Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Síða 6

Skessuhorn - 03.07.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 20196 Grunsamlegar mannaferðir BORGARNES: Nokkrar til- kynningar hafa borist Lög- reglunni á Vesturlandi um grunsamlegar mannaferðir í Borgarnesi og vill lögreglan þakka vökulum íbúum fyrir að fylgjast vel með og láta vita. Það er mikilvægt að allir fylg- ist vel með húsum nágranna sinna, sérstaklega ef vitað er til þess að íbúar séu ekki heima. Ekki hefur neitt komið út úr tilkynningunum og ekki hefur verið látið vita af neinu inn- broti. –arg Kynning á vindorkugarði DALIR: Vegna vinnu við til- lögu að matsáætlun vindorku- garðs í landi Sólheima í Lax- árdal mun Quadran íslandi halda kynningarfund fyr- ir íbúa í Dölum mánudaginn 8. júlí næstkomandi. Fundur- inn verður í Dalabúð og hefst kl. 20:00. Þar verður sagt frá stöðu undirbúnings og mat á umhverfisáhrifum verkefn- isins og boðið verður upp á kaffiveitingar. -mm Langtímaveikindi kosta 36 milljónir á hálfu ári AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akranesaupstaðar í lok júní voru samþykktar fjárveit- ingar til að mæta langtíma- veikindum starfsfólk bæjar- ins. Samþykkt var að úthluta 18,2 milljónum króna úr veik- indapotti Akraneskaupstað- ar vegna tímabilsins janúar til og með júní 2019. „Um er að ræða helming af heildarfjár- hæð umsókna, en ákvörðun um endalega úthlutun vegna tímabilsins verður tekin í lok árs þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um heildarútgjöld stofnana vegna þessa á árinu,“ segir í bókun á fundi bæjar- ráðs. -mm Fimmtudag- laugardag T I L B O Ð verslunin_bjarg 20% afsláttur af öllum fatnaði og snyrti- vörum fyrir dömur og herra 30% afsláttur af sér- völdum snyrti- vörum og fatnaði Opið fimmtudag til kl. 22:00 Fylgist með okkur á Facebook Kristján Þór júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfi- legan heildarafla í íslenskri fisk- veiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar sem kynnt var fyrr í sumar. í ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar kom fram að staða þorskstofnsins er sterk og því verða aflaheimildir í þorski auknar um 3%, úr 264.437 tonn- um í 272.411 tonn. Aflamark í ýsu munu hins vegar dragast saman um 28%, verður 40.723 tonn, og skýr- ist það annars vegar af því að spá um um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir og jafnframt af breyttri aflareglu þar sem veiðihlutfall er lækkað úr 0,40 í 0,35. Aflamark í ufsa verður aukið um 2% en veiði- heimildir fyrir gullkarfa, grálúðu og síld lækka. mm/ Ljósm. kgk. Reglugerð um kvóta fyrir næsta ár Bæjarráð Akraness samþykkti á síð- asta fundi sínum í liðinni viku bók- un í tengslum við fyrirhugað um- hverfismat á Vesturlandsvegi um Kjalarnes, en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum telur Skipulags- stofnun að breikkun Vesturlands- vegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Slíkt mun fela í sér verulegar tafir á framkvæmd- um, líklega að minnsta kosti um eitt ár. „Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa margoft ályktað um mikil- vægi vegaframkvæmda um Vestur- landsveg og vakið athygli á þeim lífshættulegu aðstæðum sem veg- farendum þar er boðið upp á. Því er mikilvægt að bæði Vegagerðin og Skipulagsstofnun tryggi að tafir verði sem minnstar á framkvæmd- um vegbóta við Vesturlandsveg um Kjalarnes. Bæjarráð Akraness mun eins og áður halda áfram að fylgja þessu mikilvæga máli eftir og ítrek- ar að orð skuli standa,“ segir í bók- un bæjarráðs. mm Vilja að sem minnstar tafir verði á breikkun Vesturlandsvegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hef- ur skipað Eydísi Líndal Finnboga- dóttur í embætti forstjóra Landmæl- inga íslands til næstu fimm ára. Ey- dís hefur starfað hjá LMí frá árinu 1999, síðast sem forstöðumaður yfir fagsviði miðlunar og grunngerð- ar og sem settur forstjóri frá sept- ember 2018 eftir að Magnús Guð- mundsson fór í ársleyfi. Eydís var staðgengill forstjóra frá 2007, þar til hún var settur forstjóri. Valnefnd skipuð af ráðherra mat Eydísi hæfasta meðal umsækjenda til að gegna embætti forstjóra Land- mælinga íslands. Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennslu- réttindi frá Háskóla íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla og M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla íslands. Hún er með landvarðaréttindi auk leiðsögu- mannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi. Eydís hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars innan skátahreyfingarinnar, íA og Karate- sambands íslands. Fyrir þetta hefur hún m.a. hlotið gullmerki íSí. Eydís er gift Þresti Þór Ólafssyni, vélfræð- ingi og eiga þau þrjá syni. mm Eydís Líndal skipuð í embætti forstjóra Landmælinga Íslands

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.