klukkan 11 hefst Sindratorfæran á Hellu. Mik- il spenna er í fólki þar sem þetta er fyrsta umferð Íslandsmótsins og upphaf keppnistímabilsins. 19 keppendur er skráðir til leiks og ef keppendalistinn er skoðaður má þar sjá mörg ný nöfn. Þrír nýir ökumenn í götubílaflokki og fimm í sérútbúnum, þar af tveir bresk- ir keppendur sem koma á vegum Topgear og ætla að sýna Íslending- unum hvernig á að gera þetta. Bíl- arnir eru búnir að taka breyting- um í vetur; búið að skipta um vél- ar í einhverjum og sennilega búið að skrúfa hverja skrúfu tíu sinn- um og bæta nokkrum við í hverj- um einasta. Einhverjir verða á ný- smíðuðum bílum sem aldrei hafa sést áður og aðrir búnir að breyta það miklu að þeir eru óþekkjanleg- ir. Þeir keppendur sem hafa ver- ið að slást um titilinn undanfarin ár eru að sjálfsögðu á keppenda- listanum. Íslandsmeistarinn Þór Þormar Pálson á Thor, Ingólfur Guðvarðarson á Guttanum, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar Einarsson og fleiri til í sérútbúna flokknum. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum situr hins vegar einn gamalreyndur í Götubílaflokknum með þrjá nýliða með sér. Akstursíþróttasvæði Flugbjörg- unarsveitarinnar á Hellu er rétt austan við þorpið á Hellu og hef- ur sjaldan litið betur út. Búið að leggja mikinn metnað í svæðið og brautirnar. Áin og mýrin verða að sjálfsögðu á sínum stað, auk brauta í börðum og sandbrekkum og mjög hraðri tímabraut þar sem oft verða mikil tilþrif. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur haldið keppnina nær óslitið síðan 1974 og því engir nýgræðing- ar í hvernig á að framkvæma gott mót. Torfæran er áhorfendavæn, fjölskylduvæn og bráðskemmtileg með mikið fyrir augað og helling fyrir eyrað. Sjáumst á Sindrator- færunni 4. maí! -fréttatilkynning Starfsfólk Öldunnar tekur við tækjunum frá Lionskonunum. Lionsklúbburinn Agla gefur góðar gjafir María Guðmundsdóttir, Elfa Hauksdóttir, María Erla Geirsdóttir og Einar Örn Einarsson formaður Brákar. Lionsklúbbarnir gáfu handlyftu á Jaðar Sindratorfæran á Hellu um næstu helgi Kátur með veiðina Hver Íslendingur að meðaltali tvisvar á ári til útlanda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.