Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Síða 13

Skessuhorn - 03.07.2019, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 13 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 SK ES SU H O R N 2 01 9 Dósamóttaka Fjöliðjunnar Smiðjuvellir 9 opnunartímar alla virka daga 08:00-11:45 13:00-15:30 Kynning á vindorkugarði í landi Sólheima Vegna vinnu við tillögu að matsáætlun vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn kynningarfundur fyrir íbúa í Dalabúð, Búðardal, mánudaginn 8. júlí kl: 20:00. Fjallað verður um stöðu undirbúnings og mat á umhverfisáhrifum verkefnisins. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir. Sögufélag Borgarfjarðar gefur nú út 20. árgang Borgfirðingabókar. Starfsemi Sögufélagsins á sér þó mun lengri sögu. Það var stofnað 7. desember 1963 og er því kom- ið vel á sextugsaldurinn. Fyrstu út- gáfuverk félagsins voru íbúatöl og Borgfirzkar æviskrár. Hlutverkin voru þó fleiri eins og segir í 2. grein samþykkta þess þar er einnig tekið fram að vinna skuli að söfnun og út- gáfu „einstakra þátta úr borgfirzkri menningar- og atvinnusögu, borg- firzkrar ættfræði og örnefna, og annars þess, er varðar sögu Borg- firðinga og Borgarfjarðarhéraðs.“ Það má segja að Borgfirðingabók spanni þessa þætti sem upp eru taldir. Fyrstu bindi hennar voru hel- dur smærri í sniðum en þau síðari. Ritnefnd hefur að leiðarljósi að ef- nið sé fjölbreytt og horft er til mar- gra þátta við efnisval hverrar bókar. Meðal annars er horft til aldurs hö- funda, hvaðan af svæðinu þeir eru, huga þarf að kynjahlutfalli og hvort um er að ræða frásagnir, vísindale- ga umfjöllun, ljóð eða smásögu og í hverri bók er kynning á einum lista- manni. í þessari bók varð málaralis- tin fyrir valinu en áður hefur meðal annars verið kynnt fólk sem fæst við ljósmyndun, vefnað , útskurð og prjón. Við búum svo vel að fólk hefur verið boðið og búið að útve- ga eða semja efni þegar eftir því he- fur verið leitað, einnig er töluvert um að ritnefnd fái ábendingar um efni og viljum við hvetja fólk til að halda því áfram. í þessari bók hafa tæplega 40 höfundar lagt til efni í 30 greinar eða þætti. Aldursmunur á milli yngsta og elsta höfundar er um 85 ár, enda er umfjöllunarefni frá deginum í dag og aftur á 19. öld. í bókinni er fjöldi mynda, en þær segja oft meira en mörg orð. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 894-8108 eða á fés- bókarsíðunni Sögufélag Borgarf- jarðar – Borgfirskar æviskrár. id Borgfirðingabók 2019 komin í hendur áskrifenda Að undanförnu hefur verið unn- ið við lagfæringar á gömlu Hlíð- artúnshúsunum í Borgarnesi og þeim gefin verðug andlitslyfting. Hluti húsanna var í niðurníðslu og var sumum þeirra komið í skjól og í geymslu þar sem hægt var að gera þau upp. Verkefni þetta hef- ur á undanförnum tíu árum fengið styrk frá Húsafriðunarsjóði Minja- stofnunar. Þegar blaðamaður kom við í liðinni viku voru tveir hressir menn við vinnu að gera upp hlöð- una. Þetta voru þeir jóhannes Freyr Stefánsson húsasmiður og Unnsteinn Elíasson hleðslumaður frá Ferjubakka. „Ég er ekki beint fróðasti maðurinn um sögu þess- ara húsa, en við höfum sinnt þess- ari vinnu í gegnum árin,“ segir jó- hannes við blaðamann. Endurbætur gerðar í hollum Sumarið 2012 var lokið við end- urnýjun kartöflukofans og sum- arið 2013 var unnið við jarð- vinnu og hlaðnar undirstöður fyr- ir hlöðuna. „Hlaðan er bara tekin fyrir núna. Húsið sjálft var tekið niður 2013 og sett í geymslu og einungis undirstöður þess lagaðar þá. Það var að hruni komið og al- veg að fara að gefa sig.“ Hlaðan ásamt tveimur öðrum húsum voru tekin niður og sett í geymslu þar til nægir peningur voru til end- urgerðar þeirra. „Það átti að fara í hlöðuna í fyrra en þá brotnaði þekjan á fjárhúsunum svo við tók- um það í gegn fyrst. Núna ætlum við að klára hlöðuna, svo eina sem verður eftir að gera upp, er fjósið hérna við hliðina á,“ útskýrir jó- hannes að endingu. Útihúsin draga að sér ferðamenn útihúsin við Hlíðartún voru reist árið 1919 og voru slík hús einkenn- andi fyrir Borgarnes á fyrstu árum byggðar þar. Voru slík útihús algeng þar sem flestir íbúar sem komu til Borgarness voru úr sveitunum í kring og héldu búskap áfram eftir að hafa flust í þorpið. Nánast allar þessar byggingar eru horfnar í dag, en Hlíðartúnshúsin hafa fengið að standa og er vilji til að forða þeim frá eyðileggingu, en þau draga að sér fjölda ferðamanna á ári hverju enda sjást þau víða í ferðabækling- um þar sem fjallað er um Borgar- nes. Það kemur svo í hlut Borgar- byggðar að merkja húsin betur þeg- ar viðgerð lýkur. glh Hlíðartúnshúsin við Borgarbraut í Borgarnesi. Fjárhúsið var gert upp í fyrra, það er stærsta húsið fyrir miðju. Hlíðartúnshúsin fá andlitslyftingu Jóhannes Freyr Stefánsson og Unnsteinn Elíasson sjá um endurbætur á Hlíðartúnshúsunum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.