Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Side 27

Skessuhorn - 03.07.2019, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 27 Sumarhúsalóðir til sölu Til sölu eru átta lóðir á skipulögðu sumarhúsasvæði sem nefnist Melabyggð og er í landi Birkihlíðar í Borgarfirði. Hver lóð er einn hektari að flatarmáli. Til greina kemur að selja allar lóðirnar saman og getur kaupandi þá ákveðið hvort hann nýtir þær fyrir átta hús eða sem spildu fyrir eitt eða fleiri. Verð: Tilboð. Landið er á sólríkum stað í norðanverðum Reykholtsdal. Stutt í golfvöll, sundlaug, verslanir og aðra þjónustu í blómlegu héraði. Allar nánari upplýsingar gefur eigandi í síma 894-8998. Á fundi nýrrar stjórnar Mennta- skóla Borgarfjarðar í byrjun júní var Hrefna B jónsdóttir í Hjarð- arholti kjörin formaður. Hún seg- ir það spennandi verkefni að koma að borðinu og eiga þátt í að móta framtíð hinnar 12 ára menntastofn- unar í héraði. „Menntaskóli Borg- arfjarðar var stofnaður 2007 í nýju og einkar glæsilegu húsi. Skólinn hefur frá fyrsta degi reynst öflug viðbót við það mennta- og fræða- starf sem fyrir var í héraðinu. Við búum ótrúlega vel Borgfirðingar og raunar Vestlendingar allir að hafa fjölbreyttar menntastofnir í héraði; tvo háskóla, menntaskóla, öfluga grunnskóla og símenntunarmið- stöð, en ég kom að stofnun henn- ar á sínum tíma sem starfsmaður at- vinnuráðgjafar SSV. Ég hlakka því til að takast á við þau verkefni sem fyrir nýrri stjórn liggja, að marka skólanum sérstöðu og byggja ofan á það starf sem unnið hefur ver- ið á rúmum áratug,“ segir Hrefna. Til að fjölga megi nemendum segir hún undirbúning að byggingu nýrra nemendagarða vera forgangsmál. „Við búum vel að því leyti að hér var byggður glæsilegur skóli í hjarta Borgarness. Húsið þjónar einnig íbúum sem menningarhús og því er mikið líf og starf í því allt árið um kring. En fyrst og fremst var það kærkomin viðbót á sínum tíma fyrir íbúa svæðisins að geta menntað unga fólkið í heimabyggð. Allt fram til ársins 2007 þurftu íbú- ar á menntaskólaaldri í héraðinu að flytja til annarra svæða til að stunda framhaldsnám, eða fara dag- lega með skólarútu frá Borgarnesi til Akraness í þeim tilfellum þegar nemendur sóttu nám í fjölbrauta- skólanum þar.“ Hrefna segir að helstu áskoranir nýrrar stjórnar skólans og starfs- fólks MB sé að aðlaga skólann að breyttum aðstæðum. „Það eru mikil tækifæri fólgin í framþróun náms í Menntaskóla Borgarfjarðar m.t.t. nýsköpunar og nýrra áskorana sem meðal annars felast í fjórðu iðnbylt- ingunni og því sem hún breytir fyrir mannkynið. Það eru mitt metnaðar- mál að náist að byggja Menntaskóla Borgarfjarðar upp í ljósi breyttra áherslna sem þeirri tækniþróun fylgir. Okkar hlutverk er einnig að stuðla að fjölgun nemenda en til að svo megi verða þarf það nám sem boðið er uppá að veita sérstöðu og vera í allan stað framúrskarandi til að nemendur sæki í það. Ungt fólk er hreyfanlegt og hikar ekki við að leita í nám þar sem námsframboð er því að skapi. Það er því talsverð sam- keppni milli skólastofnana um nem- endur og allt snýst um að byggja upp sérstöðu og bjóða nám sem er jafngott eða betra en annarsstaðar. Því er lífsspursmál að vera vakandi fyrir nýjum sóknarfærum og herja á fjárveitingavaldið um stuðning til að hægt sé að byggja upp skóla sem eftirsóknarvert er að stunda nám í,“ segir Hrefna. Nemendagarðar aðkallandi verkefni „Við þurfum að fjölga nemendum, ungu fólki sem kemur þá ekki síður úr nágrannahéruðum þar sem fram- haldsskólar eru ekki til staðar. Ég get nefnt Barðaströnd, Húnavatns- sýslur, Dali auk að sjálfsögðu upp- sveita Borgarfjarðar. Til að ung- menni frá þessum stöðum geti sótt hér nám þurfum við að fara í upp- byggingu nemendagarða, heima- vistarhúsnæðis þar sem nemendur geta búið og fengið þá þjónustu og það aðhald sem nauðsynlegt er ungu fólki í mótun. Ég hlakka til að takast á við þessi verkefni með stjórn MB og er sannfærð um að Menntaskóli Borgarfjarðar á mikla möguleika til að verða framúrskarandi mennta- stofnun í héraði sem íbúar standa vörð um,“ segir Hrefna. Það er sveitarstjórn Borgar- byggðar sem skipar stjórn MB og samanstendur stjórnin af fólki sem unnið hefur víðsvegar í samfé- laginu og hefur ólíkan bakgrunn. Auk Hrefnu skipa stjórnina Helgi Haukur Hauksson, Sigursteinn Sigurðsson, Vilhjálmur Egilsson og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. mm Hrefna Bryndís Jónsdóttir. Hrefna Bryndís formaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar Markmiðið að móta afburðaskóla og undirbúa byggingu nemendagarða

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.