Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Qupperneq 34

Skessuhorn - 03.07.2019, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 201934 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Ef þú gætir farið til útlanda á morgun, hvert myndirðu fara? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi og á Akranesi) Daníel Mar Andrason „Til Noregs að heimsækja vini mína. Ég bjó þar í fimm ár.“ Skúli Hrafn Víðisson „Tókýó, það er svo geggjuð borg.“ Gunnar Jónsson „Það er ekki spurning, í sólina til Tenerife.“ Emil Már Hallsson „Flórída, því ég hef farið þang- að áður.“ Hafþór Ingi Gunnarsson „Ég myndi fara til Phi Phi eyja í Taílandi.“ Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness hefur verið valinn í landsliðshóp íslands sem mun keppa á Evrópumeistaramótinu í liða- keppni. Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands íslands, og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri, tilkynntu hópinn í síðustu viku. Alls völdu þeir leikmenn í fjögur lands- lið sem taka þátt fyr- ir íslands hönd á EM. Um er að ræða karla- og kvennalandslið auk pilta- og stúlkna- landsliða. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Öll fjögur mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí. Ásamt Bjarka í liði eru þeir Aron Snær júlíusson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Gísli Svanbergsson, GK, og Rúnar Arnórsson úr GK og halda þeir til Svíþjóðar fyrir íslands hönd á næstu viku. í vikunni sem leið tók Bjarki þátt í Evrópumóti áhugamanna. Um gríð- arlega erfitt mót er að ræða þar sem leikið var á Diamond Country vell- inum í Austurríki. Bestu áhugakylf- ingar veraldar tóku þátt en alls voru 144 keppendur, sem eru í sætum 288 eða ofar á heimslista áhugakylfinga, skráðir til leiks. Bjarki lék samtals á 9 höggum yfir pari vallarins eftir þrjá keppnisdaga og náði hann ekki nið- urskurðinum á því skori. glh íA er dottið úr Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir að hafa tapað gegn Fylki í 8-liða úrslitum á Akranesvelli á föstudagskvöldið. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og var jafnræði með þeim í byrjun, en það átti eftir að breytast. Á 17. mínútu var dæmt víti á Skagastúlkur. ída Marín Her- mannsdóttir fór á punktinn og setti boltann á mitt markið. 1-0 fyrir Fylki og héldu gestirnir eins marks forystunni inn í hálfleik- inn. Fylkisstúlkur komu tvífeldar til leiks í síðari hálfleik, tóku yfir- höndina á Akranesvelli og sund- urspiluðu sig í gegnum vörn íA. Skagastúlkur voru að vísu óheppn- ar að skora sjálfsmark á 48. mínútu og komu þannig Fylki í 0-2. Gest- irnir bættu svo við þriðja markinu fimm mínútum síðar þegar Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði eftir góða stoðsendingu frá Stefaníu Ragn- arsdóttur. Fjórða markið koma á 79. mínútu þegar Sæunn Rós Rík- harðsdóttir fylgdi eftir skoti frá liðsfélaga sínum og lagði boltann í netið. Fylkisstúlkur voru hvergi hættar og bættu við tveimur mörkum til viðbótar áður en tím- inn rann út og lokatölur 0-6 fyrir Fylki gegn kraftlitlu liði íA. Það er því hlutskipti íA að falla úr keppni en Fylkir fer í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar. glh Landsmóti UMFí 50+ lauk í Nes- kaupstað á sunnudag. í lokagrein- inni var keppt í stígvélakasti sem fel- ur í sér að þátttakendur kasta stíg- véli eins langt og þeir geta. Keppn- isgreinar fóru fram á íþróttavell- inum í Neskaupstað í úrvali af ís- lensku veðri, í gegnum súldarúða og smávegis rok brast öðru hverju á með glampandi sól og stillu. Hita- sveiflur voru miklar alla mótsdag- ana. Um 300 þátttakendur voru á mótinu í Neskaupstað og skemmti sér í fjölda íþróttagreina alla helgina. jafnframt var boðið upp á nýjung- ar á borð við Crossnet, sem hefur aldrei áður verið spilað á íslandi. Á meðal annarra greina voru pílukast, hlaup, frjálsar íþróttir, ringó, boccía og bridds, svo eitthvað sé nefnt. Borgfirðingar náðu góðum árangri á mótinu. Meðal annars vann Ásdís Geirdal á Hvanneyri púttkeppnina eftir æsispennandi keppni þar sem úrslit réðust í bráðabana. Á meðal annarra þátttakenda á mótinu var Stefán Þorleifsson, 102 ára Norð- firðingur sem keppti í pútti. Hann hefur því náð tvöföldum lágmarks- aldri keppenda á mótinu og ríflega það. Stefáni var að vonum tekið sem þjóðhetju þegar hann mætti til leiks. Næsta Landsmót UMFí 50+ verður haldið í Borgarnesi í júní á næsta ári. mm Káramenn átti lítið erindi í Leikni F. á laugardag þegar liðið heimsótti þá síðarnefndu fyrir austan. Leiknir F. sigraði bragðdaufa Káramenn 5-1 í níundu umferð í annarri deild karla í knattspyrnu. Það var Daniel Garcia Blanco sem skoraði fyrstu tvö mörk- in fyrir heimamenn. Fyrsta kom á 29. mínútu og seinna markið kom þrem- ur mínútum síðan. fóur Leiknismenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Gestirnir frá Akranesi sýndu að- eins meira líf í síðari hálfleik og sóttu harðar að heimamönnum. Fengu þeir víti á 65. mínútu og var það Andri júlíusson sem minnkaði mun- inn í eitt mark. Þetta virtist ekki vera sú vítamínsprauta sem Káramenn þurftu, þvert á móti, því heimamenn skoruðu næstu þrjú mörk og enduðu á sannfærandi 5-1 sigri. Lítið gengur hjá Kára að næla sér í stig og eru þeir dottnir niður í 11. sæti með einungis átta stig. Næsti leikur Káramanna verður gegn Tindastól í Akraneshöllinni á fimmtudag klukk- an 19:15. glh Tori Jeanne Ornela, markvörður ÍA, náði ekki að halda markinu hreinu. Ljósm. ghb. ÍA stúlkur úr leik í bikarkeppninni Bjarki í landsliðs- hópnum í golfi Tap hjá Kára Vaskur hópur frá UMSB var mættur í Neskaupsstað. Ljósm. áhb. Landsmót fimmtíu ára og jafnvel tvöfalt það Ásdís Geirdal gullverðlaunahafi í pútti. Ljósm. áhb. Þorbergur Þórðarson útfararstjóri er hér að sveifla stígvélinu í lokakeppni mótsins. Ljósm. umfí.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.