Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 01.05.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 20192 Skessuhorn minnir á að í dag, 1. maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Af því tilefni eru hátíð- arhöld um allan landshlutann og hvetjum við alla til að taka þátt. Á morgun er spáð 8-13 m/s og skýjað en úrkomulítið verður á Norður- og Austurlandi. Hægari breytileg átt suðvestanlands og dálítil rigning. Hiti 0-7 stig, svalast í innsveitum á Norðausturlandi. Vægt frost um kvöldið norðan- og austanlands. Á föstudag og laugar- dag er spáð breytilegri átt 3-10 m/s og yfirleitt þurrt á landinu og bjart á köflum. Hiti 3-9 stig að deginum. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir austan- og suðaustanátt 5-13 m/s sunnanlands og dálítil væta af og til. Hægari breytileg átt og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 2-10 stig og hlýjast á Vesturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Vilt þú að Íslend- ingar samþykki orkupakka þrjú?“ Óhætt er að segja að niðurstað- an sé afgerandi. Mikill meirihluti, eða 83% svarenda, svöruðu spurn- ingunni neitandi. 12% sögðu að við ættum að samþykkja orku- pakka þrjú en 5% svarenda höfðu ekki skoðun á málinu. Í næstu viku er spurt: Hvernig ætlar þú að verja sumarfríinu? Jóhanna Bergmann Þorvaldsdótt- ir geitabóndi á Háafelli í Hvítár- síðu og fjölskylda hennar hefur unnið mikilvægt brautryðjenda- starf á síðustu þrjátíu árum. Lagt lóð á vogarskálina til að bjarga ís- lenska geitastofninum frá útrým- ingu. Nánar er hægt að lesa um geitaræktun Jóhönnu í viðtali hér í Skessuhorni. Jóhanna er Vestlend- ingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Allt í sóma við skólana AKRANES: Föstudaginn 26. apríl síðastliðinn var lög- regla við skólaeftirlit á Akra- nesi. Hafði lögregla uppi eft- irlit við Grundaskóla, Brekku- bæjarskóla og Akrasel kl. kort- er í átta að morgni. Þá er at- hugað hvort börn og foreldrar séu í bílbeltum og fylgst með ökuhraða við skólana. Ekkert var bókað við eftirlitið, sem þýðir að engin mál komu upp og allt reyndist í stakasta lagi. Er lögregla að vonum ánægð með það. -kgk Krefst fimm ára fangelsis AKRANES: Ákæruvald- ið krefst fimm ára fangelsis- dóms í máli liðlega sjötugrar konu sem ákærð er fyrir til- raun til manndráps. Konunni er gefið að sök að hafa stung- ið sambýlismann dó ttur sinn- ar með hnífi á Akranesi 10. nóvember síðastliðinn. Greint er frá þessu á vef RÚV. Að- almeðferð í málinu fór fram á mánudag og var það dóm- tekið í lok dagsins. Verjandi konunnar krefst sýknu, en til vara að hún verði sakfelld fyr- ir líkamsárás en ekki tilraun til manndráps. Við skýrslutöku fyrir dómi kom fram að sak- borning og brotaþola greinir á um aðalatriði málsins. Mað- urinn segir konuna hafa ráð- ist á sig með hnífi inni í svefn- herbergi en konan kveðst ekk- ert kannast við að hafa geng- ið með hníf um íbúðina. Þá kannast hún ekki við að hafa verið ölvuð þegar hún gætti barnabarna sinna þennan dag, en niðurstöður blóðprufu benda til þess að hún hafi ver- ið með 1,95 prómill af vínanda í blóðinu. -kgk Óhætt er að segja að margir hugsi sér gott til glóðarinnar í raforku- framleiðslu með risavöxnum vind- KÓÐI Í NETVERSLUN: SUMAR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OPNUNARTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 1.-5. MAÍ, NÝ OG ENDURBÆTT VERSLUN Á SMÁRATORGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Áætlanir um þrjú vindorkuver í Dölum og Reykhólahreppi Heildarorkuframleiðsla á við samanlagða framleiðslu Blöndu- og Búrfellsvirkjunar myllum. Vissulega getur vindur- inn verið auðlind og orku hans vilja menn nú hver í kapp við ann- an beisla og framleiða dýrmæta raf- orku. Sjónræn mengun fylgir þó slíkum verkefnum og því leitast fjárfestar nú eftir því að taka und- ir vindorkugarða framtíðarinnar strjálbýl svæði á landsbyggðinni. Þrjú stór verkefni til undirbúnings vindorkugörðum eru nú á teikni- borðinu í Dölum og Reykhóla- hreppi. Ef allar þessar þrjár hug- myndir koma til framkvæmda mun heildar raforkuframleiðsla þeirra verða allt að 410 megawött, eða uppundir jafn mikil orka og sam- anlögð raforkuframleiðsla Búr- fellsvirkjunar og Blönduvirkjun- ar. Stærsta virkjunin hér á landi er Kárahnúkavirkjun sem framleiðir 690 MW. Matsáætlun fyrir Garpsdal Fyrst skal nefna að EM-Orka ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætl- un vegna umhverfisáhrifa allt að 130 MW vindorkugarðs í Garpsdal í Reykhólahreppi. Tillagan er nú aðgengileg á vef Skipulagsstofnun- ar með athugasemdafresti til 8. maí næstkomandi. Forathugun gefur til kynna að svæðið í Garpsdal gæti af- kastað allt að 130 MW orkuvinnslu, miðað við að allt að 35 vindmyllur verði reistar og að hæð þeirra verði allt að 150 metrar. „Vindorkugarð- ur í Garpsdal mun vera 16,2 millj- arða króna fjárfesting inn í íslenska orkugeirann,“ segir á heimasíðu EM-Orku. Stærsti vindorkugarður- inn á Sólheimum Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsti í vikunni skipulags- og matslýsingu vegna mögulegrar breytingar á að- alskipulagi sveitarfélagsins sem snýr að fyrirhuguðum vindorkugarði á Sólheimum í Laxárdal. Samkvæmt skýrslu sem verkfræðistofan Efla hefur unnið fyrir landeigendur á Sólheimum 1 og 2 vegna verkefnis- ins er gert verði ráð fyrir að rúmlega 400 af 3000 ha flatarmáli jarðarinn- ar verði skilgreint sem iðnaðarsvæði til vindorku, en einnig til áfram- haldandi landbúnaðar. Áætlað er að reistar verði allt að 30 vindmyllur á Sólheimum sem framleitt gætu allt að 150 MW af raforku. Hæð hverr- ar vindmyllu gæti orðið allt að 110 metrar í miðju hverfils og spaðar munu rísa í allt að 180 metra hæð, eða tæplega þrisvar sinnum meiri hæð en nýlega fallinn strompur Sementsverksmiðjunnar á Akranesi náði. Þá er raforkan sem vindorku- garður á Sólheimum getur framleitt, gangi þessar fyrirætlanir eftir, nítján sinnum meiri en heildarorkufram- leiðsla Andakílsárvirkjunar í Borg- arfirði, sem framleiðir 8 MW. Með skipulags- og matslýsingu nú er íbúum í Dalabyggð og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugas- emdir sem snúa að málefnum aðal- skipulagsins fyrir 7. júní næstko- mandi. Hróðnýjarstaðir einnig í lýsingarferli Fram kemur í gögnum Dalabyggð- ar að lýsingarferli annars verkefnis af svipuðu tagi sé einnig í gangi, en það er að Hróðnýjarstöðum einn- ig í Laxárdal. Fyrirtækið Storm Orka ehf. hefur lagt fram tillögu til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum á 80 til 130 MW vindorkuvers að Hróðnýjarstöðum. Í því tilfelli yrði um að ræða allt að 24 vindmyllur sem náð gætu sömu hæð og þær sem gert er ráð fyrir að reistar verði á Sólheimum. Fram kemur á síðu Skipulagsstofnunar að hægt sé að gera skriflegar athuga- semdir við tillöguna fram til 2. maí næstkomandi, þ.e. á morgun. Til að tryggja aðkomu almennings Gerð skipulagslýsinga eins og hér hafa verið nefndar eru hugsaðar til að „tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði, skila betri og markvissari skipulagsvinnu og gefa sveitarstjórn og öðrum að- ilum sem koma að ferlinu betri yfirsýn allt frá fyrstu skrefum,“ eins og segir í skýrslu Eflu um verkefnið á Sólheimum. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.