Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Side 12

Skessuhorn - 03.07.2019, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201912 Fyrstu leigjendur Bjargs íbúða- félags fengu afhenta lyklana að íbúðum sínum við Asparskóga 12 og 14 á Akranesi afhenta síðastliðinn fimmtu- dag. Alls eru 22 íbúðir í hús- unum tveimur. Einingarnar í þriðja húsið komu til lands- ins í júní, búið að reisa þær á byggingarstað og verða íbúð- irnar afhentar leigjendum síð- ar í sumar. Einingarnar í fyrri tvö húsin komu til landsins frá Lettlandi 31. mars síðastlið- inn. Bjarg íbúðafélag er á veg- um verkalýðsfélaga en um er að ræða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarmarkmiða og ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhús- næði í langtímaleigu. Við afhentingu íbúðanna var hluti bæjarstjórnar Akraness viðstödd sem og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðs- félags Akraness. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ávarp- aði viðstadda og þakkaði öll- um þeim sem komu að bygg- ingu húsanna fyrir þetta skref til að tryggja öruggt leiguhús- næði á Akranesi á viðráðanleg- um kjörum. Vilhjálmur sagðist þakklátur fyrir þetta skref og sérstaklega þakklátur Akranes- kaupstað fyrir sitt framlag við verkefnið. arg Síðastliðinn föstudag voru fyrstu skóflustungurnar teknar að nýju atvinnuhúsnæði Bjarmars ehf. við Kalmansvelli 7 á Akranesi. Mund- aðar voru sex gröfur verktakafyrir- tækisins sem samtímis byrjuðu að moka fyrir nýju húsi. Áður en til þess kom var skrifað undir samn- ing við Loftorku Borgarnesi um kaup á einingum í húsið. Byggt verður 978 fermetra hús úr for- steyptum einingum, en hönnuð- ir eru Sveinbjörn jónsson verk- fræðingur og Magnús H. Ólafsson arkitekt. í þessari viku verður byrj- að á grunni og jarðvegsskiptum, sökklar og veggeiningar koma frá Loftorku og áætlað að veggir verði reistir í ágúst-september. Gert er ráð fyrir að húsið verði kom- ið undir þak fyrir veturinn. í nýja húsnæði Bjarmars verður hægt að sinna öllu almennu viðhaldi tækja fyrirtækisins, svo sem viðgerð- um, þrifum og geymslu við bestu mögulegu aðstæður. Fyrirtækið Bjarmar er þekkt fyrir gott viðhald og góða umhirðu síns tækjakosts. í dag er fyrirtækið rekið í 150 fer- metra húsnæði og má segja að það sé löngu sprungið. Þar sem nýja húsnæðið mun verða ríflegt að stærð fyrir starfsemina þá verður hluti þess leigður út. Á lista fyrirmyndarfyrirtækja Bjarmar ehf. hefur undanfarin tíu ár fyllt lista Creditinfo yfir skil- greind fyrirmyndarfyrirtæki hér á landi. „Við erum stoltir af að hafa verið á lista Creditinfo og hafa þannig verið á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Credit- info á framúrskarandi fyrirtækj- um,‘‘ segir Ingimar Magnússon framkvæmdstjóri sem dregur ekki dul á að það sé jákvæður gæða- stimpill að hafa slíka viðurkenn- ingu. Eiga 30 ára starfsafmæli Bjarmar er alhliða þjónustufyrir- tæki í jarðvinnu en sinnir auk þess flutningum og kranaþjónustu á Akranesi og í nágrenni. Fyrirtæk- ið er í eigu bræðranna Bjarka og Ingimars Magnússona frá Kjalar- dal í Hvalfjarðarsveit. Nafn fyr- irtækisins er einmitt sótt í nöfn þeirra. Að sögn Ingimars hófu þeir bræður rekstur árið 1989 samhliða annarri vinnu og á því fyrirtækið í raun 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Árið 1996 stofna þeir síðan form- lega fyrirtækið Bjarmar ehf, eftir að hafa báðir misst vinnu sína við annað, hann hafði starfað hjá Hvali hf í Hvalfirði en Bjarki hjá íslensk- um aðalverktökum. Fyrirtækið hafi svo smám saman vaxið og dafnað. Segir Ingimar það meðal annars byggjast á traustum og góðum hópi starfsmanna sem hjá þeim er. Að jafnaði eru 6-8 starfsmenn og ríf- legt af tækjum til fyrir þann mann- skap, að sögn Ingimars. Hann seg- ir hentugt að reka fyrirtæki af þess- ari stærðargráðu á svæðinu sunnan Skarðsheiðar, en mikið af verkefn- um þeirra eru á Grundartanga og í nærsamfélaginu á og við Akranes. „Á landsbyggðinni er ekki hægt að reka fyrirtæki eins og okkar nema samfélagið standi vörð um þau og leiti til þeirra með viðskipti. Við höfum verið lánssamir hvað það snertir,“ segir Ingimar. Hann seg- ir verkefnastöðuna hafa verið góða undanfarin ár en þó sjái fyrir end- ann á mörgum stærri verkefnum sem hafa verið í gangi. Þá glufu hyggjast þeir nýta til að byggja yfir fyrirtækið framtíðarhúsnæði. mm Bjarmar byggir nýtt atvinnuhúsnæði á Akranesi Skrifað var undir samning um kaup á húseiningum við Loftorku á húddinu á Bens árg. 1952. F.v. Bjarki, Ingimar og Þorsteinn Pálsson sölustjóri hjá Loftorku Borgar- nesi. Sex gröfur tóku samtímis fyrstu skóflustungurnar að nýju tæplega þúsund fermetra atvinnuhúsnæði Bjarmars ehf. Gröfumennirnir að afloknu góðu verki. Frá vinstri: Ævar, Guðsteinn, Sveinn, Bjarki, Ingimar og Oddur. Bjarki og Ingimar Magnússynir ásamt Brynju Helgadóttur eiginkonu Ingimars. Horft inn í eldhús í einni íbúðinni. Ljósm. ki. Bjarg íbúðafélag afhenti fyrstu íbúðirnar við Asparskóga Fyrstu íbúarnir við Asparskóga 12 og 14 tóku við lyklum klukkan 10 á fimmtudaginn. Hér eru þeir ásamt bæjarstjórn Akraness, Vilhjálmi Birgissyni formanni VLFA og forsvarsmönnum Bjargs íbúðafélags. Ljósm. arg. Aldís Ýr Rossen var himinlifandi með nýju íbúðina sína, sagði hana bjarta og fallega og að þar myndi henni líða vel. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.