Skessuhorn - 10.07.2019, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. júLí 2019 21
Uppselt var á Lopapeysuna á laug-
ardagskvöldið síðasta, sem er einn
stærsti og aðsóknarmesti viðburð-
ur landsins, haldin á bæjarhátíðinni
írskum dögum á Akranesi ár hvert.
Um er að ræða eitt skemmtileg-
asta sveitaball ársins sem hefur ver-
ið fastur liður í hátíðarhöldunum
síðustu 16 ár og gaf viðburðurinn
í ár hvergi eftir. Lopapeysan, sem
skipulögð er af Vinum hallarinn-
ar með Skagamanninn ísólf Har-
aldsson í fararbroddi, hefur vax-
ið töluvert að umfangi síðustu árin
og spáðu skipuleggjendur að þetta
yrði sú stærsta til þessa. „Þetta var
svakalegt, maður hefur sjaldan séð
annað eins,“ sagði ísólfur í sam-
tali við Skessuhorn að helginni lok-
inni. „Eftir að við lokuðum fyr-
ir sölu á Midi.is um miðjan dag á
laugardeginum þá voru 11.643 IP-
tölur sem fóru á heimasíðuna til að
reyna að verða sér úti um miða. Við
sáum í hvert stemmdi og þurftum
að bregðast við. Við lokuðum fyrir
söluna á vefnum og vorum með 600
miða í sölu við innganginn en þeir,
líkt og miðarnir á vefnum, ruku út
nánast samstundis. Þetta var galið.
Allt í einu var þetta bara orðið eins
og 16 ára gamalt barn í alltof litlum
buxum,“ útskýrir ísólfur.
Aldrei séð annað eins
Hefð er fyrir því að hátíðargestir
fari á brekkusönginn við Akranes-
völl og rölti svo að honum loknum
meðfram sjónum, áleiðis að bryggj-
unni þar sem Lopapeysan fer fram í
sementsskemmunni. Einungis einn
inngangur er inn á Lopapeysusvæð-
ið og því myndaðist ákveðinn tappi
þegar mannfjöldinn mætti allur á
sama tíma til þess að skemmta sér.
„Það er fyrir öllu að koma í veg
fyrir að einhver slasist eða troð-
ist undir. Á ákveðnum tímapunkti
þegar mesta álag var við inngang-
inn sáum við ekkert annað í stöð-
unni en að opna hliðið tímabund-
ið til að létta á straumnum. Ég hef
aldrei séð annað eins. Svo er fólk
aðeins búið að fá sér og það vill
bara fara að skemmta sér en ekki
bíða í röð,“ segir ísólfur um mann-
fjöldann. ísólfur segir erfitt að spá
í fjöldann sem var samankominn á
Lopapeysusvæðinu þegar mest var,
en alltaf hafa um 3.000 miðar farið
í sölu. „Þegar álagið var sem mest
við innganginn þurftum við, til að
halda fólki óhultu, að opna tíma-
bundið inn á svæðið. Því miður
voru einhverjir einstaklingar sem
nýttu sér krefjandi aðstæður skipu-
leggjenda og komust inn á svæð-
ið með falsaðan miða eða voru án
miða. En heilt yfir gekk þetta virki-
lega vel miðað við fjöldann.“
„Sáum merki um
þetta í fyrra“
Viðburðurinn hefur ávalt ver-
ið haldinn við bryggjuna á Akra-
nesi og segir ísólfur það ákveð-
inn sjarma að halda Lopapeysuna
þar. En, getur verið að bryggjan sé
sprungin fyrir eins stóran viðburð
og Lopapeysan er orðin? „Við höf-
um ekki horft til þess að fara eitt-
hvað annað. Við sáum merki um
þetta í fyrra og þurfum í rauninni
bara að teikna þetta upp á allt ann-
an hátt, setja meiri tíma í skipulag
og undirbúning. Það er vel hægt.
Við viljum fyrst og fremst að fólki
finnist það öruggt á ballstað og að
það sé nóg svigrúm til að dansa auk
þess að við viljum fólk á fjölbreytt-
um aldri, heimamenn ásamt brott-
fluttum Skagamönnum. Við ger-
um alltaf hærri kröfur til okkar eftir
hvern viðburð og það verður ekkert
öðruvísi í ár,“ segir ísólfur að end-
ingu.
glh
Aldrei verið jafn margir á Lopapeysunni
Ísólfur Haraldsson kom Lopapeysunni á laggirnar fyrir 16 árum. Ljósm. glh.
Ekki var annað að sjá en að fólk hafi skemmt sér konunglega á Lopapeysunni í ár.
Ljósm. Mummi Lú.
Blöðrulistamaður var á svæðinu og voru krakkar duglegir að biðja um allskonar
blöðrufígúrur.
Hátíðargestir voru í sólskinsskapi, varla annað hægt eins og veðrið var um
helgina.
Metaðsókn var í brekkusönginn í ár. Ljósm. Pétur Magnússon.
Brjáluð stemning var í skemmunni á Lopapeysunni að vanda. Ljósm. Mummi Lú.