Skessuhorn - 21.08.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Farsímageislinn
fangaður
Oft er það svo þegar höfuð er reist frá kodda að morgni dags veit maður ekkert
hvað dagurinn mun bera í skauti sér. Sumir dagar eru vissulega eins og flestir
aðrir, líða fram í viðjum vanans, meðan aðrir verða eftirminnilegri. Ég ætla að
segja ykkur litla sögu af miðvikudeginum síðasta. Vissulega dálítið persónuleg
reynsla. Eftir þennan dag var ég dáldið eins og rúllugardína; niðurdreginn. Þó
var líðan konunnar öllu verri.
á undanförnum árum hef ég haft það fyrir vana að komast helst út af skrifsto-
fu fyrir miðjan miðvikudag. Þá er blað vikunnar komið út, búið að leggja drög
að verkefnum næstu viku og ef allt gengur að óskum hef ég séð ástæðu til að ko-
mast út úr hinu daglega umhverfi sem afmarkast af fjórum veggjum. Stundum
felst tilbreytingin í að skreppa í Borgarnes, í sveitina, eða jafnvel sigla smá spöl
út úr höfninni á Akranesi. Að þessu sinni ákváðum við hjónin að fara á berjamó.
Finnst það skemmtileg iðja á þessum árstíma að ganga til berja, tína dálítið í
fötu, taka myndir, viðra hundinn og anda að okkur fersku sveitaloftinu.
Að þessu sinni ókum við sem leið lá vestur í Hítardal. Ókum upp með Hítará,
yfir skriðuna sem féll þar í fyrrasumar og dáðumst að útsýninu sem opnast þe-
gar innar er komið í þennan fallega dal. Þetta er virkilega einstakur staður;
friðsæll og fallegur, þar sem kallast á hraunið, áin í sínum nýja farvegi, fallegir
klettar og óvenjulegar jarðmyndanir sem ná upp í grösugar hlíðar. Búsældarlegt
fé var á beit á völlunum sitthvorum megin við skriðuna og þar er búið að ýta
prýðilegum vegslóða yfir til að veiðimenn komist áfallalaust leiðar sinnar. In-
narlega í dalnum gengum við upp í brekkurnar í berjaleit. Léttur rigningarúði
féll á kinn, virkaði sem ferskur blær og til hreinsunar á loftinu eftir þurrviðri su-
marsins. En um leið varð grasið í hlíðum fjallsins sleipt.
Þá varð óhapp. Konu minni skrikar fótur og dettur illa. Strax var ljóst að
hún hafði brotið fótinn ofan við ökkla. Þegar svona gerist fær maður einhvern
auka kraft. Setur sig í þær stellingar að halda kúlinu, reyna að hugsa rökrétt
og bregðast fumlaust við. Held að flestir hafi upplifað slíkt sem til dæmis hafa
komið að bílslysum. En þarna voru góð ráð dýr. Farsímasamband er nefnilega
ekkert innarlega í Hítardal. Því var um tvennt að velja. Annað hvort að hjálpa
konunni upp í bílinn og aka sem leið liggur í símasamband, eða fara einn í þeim
erindagjörðum að kalla eftir aðstoð. Einhvern veginn hugnaðist okkur ekki að
ég æki af stað án hennar. Því var niðurstaðan að ég sótti bílinn, kom honum sem
næst slysstað og í bílinn komst frúin, enda sveitastelpa sem er hörð af sér. Þá var
ekið afar gætilega sem leið lá niður dalinn til móts við mammon og til að fanga
blessað símasambandið. á lítilli hæð móts við Hítardalsbæinn datt síminn loks
í samband við umheiminn. Ég gat hringt í 112, kallað eftir aðstoð og ekið svo
áfram í rólegheitunum til móts við sjúkrabílinn. Allt fór þetta að endingu vel.
Frúin fékk prýðilega góðan flutning og eftir það þjónustu á spítalanum í Foss-
vogi og í aðgerð komst hún ríflega tveimur sólarhringum síðar. Er hún nú á
hægum en öruggum batavegi.
Þarna upp til fjalla varð mér strax hugsað til aðstæðna Finnboga vinar míns
og bónda í Hítardal. Nokkrum sinnum hefur það komið fram í fréttum Skes-
suhorns að hann búi þar án símasambands en slíku fylgir öryggisleysi og ver-
ulegt óhagræði. Engu að síður þykir ekki markaðslega hagkvæmt að halda ho-
num í tengslum við umheiminn, jafnvel þótt hann sé búinn að vera sveitar-
stjórnarmaður í áratugi og þurfi því oft að vera í sambandi vegna starfa sinna
fyrir samfélagið. Vafalítið er það á forsendum markaðarins sem slíkt er látið
viðgangast svo árum skiptir. Engu að síður er það í sjálfu sér alveg galið að nú
árið 2019 sé ástandið enn með þeim hætti að fjöldi bæja skuli vera einangraðir
frá þeim sjálfsögðu þægindum og öryggi sem felst í örbylgjusambandi. Í það
minnsta gæti ég alveg bent á hvar lagning ljósleiðara í Borgarbyggð ætti að hef-
jast, yrði ég spurður.
Magnús Magnússon
Fyrirtækið Stafnafell er þessa dag-
ana að moka upp stórgrýti úr
Grundarfjarðarhöfn og flytja það í
haug til geymslu. Hægt er að nota
stærsta grjótið aftur þegar fram-
kvæmdir hefjast við lengingu Norð-
urgarðs. Grjótið er tekið við enda
hafnarinnar þar sem framlenging-
in mun koma. Vegagerðin er einn-
ig við mælingar áður en dæluskipið
kemur aftur en von er á því á næstu
dögum.
tfk
Frá því var nýverið greint á fréttasíðu
Snæfellsbæjar að framkvæmdum við
stýrið í Sjómannagarðinum í Ólafs-
vík hefur miðað vel í sumar. Í verk-
inu er stuðst við teikningar Valgerð-
ar Hlínar Kristmannsdóttur sem
endurhannaði garðinn út frá sögu
hans og sjósóknar frá Ólafsvík. Gaf
hún Sjómannadagsráði teikningarn-
ar að loknu námi sínu við umhverf-
isskipulagsbraut LbhÍ á Hvanneyri.
„Framkvæmdir hafa verið í hönd-
um iðnaðarmanna, sjálfboðaliða og
Sjómannadagsráðs og eiga allir sem
komið hafa að þessu listaverki lof
skilið fyrir mikla bæjarprýði,“ segir í
frétt Snæfellsbæjar. Gert er ráð fyrir
að framkvæmdum ljúki í haust.
Því má við þetta bæta að Val-
gerður Hlín var nýverið ráðin til
starfa á tæknideild Snæfellsbæjar.
Hún vann áður á tæknideildinni
sumarið 2014, einmitt þegar hún
hannað þær endurbætur sem nú sér
fyrir endan á í Sjómannagarðinum
í Ólafsvík.
mm/ Ljósm. snb.
Malbikun Akureyrar hefur síðustu
daga unnið við malbikun í Grund-
arfirði. Þar hefur verið malbikað
yfir götur, göngustíga og bílaplön.
Björg ágústsdóttir bæjarstjóri áætl-
ar að um átta til tíu þúsund fer-
metrar af malbiki hafi farið niður í
þessari lotu en loka þurfti nokkrum
götum á meðan starfsmenn athöfn-
uðu sig. á meðfylgjandi mynd er
verið að malbika Fellabrekku mið-
vikudaginn 14. ágúst.
tfk
Frá því er greint á fréttasíðu Snæ-
fellsbæjar í liðinni viku að fram-
kvæmdir standa nú yfir í Sand-
holti í Ólafsvík. Í vikulokin var
búið að skipta um jarðveg, leggja
nýja holræsa- og vatnslagnir og
ljúka við jarðvinnu vegna síma- og
rafstrengja. Styttist því í að gat-
an verði klár undir malbikun. Það
er tS vélaleigan sem annast fram-
kvæmdir.
mm/ Ljósm. snb.
Framkvæmdir í
Sjómannagarðinum til prýði
Mikið malbikað í Grundarfirði
Endurnýting á grjóti í höfninni
Sandholt í Ólafsvík tekið í gegn