Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 03.07.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 23 Brákarhátíð var haldin hátíðleg í Borgarnesi í síðustu viku og náði hámarki á laugardaginn með fjöl- skyldudagskrá í Brákarey. í vik- unni fram að helgi tóku bæjarbú- ar sig saman og skreyttu hús sín og götur í sínum hverfislitum þar sem allskonar frumlegar skreyt- ingar litu dagsins ljós. Auk þess var hvert hverfi með heimboð í vikunni þar sem boðið var upp á leiki, tón- list eða aðra afþreyingu en fyrst og fremst til að skapa góða samveru- stund. Mikil og þétt dagskrá var svo fyrir gesti á laugardag sem hófst á dögurði í boði kvenfélagsins í húsi Fornbílafélagsins í portinu í Brák- arey. í framhaldi af því gátu gest- ir farið í bátsferðir með Björgunar- sveitinni Brák og öðrum bátaeig- endum frá bryggjunni og í kring- um eyjuna. BíBí og Björgvin, BMX brós og Húlladúlla komu fram ásamt Söngperlum Borgarbyggðar í portinu þar sem mestöll dagskráin fór fram og á milli atriða gátu gestir kíkt í sölutjöld og markað og keypt allskyns varning. Þegar dagskránni lauk héldu gestir í skrúðgöngu frá Brákarey að Dalhalla þar sem Pét- ur og Einar úr hljómsveitinni Buff spiluðu fyrir brekkusöng. Páll Ósk- ar slúttaði svo hátíðinni með stór- dansleik í Hjálmakletti þar sem dansþyrstir dönsuðu langt fram eft- ir nóttu. Skipuleggjendur þökkuðu kærlega fyrir sig að hátíðinni lok- inni og sögðu hana hafa heppnast með eindæmum vel í ár. glh Vel heppnaðri Brákarhátíð lokið Fjölmenni var í portinu í Brákarey á Brákarhátíð síðasta laugardag. Ljósm. glh. Kvenfélagið bauð gestum upp á dögurð á laugardag sem var vel sóttur. Ljósm. Brákarhátíð. Mini Bar Gumma og Gunna var opinn fyrir gesti á Böðvarsgötunni á föstu- deginum en eingöngu fríir drykkir voru í boði. Hér má sjá nágrannana Guðmund Eyþórsson og Gunnar Jóns- son manna vaktina á mini-barnum. Ljósm. Helga Halldórsdóttir. Bláa hverfið bauð upp á froðufótbolta og vatnsblöðrustríð í síðustu viku. Ljósm. Brákarhátíð. Skreytingarnar í hverfunum voru frumlegar. Hér má sjá gamalt hjól fá nýtt hlut- verk í gula hverfinu. Krakkarnir fylgdust áhugasamir með skemmtiatriðunum. Ljósm. glh. BMX brós sýndu listir sínar á hjólunum. Ljós. glh. Bátasiglingar um Brákarey voru á sínum stað. Ljósm. glh. Feðgarnir Óðinn Guðmundsson og Hlynur Daði Óðinsson voru ánægðir með dagskrána á hátíðinni. Ljósm. glh. Hey! Næringarríkara hey í vetur með íblöndunar- efni og rúlluplasti frá Líflandi Advance Grass íblöndunarefni er blanda bakteríustofna og ensíma sem hefur jákvæð áhrif á gerjun, dregur úr hitamynd n, þurrefnistapi og eykur meltanleika gróffóðurs. Gerðu gott fóður betra með Advance Grass! Öll íblöndunarefni með 10% afslætti TOPSIL íblöndunarefnin hafa farið sigurför á dönskum markaði og gefið góða raun við að ná fram bættum verkunargæðum með minni tilkostnaði en áður. TOPSIL max er íblöndunarefni í grasslægju, smáratöðu og ertur til að draga úr verkunartapi. TOPSIL max lækkar sýrustig með skjótum og áhrifaríkum hætti og stöðvar niðurbrot próteina og kolvetna. TOPSIL stabil notist í kornheilsæði, repjuheilsæði, grasslægju og smáratöðu. TOPSIL stabil dregur úr fjölda ger- og myglusveppa sem minnkar líkur á hitamyndun og myglu í stæðu- og rúlluverkuðu fóðri með háu þurrefnishlutfalli. Megastretch rúlluplastið hefur skapað sér góðan orðstír fyrir að vera gott í vinnslu, hafa góða límeiginleika og fyrir að tryggja góða varðveislu fóðurs við íslenskar aðstæður. Megastretch plastið er unnið úr DOWLEX PE plastfilmu sem er þekkt fyrir styrk, ógegndræpni og þanþol. Megastretch plastið er ekki forstrekkt. *Tilboðsverð m.v. greiðslu fyrir 15. júlí. Sé óskað eftir greiðslum í haust leggjast 150 kr við hverja rúllu af plasti. Tilboðið miðast við kaup á 10 plastrúllum eða fleiri. Flutningur innifalinn ef teknar eru 20 plastrúllur eða fleiri. Öll verð eru í krónum án vsk. Megastretch 75 cm x 1500 m, 5 laga, 25 míkron VHPLAST75GR GRÆNT Verð áður 10.150 - nú 9.850 VHPLAST75HV HVÍTT Verð áður 10.250 - nú 9.950 VHPLAST75SV SVART Verð áður 9.850 - nú 9.550 Megastretch Extreme 75 cm x 1800 m, 7 laga, 22 míkron VH5AM75G22PE GRÆNT (20 stk) Verð áður 224.500 - nú 218.000 VH5AM75W22PE HVÍTT (20 stk) UPPSELT VH5AM75Z22PE SVART (20 stk) Verð áður 220.000 - nú 214.000 Rúlluplast 50 cm x 1800 m VHPLAST50GR Megastretch GRÆNT Verð áður 8.550 - nú 7.990 VHUNTERLAND50 Unterland X-Plus HVÍTT 7.450 - takm. magn, rýmingarsala Rúllunet VHTC130CMX3000M Total Cover 1,30m x 3000 m Verð áður 20.800 - nú 18.900 VHTOTALCOVER3600 Total Cover 1,23m x 3600 m Verð áður 23.700 - nú 21.600 VH5VM1282200 17 míkron 1,28 x 2200 m Verð áður 25.600 - nú 24.600 VH5VM1402000 17 míkron 1,4 x 2000 m Verð áður 26.300 - nú 25.300 Stæðuplast 10% afsláttur af öllu stæðuplasti og tengdum vörum. Verðdæmi: Megacombi 2in1 stæðuplast 16 x 50 m Verð áður 64.500 - nú 58.050 TopSeal undirplast 16 x 50 m Verð áður 12.900 - nú 11.610 36.550 - nú 32.895 Meganyl varnarnet 12 x 15 m Verð áður 33.950 - nú 30.555 Sandpokar 20 x 120 cm Verð áður 165 - nú 149

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.