Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Page 22

Skessuhorn - 03.07.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201922 Það var mikið um að vera í Grund- arfirði laugardaginn 29. júní en þá lá skemmtiferðaskipið Costa Medi- terranea við ankeri. Tæplega þrjú þúsund farþegar voru um borð í skipinu og þó að margir þeirra hafi farið upp í rútu til að fara hring- ferð um Snæfellsnes voru fjölmarg- ir sem völdu að spóka sig um í bæn- um. Nær samfelld röð var af fólki meðfram þjóðveginum að Kirkju- fellsfossi og þurftu bílstjórar að vanda sig sérstaklega þegar ekin var þessi leið. Þá var markaður við höfnina þar sem selt var handverk, harðfiskur og fleira góðgæti. tfk í Grundarfirði hefur sárlega vantað bókabúð síðan Hrannarbúðinni var lokað fyrir nokkrum árum. Nú hef- ur orðið bót á því þar sem að les- hópur nokkur, sem telur 15 kraf- miklar konur í Grundarfirði, hef- ur tekið sig til og opnað bókamark- að á neðri hæðinni við Borgarbraut 2. Bókamarkaðurinn á Snæfells- nesi var opnaður föstudaginn 28. júní og er það Lilja Magnúsdóttir sem átti hugmyndina. Leshópur- inn Köttur úti í mýri sér svo um að manna vaktirnar á markaðnum en hann er opinn föstudaga til sunnu- daga frá klukkan 12:00 – 18:00. Það voru þær Sirrý Arnardóttir og Lína Hrönn Þorkelsdóttir sem stóðu vaktina þegar ljósmyndari Skessu- horns kíkti við síðasta sunnudag en góð mæting hafði verið um helgina. Mest var um að vera á laugardag- inn en þá mætti Ingi Hans jóns- son og sagði frá tilurð bóka sinna um köttinn Tjúlla sem gefnar voru út fyrir nokkrum árum. Þá las hann upp úr bók sinni um Tjúlla. Alma Dís Kjartansdóttir, ungur og upp- rennandi rithöfundur, las upp úr bók sinni Ungfrú blýantur og Lilja Magnúsdóttir las upp úr uppáhalds bók sinni; Kattasamsærinu eftir Guðmund Brynjólfsson. Stefnt er að því að hafa markaðinn opinn út júlí og vonandi lengur ef aðsóknin býður upp á það. Ef ágóði verður af þessu ævintýri rennur hann allur í gott málefni á svæðinu. tfk Tveir Vestlendingar tóku nýverið við Menntaverðlaunum Háskóla ís- lands. Bergdís Fanney Einarsdótt- ir úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Lára Karítas jóhannes- dóttir úr Menntaskóla Borgarfjarð- ar voru meðal tuttugu stúdenta sem tóku við verðlaununum við braut- skráningar úr framhaldsskólum víða um landið. Menntaverðlaunum Háskóla ís- lands var komið á laggirnar í fyrra og eru þau veitt þeim nemendum sem staðið hafa sig framúrskarandi vel í námi sínu til stúdentsprófs auk þess að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður. Hver framhaldsskóli á landinu gat tilnefnt einn nemanda til verð- launanna og bárust 20 tilnefningar frá 18 skólum að þessu sinni. Verð- launin voru vegleg bókargjöf, við- urkenningarskjal frá rektor Há- skóla íslands og styrkur sem nem- ur upphæð skráningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. Einnig gátu verðlaunahafar sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla íslands. glh Fjöldi ferðamanna í Grundarfirði er stærsta skip sumarsins lá við ankeri Þessir krakkar klæddu sig upp fyrir komu skipsins. Ljósm. Lára Magnúsdóttir. Gríðarlega margir lögðu leið sína að Kirkjufellsfossi þennan dag. Skipið gnæfði yfir bæinn en myndin er tekin úr Kirkjufellsfjöru. Skátafélagið Örninn seldi rúgbrauð, harðfisk og fleira góðgæti. Ingi Hans Jónsson, Alma Dís Kjartansdóttir og Lilja Magnúsdóttir á laugardaginn. Ljósm. Björg Ágústsdóttir. Leshópurinn Köttur úti í mýri opnar bókamarkað Sirrý og Lína Hrönn meðlimir í leshópnum við störf sín á markaðnum. Bergdís Fanney Einarsdóttir, útskrifað- ist frá FVA og var lykilleikmaður hjá ÍA á Akranesi áður en hún skrifaði undir hjá Val. Ljósm. úr safni/KFÍA. Tveir Vestlendingar hlutu Mennta- verðlaun Háskóla Íslands Lára Karítas Jóhannesdóttir, dúx frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Ljósm. Úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.