Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 15 Eftir afar dræma byrjun í laxveiðinni í Norðurá í Borgarfirði er betri tíð- ar að vænta fyrir veiðimenn. Eftir að rigna tók í héraðinu undir lok júní sáust kröftugar göngur laxa á neðsta svæði árinnar vaða uppeftir. Þrátt fyrir að ekki hafi mikið verið búið að rigna þá var ótrúlegt hvað laxinn var fljótur að sækja upp í súrefnisríkara vatn. Á síðu veiðifélags Norðurár má lesa að Georg Gíslason á Borgum keypti þrjá daga á Flóðatangasvæðinu helg- ina 21.-23. júní. Á föstudeginum fór hann og fjölskyldan á alla veiðistaði og reyndu en urðu ekki vör við fisk. Á laugardeginum tóku þau því róle- ga og voru að vinna í lóðinni heima á Borgum en 11 ára sonurinn vildi fá að veiða svo að pabbi hans fór með honum niður að Norðurá. Þegar þeir komu að ánni var logn og hún tær eins og spegill til móts við gam- la brúarstólpann við Haugahyl. Þá sjá þeir hvar strollan bunkaðist inn. Ekki var hægt að kasta tölu á laxana en taldir vera í hundraða tali. Sonurinn Gísli Georgsson 11 ára setti í Maríulaxinn sinn í þeirri ferð, sem var vænn, silfurgljáandi og ný- runninn lax, en samtals landaði fjöl- skyldan sex löxum þennan dag. Á myndinni má sjá hreykinn veiðimann með fyrsta laxinn sinn en örugglega ekki þann síðasta. mm/ Ljósm. Georg Gíslason Laxinn var fljótur að ganga í Norðurá eftir að tók að rigna Sækja um eftir fertugt Þeir Sæmundur og Eyjólfur segja talsverða nýliðun vera að eiga sér stað í frímúrarareglunni hér á landi og benda á að félagar þar séu ríflega eitt prósent þjóðarinn- ar og mun hærra ef tekið er til- lit til þess að mengið er einungis karlmenn sem komnir eru vel yfir lögræðisaldur. jóhannesarstúkan Akur á Akranesi hefur verið öfl- ugt félag í endurnýjun í nýliðun og starfi. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið, líkt og aðrar stúkur frí- múrarareglunnar, er 24 ára aldur, viðkomandi þarf að vera karlmað- ur og auk þess kristinnar trúar. Þá skal hann hafa gott mannorð. „Við erum vissulega að upplifa að karl- menn eru eldri þegar þeir sækja fyrst um inngöngu í regluna. Tím- arnir eru að breytast og karlmenn taka virkari þátt í uppeldi barna og heimilisstörfum en var og bíða með að sækja um félagsaðild þar til um hægist á heimilinu. Því er al- gengt að þeir sem sækja um inn- göngu séu að minnsta kosti komn- ir um eða yfir fertugt,“ segir Sæ- mundur. „Hér hefur félagsskapur- inn verið góður og mikil endurnýj- un í hópnum,“ bætir hann við. Á Akranesi er fundað frá október og fram í apríl tvisvar í mánuði. Auk þess er ýmiskonar félagsstarf. Farnar eru vor- og haustferðir og nýverið var til dæmis 140 manna hópur frá jóhannesarreglunni Akri í ferð til Flateyjar á Breiða- firði þar sem eiginkonur voru með í för. Ýmsir klúbbar eru auk þess starfandi í tengslum við regluna og nefna þeir Eyjólfur og Sæmundur hjóla-, golf,- og gönguklúbba, en í starfi þessara klúbba taka eigin- konur félaga virkan þátt. Allir jafnir og eins klæddir Þeir sem séð hafa frímúrara mæta til sinna stúkufunda hafa tekið eft- ir hversu fínir þeir eru í tauinu, klæðast kjólfötum. „Fyrir þessu er gömul hefð sem byggir meðal ann- ars á sömu hugsun og er á bak við skólabúninga víða erlendis. Með því að klæðast eins fötum eru all- ir jafnir, enginn greinarmunur er gerður á hvaðan þú kemur, efna- hag, eða hver þú ert. Frímúrara- reglan ákvað að það yrðu kjólföt sem notuð yrðu og við það höld- um við okkur,“ segir Sæmundur. Hann segir að vissulega sé slíkur klæðnaður dýr í upphafi, en endist vel ef menn halda línunum í lagi! Eyjólfur bætir við að hjá sér sé það ákveðin athöfn, nánast kyrrðar- stund, að gera sig kláran fyrir fund í stúkunni. „Það er svona gæða- stund hjá mér að hafa mig til fyr- ir stúkufund. Maður kúplar sig frá erli hversdagsins, kemur sér í gír- inn, eins og sagt er.“ Byggir á aldalangri hefð Aðspurðir um af hverju frímúrara- reglan sé einungis fyrir karlmenn, svara þeir Sæmundur og Eyjólf- ur að starfið myndi missa marks og að með blönduðu félagi væru þeir ekki eins einbeittir með hug- ann við það sem fram fer á fund- um. „Hjá okkur á sér stað mikil íhugun, vinna í okkur sjálfum. Það byggir bæði á hefð og er staðreynd að þú vinnur ekki á sama hætti í þínum málum ef félagar væru af báðum kynjum.“ Þeir benda þó á að til eru blandaðar reglur, eins og Samfrímúrarar, og auk þess sér- stakar kvennareglur. „Kannski á þetta eftir að breytast, en svona er þetta og hefur verið.“ í kynning- arbæklingi sem Frímúrarareglan á íslandi hefur gefið út segir m.a: „Það kann að þykja undarlegt að bein þátttaka í starfsemi Frímúr- arareglunnar á íslandi skuli ein- ungis ætluð karlmönnum. Skýr- inguna er m.a. að finna í alda- langri hefð, skipulagi Reglunnar og í formi framkvæmdar stúkuf- unda. Manngildis- og mannrækt- arkenningar Reglunnar eiga auð- vitað jafnt við um konur og karla. Hér á landi og annars staðar starfa sérstakar kvennastúkur og/eða stúkur, sem ætlaðar eru bæði kon- um og körlum. Konur sem áhuga hafa á þátttöku í stúkustarfi er bent á alþjóðlega frímúrarareglu karla og kvenna LeDroit Humain, Maríuregluna eða Rebekkustúkur Oddfellowreglunnar. Ekki er um að ræða gagnkvæman heimsókn- arrétt milli þeirra og stúkna Frí- múrarareglunnar á íslandi.“ Hvetja gesti til að koma Eins og fyrr segir verður opið hús hjá Frímúrarareglunni á Akranesi næstkomandi laugardag á Stillholti 14. „Við viljum minnast þessara tímamóta í mannræktar- og vel- gjörðarstarfi frímúrarastarfs hér á landi í hundrað á r. Við tilheyrum heilbrigðum og góðum félagsskap sem vill gjarnan opna dyr sínar og leyfa fólki að fræðast um starf okk- ar,“ segir Sæmundur Víglundsson að endingu. mm Frá Flatey þangað sem félagar fóru í vorferð á dögunum. Ljósm. de. Stillholt 14 á Akranesi þar sem stúkan er með starfsemi sína á efri hæðum í bygg- ingunni. Ljósm. de.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.