Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Page 1

Skessuhorn - 03.07.2019, Page 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 22. árg. 3. júlí 2019 - kr. 750 í lausasölu Írskt skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík s: 5340534 sendum á landsbyggðina! Á meðfylgjandi mynd er verið að skrifa undir samning um kaup á tæplega þúsund fermetra þjónustuhúsi fyrir Bjarmar ehf. við Smiðjuvelli 7 á Akranesi. Húsið verður byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku og þakeiningar koma frá Límtré-Vírneti. Skrifborðið við undirritun samningsins var húddið á glansandi Bens árgerð 1952 í einkennislitum Bjarmars. Skömmu síðar voru fyrstu skóflustungurnar að húsinu teknar samtímis á sex gröfum fyrirtækisins. Sjá nánar bls. 12. Ljósm. mm. Það getur verið basl að vera bóndi. Það sýndi sig þegar nýgiftur bónd- inn hélt rakleiðis út á tún og í hey- skap að athöfn lokinni. Eftir 40 mínútur var hann búinn að týna hringnum. Líklegast er hann nú falinn í einhverri heyrúllunni. Sæþór Sindri Kristinsson og Guðrún B. Blöndal bændur á Val- þúfu í Dölum gengu í hjónaband 21. júní síðastliðinn við athöfn á heimili prestsins í Búðardal. Það var þó ekki svo að allur dagurinn fengist nýttur í brúðkaup held- ur tók sveitarómantíkin völdin og dagurinn allur nýttur í heyskap með stuttu vinnuhléi til að skjótast í giftingu. „Þennan dag hafði verið búið að spá rigningu og því var ætl- unin að klára heyskapinn fyrir at- höfnina. En rakstrarvélin bilaði og þá var önnur fengin að láni hjá ná- grannabóndanum Sveini Gestssyni á Staðarfelli. Þá vildi ekki betur til en svo að hjólafestingin brotn- aði undan henni og aftur varð allt stopp. Okkur tókst að vekja til lífsins eldgamla rakstrarvél svo hægt væri að halda áfram,“ segir hinn nýkvænti Sæþór í samtali við fréttaritara. Þegar hér var komið við sögu voru Valþúfubændur að verða heldur seinir í eigið brúðkaup og þá reyndi á að eiga góðan ná- granna. „Sveinn bauðst til þess að raka heyinu saman svo við kæm- umst í athöfnina, sem betur fer fylgdist hann með tímanum, því ekki gerðum við það,“ segir Sæ- þór og hlær. En þau hefðu ekki mátt vera mikið lengur að störf- um þegar Sveinn tók að sér verk- in svo brúðkaup gæti orðið. „Eftir athöfnina var haldið beint heim í heyskapinn að nýju. Rúlluvélin fór að vera með vesen og tók upp á því að stíflast. Ég fór út að reita og meðan á því stóð hefur mér tekist að missa giftingahringinn, u.þ.b. 40 mínútum eftir athöfn. Það er eins gott að hafa augun opin þegar moðið verður sópað í vetur,“ seg- ir Sæþór hlæjandi, en viðurkennir að á þessari stundu hafi hann verið orðinn dálítið pirraður. En eftir langan og viðburðarík- an dag gátu nýgift hjónin ekki ann- að en haft húmor fyrir öllu sam- an og héldu skemmtilega hlöðu- veislu heima á Valþúfu kvöldið eftir þar sem hringlaus brúðgumi og brúður, með hring á baugfingri, skemmtu sér fram eftir nóttu í góðra vina hópi. sm Lord of the rings Dalanna Brúðhjónin og börnin á Valþúfu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.