Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 03.07.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201914 Á þessu ári eru eitt hundrað ár síð- an fullgilt stúkustarf frímúrara hófst hér á landi. Það gerðist þeg- ar jóhannesarstúkan Edda var vígð 6. janúar 1919. Hún heyrði í fyrstu undir dönsku frímúrararegluna, eða allt þar til formleg frímúrara- regla var stofnuð hér á landi árið 1951. Aldarafmælis íslensks frímúr- arastarfs verður minnst með ýms- um hætti á þessu ári. Meðal annars verða sérstakir afmælisfundir, kvik- mynd var frumsýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu. Á Akranesi mun Sankti jóhannesar- stúkan Akur verða með opið hús að Stillholti 14 laugardaginn 6. júlí milli klukkan 14 og 17. Þangað er fólk velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veiting- ar og fá svör við spurningum sem hugsanlega brenna á einhverjum. Stúkufélagarnir Sæmundur Víg- lundsson og Eyjólfur R Stefánsson ræddu við blaðamann Skessuhorns í tilefni þessa afmælis frímúrara á íslandi og um væntanlegt opið hús á Akranesi um næstu helgi. Mannræktarsamtök í opinberri kynningu á Frímúrara- reglunni á íslandi segir meðal ann- ars orðrétt: „Frímúrarareglan á ís- landi er sjálfstæð samtök karlmanna úr öllum starfsgreinum þjóðfélags- ins og hefur mannrækt að mark- miði. Hún byggir starfsemi sína á kristnum grundvelli og tekur ekki afstöðu í stjórnmála- eða trúardeil- um. Umræður eða áróður um slík mál er bannað á fundum og sam- komum frímúrareglunnar. Frímúr- arareglan á íslandi er óháð öllum valdhöfum öðrum en löglegum yf- irvöldum íslands.“ Þá segir í lög- um reglunnar að skilgreint mark- mið hennar sé að göfga og bæta mannlífið. Reglan vilji efla góðvild og drengskap með öllum mönnum og auka bróðurþel þeirra á meðal. Þá hefur reglan engin markmið um gagnkvæma aðstoð eða stuðning við einkahagsmuni félagsmanna sinna, það hafi hvorki fjárhagsleg- an ávinning né önnur forréttindi í för með sér að vera þar félagi. Þeg- ar félagið leggur til stuðning við þá sem bágstaddir eða þurfandi eru, er það jafnan gert án þess að um það sé getið opinberlega. 180 virkir félagar á Vesturlandi „Sankti jóhannesarstúkan Akur var stofnuð 25. mars 1973. Form- legt stúkustarf hófst þó nokkru áður með stofnun bræðrafélags, eða árið 1963. í upphafi var þetta fræðslustúka en fullgild jóhannes- arstúka varð hún árið 1973,“ segir Sæmundur Víglundsson sem gegnt hefur embætti stólmeistara frá því 2018. Virkir félagar í Akri eru nú um 150 talsins, en frá upphafi hafa gengið í félagið 350 manns. Undir Akur heyrir auk þess fræðslustúkan Borg í Stykkishólmi þar sem virk- ir félagar eru um 30 talsins. Því eru nú um 180 virkir frímúrarar á Vest- urlandi. í upphafi samtals okkar eru þeir félagar Sæmundur og Eyjólf- ur spurðir út í félagsskapinn, en vissulega hvílir ákveðinn leyndar- hjúpur yfir starfi frímúrarareglunn- ar í hugum þeirra sem standa utan félagsskaparins og þekkja lítt til. „í raun er ekki mikil leynd sem hvílir yfir starfi okkar þótt orðsporið sé á þann veg. Frímúrarareglan starfar engu að síður eftir ákveðnu fornu rituali sem verið hefur allt frá upp- hafi. Ef allir vissu hvað gert væri á fundum, þá myndi starf okkar að ákveðnu marki missa marks,“ seg- ir Sæmundur. „Dulúðin er nauð- synleg í ljósi þeirrar upplifunar sem menn fá í gegnum starf sitt í reglunni.“ Eyjólfur bætir því við að þessa dulúð megi að vissu leyti líkja við að fara á knattspyrnuleik. „Ef þú vissir fyrirfram hvernig leikur- inn færi, áður en þú gengur inn á völlinn, þá værir þú síður að gera þér ferð þangað. Dulúðin er hins vegar ekki til að fela eitthvað, eða gera að einhverju dularfullu félagi,“ bætir hann við. Þeir Sæmundur og Eyjólfur viðurkenna að þessi dulúð hafi valdið misskilningi, en benda á að félagatalið sé öllum opið og þá þurfi ekki annað en lesa sig til um starf frímúrarareglunnar á netinu til að sjá að yfir því hvílir engin leynd- arhyggja. Á sjónvarpsstöðvum eins og Netflix megi auk þess finna sér- staka fræðsluþætti um starf frímúr- ara víðsvegar um heiminn. Leyndin sé ekki meiri en svo. „Við höldum hins vegar trúnað gagnvart því sem stendur í siða- bálkum reglunnar. Þannig er það, verður og hefur alltaf verið. Siða- reglurnar hafa það markmið að bæta okkur sem manneskjur, enda er þetta fyrst og fremst félagsskapur sem leggur áherslu á mannrækt og að bæta okkur sem einstaklinga,“ bæta þeir við. Mannrækt Mannrækt er þannig rauður þráð- ur í starfi frímúrara og bróðurþel þungamiðjan í starfinu. „Það er ekki verið að tryggja mönnum fjárhags- legt sjálfstæði eða hygla nokkrum með þátttöku, eins og maður hefur heyrt í umræðunni hjá þeim sem lítt þekkja til. Við erum fyrst og fremst að taka þátt í þessu starfi til að bæta okkur sem manneskjur. Til þess eru notaðar aldagamlar bækur (ri- tual) sem mikil dulúð hvílir yfir og þannig hefur það ætíð verið,“ seg- ir Eyjólfur. Sjálfur segist hann hafa tekið ákvörðun um umsókn í frí- múrararegluna eftir að maður sem hann þekkti vel og treysti, hafði kynnt honum regluna. „Ég hugsaði að fyrst hann hefði fundið sig í fé- lagsskapnum í áratugi og mælt með honum, þá hlyti þetta félag að vera að bjóða upp á eitthvað sem gæti gagnast mér,“ segir Eyjólfur. Sjálf- ur missti hann konu sína á síðasta ári og kveðst aðspurður ekki í vafa um að vera hans í frímúrarareglunni hafi hjálpað sér mikið að vinna sig í gegnum það áfall sem makamiss- ir er. „Það var nærandi fyrir mig að vera í þessum félagsskap þegar svona stóð á,“ segir hann. Frímúrarastarf á Íslandi hundrað ára Opið hús næstkomandi laugardag hjá Jóhannesarstúkunni Akri Eyjólfur R Stefánsson og Sæmundur Víglundsson framan við hús frímúraranna að Stillholti 14 á Akranesi þar sem opið hús verður næstkomandi laugardag. Um 140 manna hópur félaga úr Jóhannesarstúkunni Akri ásamt mökum fór í vorferð til Flateyjar nýverið.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.