Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Side 15

Skessuhorn - 09.01.2019, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 15 Vatnsleki uppgötvaðist í Auðar- skóla í Búðardal skömmu fyrir jól og viðgerðir standa nú yfir á tveim- ur kennslustofum. Það var Hlöð- ver Ingi Gunnarsson skólastjóri sem gekk fram á lekann skömmu fyr- ir jól. „Ég gekk fram á lekann rétt áður en ég fór í jólafrí, sá að dúk- ur á gólfinu var bólginn og þegar ég kom við hann þá var hann sjóðandi heitur,“ segir Hlöðver í samtali við Skessuhorn. „Lagnirnar eru þarna í stokk undir gólfinu. Um er að ræða upprunlegar lagnir frá því skólahús- ið var byggt á áttunda áratugnum. Á rörinu mátti sjá að það var farið að tærast töluvert. Nú vitum við ekki fyrir víst hvað gerðist en getum okk- ur til að myndast hafi rifa sem síðan hafi brostið seinni partinn í desemb- er einhvern tímann,“ bætir hann við. Hlöðver segir þó lán í óláni að lekinn hafi uppgötvast fyrir jól. „Það er í rauninni ágætt að lekinn upp- götvaðist á þessum tímapunkti, fyrst fór að leka á annað borð. Ég mætti ekki til vinnu aftur fyrr en 27. des- ember, sex dögum eftir að ég varð var við lekann. Ef vatnið hefði feng- ið að leka áfram yfir jólin má ætla að skemmdir hefðu orðið töluvert miklar, jafnvel allt á floti í þessum stofum,“ segir hann. Reynt að lágmarka rask En skemmdirnar sem vatnið olli eru engu að síður nokkrar. „Það er verið að laga gólf og veggi í tveimur kennslustofum. Þarna eru spóna- og gipsveggir sem eru tölu- vert skemmdir, eiginlega orðn- ir af hálfgerðri drullu næst gólf- inu vegna raka- og ekki síður hita- skemmda. Stofurnar tvær sem um ræðir eru samtals um 60 fermetr- ar, á að giska. Rífa þurfti um helm- ing af þeim veggfleti inn að steypu og svo er dúkurinn skemmdur á ein- hverju bili,“ segir Hlöðver. Eðlilega hefur því rask orðið á kennslu. „Við vildum alls ekki missa nemendur út úr húsinu og fórum því þá leið að tæma bókasafnið. Unglingunum er kennt þar og þar með losnaði um eina stofu niðri, þar sem við kenn- um 1.-3. bekk saman í einni stórri stofu næstu tvær vikurnar. Allir hafa verið mjög lausnamiðaðir og lagst á eitt við að láta hlutina ganga upp á meðan framkvæmdir standa yfir. Reynt er að haga smíðavinnu og öðru sem mest þannig að smíða- vinna fari fram utan kennslutíma, en auðvitað verður alltaf eitthvað rask og ónæði þegar svona kemur upp. Það verður síðan vonandi um eða upp úr 20. janúar sem stofurn- ar tvær verða orðnar kennsluhæfar aftur,“ segir Hlöðver. Viðburðarík vorönn framundan Að öðrum kosti segir Hlöðver skólastarf í Auðarskóla ganga vel. „Hér eru allir í fullu fjöri og alltaf gaman að byrja skólastarf að nýju eftir áramót, því nýju ári fylgja ný markmið og ný tækifæri,“ segir hann. „Framundan á vor- önn er meðal annars skólaferða- lag unglingadeildarinnar til Dan- merkur. Síðan verður Upplestr- arkeppni grunnskólanna haldin í Auðarskóla, en þar munu nem- endur í samstarfsskólunum svo- kölluðu á Vesturlandi etja kappi og Lyngbrekkuballið margfræga verður haldið í Auðarskóla að þessu sinni. Það er því útlit fyr- ir skemmtilega og viðburðaríka vorönn,“ segir Hlöðver skóla- stjóri að endingu. kgk Tvær stofur í Auðarskóla skemmdar vegna vatnsleka Viðgerð lýkur vonandi um 20. janúar, segir skólastjórinn Auðarskóli í Búðardal. Ljósm. úr safni. sm. Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Vandaðar svuntur í mörgum litum Fáið verðtilboð í vinnufatnað og merkingar. Smáprent

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.