Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Síða 30

Skessuhorn - 03.07.2019, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201930 Þá var komið því, eftir tuttugu ára bollalengingar og vangaveltur hafði Bergsveinn Reynisson keypt sér skútu. Greinahöfundur, Sum- arliði Ásgeirsson, hafði átt mörg samtöl við Begga um þessi plön og nú var Sumarliði munstrað- ur á skútina til að sigla með hana heim ásamt Begga, Ville Korpelai- nen seglameistara frá Finnlandi og Patrycia Lotzman frá Þýskalandi. Skútan hafði verið flutt frá Tenerife til Cork á írlandi þar sem hún beið eftir okkur. Seinnipart dags, þriðjuaginn 11. júní berjum við skútuna Berillo fyrst augum þar sem hún lá í Ro- yal Cork Yacht Club í Crosshaven og leist mér strax vel á skútuna. Þá tóku við minni háttar lagfæringar á ýmsum búnaði eftir siglinguna frá Tenerife og að kvöldi 12. júní var lagt af stað. Fyrsti áfangi var í upphafi að sigla upp til Stornoway á Skotlandi en þar sem við misst- um reipið sem hífir stórseglið upp í mastrið þurftum við að breyta áætl- un og fara inn í höfnina á Rossalare sem er ferjuhöfn á írlandi. Þar var greinahöfundur hífður upp í mastur sem er 20 metrar á hæð til að koma reipinu fyrir aftur en þar sem við vorum vanbúnir í þetta verk urð- um við frá að hverfa. Þá var siglt í aðra höfn og fórum til Munkabæj- ar, (Monkstown), en höfnin þar heitir Dun Laoghaire. Þar var okk- ur bent á að tala við seglasérfræð- inga sem reyndust svo ekki vera í bænum. Þá var okkur vísað á eldri mann á áttræðisaldri sem gat lán- að okkur músina sína, en mús er 5 mm kapall með blýteini á endanum og er sérhannað til að koma kapli í gegnum möstur. Þegar honum var boðin greiðsla fyrir lánið á músinni þá svaraði hann „írsk gestrisni“ og gekk á braut. í þetta sinn var Beggi hífður upp í mastrið og gekk verkið betur núna með réttum áhöldum. Þá gátum við siglt af stað aft- ur og nú var stefnt á Stornoway. Straumar eru víðar en í Breiða- firðinum og í sundinu á milli Skot- lands og írlands eru miklir straum- ar. Á einum staðnum sigldum við í einn og hálfan tíma þvert á stefnu undan straumi og stóð greinahöf- undi ekki á sama um tíma. Til Stor- noway fylgdu okkur höfrungar og hnísur og datt þar í dúnalogn og sól og sigldum við með vélarafli stóran hluta leiðarinnar en tíminn var nýttur til að þurrka svefnpoka, fatnað og dýnur sem hafði orðið mjög rakt inn í skipinu í kuldanum í Cork. Kvikmyndatökumaður bættist við áhöfnina Stornoway er á eyjunni Lewis á Skotlandi. Þetta er einstakt bæj- arstæði með góða höfn þar sem er skjól fyrir flestum vindáttum. Eins og á flestum öðrum höfnum sem við komum á er aðal tekjulind hafn- arinnar þjónusta við skútur. Hafn- arvörðurinn tók á móti okkur með möppu með helstu upplýsingum um Stornoway og eyjuna. Þarna var tíminn nýttur til að dytta að ýmsu áður en lagt yrði af stað. í Stor- noway fjölgaði í áhöfninni því þarna kom um borð justin Batchelor sem er ástralskur kvikmyndatökumaður sem er að vinna að heimildamynd um Guðlaugu Guðmundu Ingi- björgu Bergsveinsdóttur og Berg- svein Reynisson. Þjóðhátíðardag- inn 17. júní er svo haldið af stað út á opið Atlantshafið. Siglingin yfir hafið gekk mjög vel. Við sigldum m.a. fram hjá Súluskeri sem er miðja vegu á milli Skotlands og Færeyja. Þessi eyja er töluvert stærri en Eldeyjan okkar og er alveg þakin af súlu. Gott að koma til Færeyja Kvenréttindadaginn 19. júní kom- um við til Þórshafnar í Færeyjum. Það er gott að koma til frænda okk- ar þar. Þarna býr vinalegt fólk og Skútusigling frá Cork á Írlandi til Íslands Birillo beið okkar í höfninni í Cork á Írlandi. Áhöfnin. F.v. Ville Korpelainen, Bergsveinn Reynisson, Patrycia Lotzman og Sumarliði Ásgeirsson. Spegilsléttur sjórinn þegar áhöfnin kom siglandi til Stornoway. Áhöfnin heimsótti Bjarna Elísson og Birnu Traustadóttur sem búa á eyjunni Nólsoy. Á næsta bæ við heimili Bjarna og Birnu lá þetta lamadýr makindalega og lamb kúrði við háls þess. Hér standa saman Björn Elísson, Birna Traustadóttir og Sumarliði Ásgeirsson undir kjálka úr risahval.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.