Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Page 7

Skessuhorn - 09.01.2019, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 7 Í desember 2017 hlaut Karen Jónsdóttir, Kaja hjá Kaja Org- anic á Akranesi, öndvegisstyrk að upphæð fjórar milljónir króna úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Styrkinn hlaut hún til þróunar á jurtamjólk. Nú, rúmlega ári síðar, er þróunarvinnu lokið og Kaja hef- ur sett í sölu þrjá drykki sem fram- leiddir eru úr haframjólk sem hún flytur inn frá Ítalíu. Það er Tur- merik Latte, Chai Latte og Súkk- ulaði Chai Latte. „Nú þegar fram- leiðsluferlið er klárt stefni ég á að framleiða haframjólkina sjálf en fyrst þarf ég að koma upp búnaði til að ná afköstum,“ útskýrir Kaja þegar blaðamaður kíkti til henn- ar í verslunina Matarbúr Kaju við Stillholt á Akranesi. Lífræn haframjólk Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem jurtamjólk með löngu geymslu- þoli er framleidd á Íslandi en Öl- gerðin framleiðir í dag jurtamjólk sem er með 12 daga geymsluþoli. „Markaðurinn fyrir jurtamjólk hér á landi er um ein milljón lítra á ári og fer ört vaxandi. Fram- leiðsluaðferð þar sem jurtamjólk er með 18 mánaða geymsluþoli er vel þekkt erlendis en vélbúnaður- inn sem notaður er við slíka fram- leiðslu kostar um 200-300 millj- ónir króna og framleiðslugetan er um 800 þúsund einingar á viku. Það er enginn hér að fara í slíka fjárfestingu með svo lítinn markað að baki,“ segir Kaja. Kaja hefur ásamt Matís, Þórarni Agli mjólkurfræðingi og Guðrúnu Jónsdóttur eðlisverkfræðingi, unnið að því að leita ódýrari leiða til að framleiða jurtamjólkina fyr- ir markaðinn hér á landi. „Mjólk hefur hátt sýrustig og geymist því illa. Það sem við þurftum því að gera var að finna út framleiðslu- aðferð til að gerilsneyða mjólkina og tryggja gæði hennar og góðan geymslutíma,“ segir Kaja. Eftir mikla þróunarvinnu og tilraunir fundu þau aðferð sem hentar til framleiðslu á mjólkinni og get- ur hún í dag tryggt geymsluþol í að lágmarki einn mánuð. „Ég veit samt að geymsluþolið er meira en það tekur tíma að fá það staðfest frá Matís til að hafa lengri stimpil á vörunni. Þeir þurfa fyrst að hafa vöruna hjá sér í nokkra mánuði og fylgjast með henni. En ég hef sjálf prófað að geyma mjólkina í þrjá mánuði og það var í góðu lagi með hana,“ segir Kaja. Haframjólk- in hjá Kaju er lífræn og án allra aukaefna. „Það eru engin bindi- efni eða önnur aukaefni í drykkj- unum en þeir eru bæði hollir og mjög bragðgóðir, þó ég segi sjálf frá,“ segir Kaja að endingu. arg Ný íslensk jurtamjólk kemur í sölu Karen Jónsdóttir hefur nú hellt sér út í vöruhönnun og þróar jurtamjólk. Kaja hefur sett í sölu þrjár tegundir af jurtamjólkurdrykkjum. Ljósm. Unnur Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.