Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2019, Page 35

Skessuhorn - 03.07.2019, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 3. júLí 2019 35 Skagastelpur þurftu að sætta sig við tap gegn toppliði Þróttar R. þegar liðin mættust í sjöttu umferð fyrstu deildar kvenna í Laugardalnum á þriðjudaginn í liðinni viku. Munaði einungis einu stigi á liðunum fyrir viðureignina og mátti því búast við hörku leik. Það voru heimastúlkur sem byrj- uðu mun betur og voru staðráðn- ar í að endurtaka ekki leikinn frá síðustu viðureign liðanna þegar íA sló Þrótt út úr 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það var strax á 8. mínútu sem Þróttarar komust yfir. Linda Líf Boama fékk boltann í teig Skagastelpna, náði að snúa sér laglega af varnarmanni íA og skil- aði boltanum hægra megin við Tori jeanne í marki gestanna. Reykvík- ingar héldu áfram að vera grimmar sóknarlega og íA-stelpur þurftu að hafa sig allar við til að stoppa ákefð Þróttar. Heimastúlkur bættu svo við sínu öðru marki á 28. mínútu. Enn og aftur var Linda Líf að skapa vandræði fyrir íA. Hún átti lúmska sendingu inn á Lauren Wade sem kláraði færið snyrtilega. 2-0 fyrir Þrótti R. þegar flautað var til hálf- leiks. Reykvíkingar héldu sama krafti í síðari hálfleik, fengu dauðafæri strax á 47. mínútu og gáfu þannig tón- inn. Gestirnir af Skaganum reyndu í kjölfarið að þjappa varnir sínar til að stoppa áræðni heimastúlkna. Það dugði þó skammt því Linda Líf fékk boltann enn og aftur fyrir utan teig íA, fann Lauren Wade enn og aftur, sem skilaði boltanum í marki. 3-0 fyrir Þrótti R. Öll barátta og sigurvilji var rok- in úr Skagastelpum sem náðu sér aldrei á strik í leiknum. Þróttur R. því með sannfærandi 3-0 sigur og tryggði stöðu sína í efsta sæti í deildinni. íA dettur niður í þriðja sæti eftir tapið á meðan FH-ing- ar færa sig í annað sætið. Munar tveimur stigum á liðunum. glh Víkingur Ó. gerði jafntefli gegn botnliði Magna á Grenivíkurvelli um helgina í níundu umferð fyrstu deild- ar karla í fótbolta. Vindurinn í Greni- vík gerði leikmönnum erfitt fyrir að ná upp almennilegu spili stóran hluta af leiknum en boltinn skiptist nokk- uð jafnt á milli liðanna án þess þá að þau sköpuðu sér einhver almennileg marktækifæri. Markalaust var í hálf- leik. í síðari hálfleik voru gestirnir úr Ólafsvík örlítið sprækari og áttu til að mynda eitt dauðafæri á 69. mín- útu þegar Harley Willard átti frábæra stungusendingu inn á Sallieu Capay Tarawallie sem reyndi að fara framhjá Aroni Elí í markinu hjá Magna, en missti boltann of langt frá sér með þeim afleiðingum að boltinn endaði í hliðarnetinu. Ólsarar gerðu aðra atlögu að marki heimamanna undir lokin á 90. mínútu þegar Sorie Barrie átti fast skot á markið en markvörð- ur Magna náði að verja það meistara- lega. Var þetta síðasta tækifærið áður en leik lauk og því skildu liðin jöfn. Magni er áfram í neðsta sætinu í deildinni með sex stig eftir átta um- ferðir. Ólsarar duttu niður um eitt sæti og eru í sjöunda sæti með 14 stig, jafn mörg stig og Keflavík sem eru einu plássi fyrir ofan á listanum. Næsti leikur hjá Víkingi Ó. verður á föstudaginn í Ólafsvík gegn Aftureld- ingu og hefst klukkan 20:00. glh íA gerði markalaust jafntefli við Víking R. í heldur bragðdaufum leik í 11. umferð Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli í Reykjavík. Skagamenn byrjuðu leikinn mun beittari en náðu þó aldrei að skapa sér alvöru færi á upphafsmínútun- um. Eftir kröftuga byrjun gestanna fóru heimamenn hægt og bítandi að taka völdin á vellinum. Það var svo á 40. mínútu að dæmt var víti á Skagamenn. Árni Snær Ólafsson, markvörður íA, missti af boltanum á klaufalegan hátt í eigin teig og felldi leikmann Víkings niður sem gerði atlögu að boltanum. Nikolaj Hansen fór á punktinn fyrir Vík- ing, en misnotaði vítið þar sem Árni Snær náði að verja með fótun- um. jafnt var með liðum í hálfleik. Seinni hálfleikur var heldur tíð- indalítill. Heimamenn voru mun meira með boltann en þétt vörn og skipulag Skagamanna kom í veg fyrir einhverja markhættu. Af sama skapi voru Skagamenn lítið að skapa sér sóknarfæri og skildu liðin jöfn eftir steindauðan seinni hálf- leik. Þrátt fyrir markalaust jafntefli þá fær íA loksins stig eftir þrjá tapleiki í röð og heldur þannig fjórða sæt- inu í deildinni með 17 stig. Einu stigi fyrir ofan, í þriðja sæti, er Stjarnan og tveimur sæti fyrir neð- an íA er Fylkir með 15 stig. Efstir í deildinni eru KR-ingar úr Vestur- bænum með 26 stig. Næsti leikur Skagamanna verður heimaleikur gegn Fylki á laugardaginn og hefst hann klukkan 14:00. glh Ekki náðu Skallagrímsmenn að knýja fram sigur er þeir fengu Kór- drengi í heimsókn í Borgarnes síð- astliðið fimmtudagskvöld. Kór- drengir voru áberandi meira með boltann í leiknum og sóttu stöðugt að heimamönnum alveg frá fyrstu mínútu. Yohance Marshall skoraði fyrsta mark gestanna á fjórðu mín- útu. Stuttu seinna urðu Skallarnir fyrir því óláni að skora sjálfsmark og voru Kórdrengir því komnir í 2-0 þegar 19 mínútur voru liðn- ar. Guðmundur Atli Steinþórsson bætti svo við þriðja markinu á 33. mínútu. Borgnesingar átti lítið sem engin svör á stórum kafla hálfleiks- ins en Elís Dofri G. Gylfason náði þó að sprauta smá lífi í sína menn rétt undir lok fyrri hálfleiks þeg- ar hann skoraði eftir gott hraða- upphlaup Borgnesinga. 1-3 var því staðan í hálfleik. Nákvæmlega það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og þeim fyrri. Kórdrengir bættu við marki strax á 46. mínútu og svo fimmta markinu á 67. mínútu. Skallagríms- menn voru skrefinu á eftir nánast allan leikinn og áttu lítinn séns í spræka Kórdrengi. lokatölur 1-5 fyrir gestina. Þetta er fjórða tap Borgnesinga í röð sem eru nú í 11. sætinu í 3. deild karla. Kórdrengir færa sig upp fyrir KF í annað sætið með 208 stig, einu meira en KF sem á þó leik til góða. Næsti leikur Skallagríms verður gegn Vængjum júpíters föstudag- inn 5. júlí á Fjölnisvelli klukkan 20. glh Snæfell hafði betur gegn Hvíta riddaranum þegar liðin mættust í toppbaráttuleik í sjöundu um- ferð B-riðils í fjórðu deild karla í Stykkishólmi síðastliðinn miðviku- dag. Um var að ræða fjörugan leik en fyrir viðureignina voru bæði lið taplaus og með jafn mörg stig. Engin mörk komu í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágætis færi. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem að fyrsta markið leit dagsins ljós. Á 51. mín- útu fékk Hvíti riddarinn dæmt víti á sig. Milos janicijevic fór á punkt- inn fyrir Hólmara og kom sínum mönnum yfir. Heimamenn voru varla búnir að fagna markinu þegar Eiríkur Þór Bjarkason jafnaði met- in fyrir Hvíta riddarann, þremur mínútum síðar. Hart var barist um svæði og bolta en það voru heima- menn sem komust aftur yfir á 72. mínútu með marki frá Carles Mart- inez Liberato. Marius Ganusauskas bætti svo við þriðja marki Snæfells tveimur mínútum síðar og heima- menn komnir í vænlega stöðu, 3-1, þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Gestirnir náðu að klóra í bakkann og minnka muninn á 88. mínútu þegar Eiríkur Þór bætti sínu öðru marki við. Það dugði þó ekki til. Þrjú stig til Snæfellinga sem sitja nú einir á toppi riðilsins með 19 stig, þremur stigum meira en Hvíti riddarinn sem sitja eftir í öðru sæti. Snæfellingar fá annan heimaleik í næstu umferð, að þessu sinni gegn íH. Leikurinn fer fram á Stykkis- hólmsvelli á föstudaginn og hefst hann klukkan 20:00. glh/ Ljósm. sá. ÍA tapaði gegn Þrótti R. Ljósm. gbh. ÍA tapaði í toppbaráttuleik Snæfell vann í toppslagnum Jafntefli í bragðdaufum leik Það er fallegt á knattspyrnuvelli Magna á Grenivík, en að sama skapi getur verið vindasamt þar líkt og raunin var á laugardaginn. Skagamenn gerður jafntefli á útivelli ÍA er í fjórða sæti eftir ellefu umferðir í Pepsi Max deild karla. Ljósm. gbh. Fjórir tapleikir í röð hjá Skallagrími. Skallagrímur heldur áfram að tapa Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.