Skessuhorn - 21.08.2019, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 20198
Tvær bílveltur
VESTURLAND: Bílvelta varð
í nágrenni Búðardals þriðju-
daginn 13. ágúst. Ökumaður
bifreiðarinnar og tveir farþeg-
ar voru fluttir með sjúkrabíl á
heilsugæsluna í Búðardal. Allir
reyndust ómeiddir en fundu fyrir
einhverjum eymslum. Síðastlið-
inn mánudag valt bíll á Gríms-
staðavegi í Borgarbyggð. Fimm
voru í bílnum, hjón og þrjú börn
þeirra; 14 mánaða, 13 ára og 14
ára. Ökumaðurinn missti stjórn
á bílnum, fór út af veginum þar
sem bíllinn valt. Ökumaður-
inn var fluttur á heilsugæsluna í
Borgarnesi. Hann reyndist vera
með skurði á höndum en aðrir
sluppu með skrámur. -kgk
Margir að masa
við stýrið
VESTURLAND: Að sögn lög-
reglu var töluvert um það í vik-
unni sem leið að ökumenn væru
gripnir við farsímanotkun undir
stýri. Lögregla minnir á að við-
urlög við slíku athæfi er fjársekt
að upphæð 40 þúsund krónur,
enda ökumönnum uppálagt að
hafa óskipta athygli við aksturinn
og símanotkun undir stýri getur
skapað stórhættu í umferðinni.
Einn af þeim ökumönnum sem
sektaðir voru fyrir farsímanotk-
un við aksturinn reyndist auk
þess hafa trassað að spenna sæt-
isbeltið. Samanlög sekt við þeim
brotum nemur 60 þúsund krón-
um. Þá voru enn fremur nokkr-
ir ökumenn stöðvaðir sem höfðu
ekki spennt beltin við akstur-
inn í síðustu viku og sektaðir um
20 þúsund krónur fyrir athæfið.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
10.-16. ágúst
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 13 bátar.
Heildarlöndun: 12.115 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 2.028 kg
í einum róðri.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 7.466 kg.
Mestur afli: Rán SH: 7.466 kg í
tveimur löndunum.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 278.508 kg.
Mestur afli: Helgi SH: 74.819
kg í tveimur löndunum.
Ólafsvík: 6 bátar.
Heildarlöndun: 97.783 kg.
Mestur afli: Brynja SH: 32.427
kg í fimm róðrum.
Rif: 3 bátar.
Heildarlöndun: 83.189 kg.
Mestur afli: tjaldur SH: 58.045
kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 19.737 kg.
Mestur afli: Blíða SH: 15.946
kg í fjórum róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF: 58.045
kg. 15. ágúst.
2. Kristín GK - GRU: 55.315
kg. 13. ágúst.
3. Jóhanna Gísladóttir GK -
GRU: 45.925 kg. 14. ágúst.
4. Helgi SH - GRU: 42.786 kg.
12. ágúst.
5. Sigurborg SH - GRU:
34.842 kg. 13. ágúst.
-kgk
Sveitarstjórn Borgarbyggðar ræddi
á fundi sínum síðastliðinn fimmtu-
dag þá stöðu sem upp er komin í
stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar
og ítarlega var fjallað um í síðasta
Skessuhorni. Ekki fór fram form-
legur fundur í gær í hópi hluthafa
Menntaskóla Borgarfjarðar, eins og
sagt var í frétt Skessuhorns í síðustu
viku, heldur funduðu fulltrúa úr
byggðarráði og níu stærstu hluthaf-
ar í MB sem ráða yfir ríflega 99%
atkvæða í félaginu. Þar var ákveðið
að leggja til að samþykktir Mennta-
skóla Borgarfjarðar yrðu yfirfarnar
sem og hluthafasamkomulag. Í kjöl-
far þess fundar kom sveitarstjórn
saman en þar lagði Halldóra Lóa
Þorvaldsdóttir formaður byggðar-
ráðs fram eftirfarandi bókun full-
trúa meirihlutans í sveitarstjórn:
„Fulltrúar meirihluta sveitar-
stjórnar árétta vilja sinn til að standa
kröftuglega við bakið á Mennta-
skóla Borgarfjarðar. Menntaskóli
Borgarfjarðar er stofnun sem hefur
verið flaggskip sveitarfélagsins og
ávallt hefur ríkt sátt um starfssemi
skólans. Meirihluti sveitarstjórnar
vill einnig koma því á framfæri að
skólastarfið muni ekki raskast þrátt
fyrir þá stöðu sem skapast hefur í
kring um verkaskiptingu stjórnar.
Eðlilegt er að huga að ráðningar-
ferli á nýjum skólameistara. Það er
algjörlega skýrt í okkar huga að um
Menntaskóla Borgarfjarðar þarf að
ríkja eining og sátt. Öll aðkoma að
skipun í stjórn og verkaskiptingu
hefur miðað að því að stjórnin væri
öflug, hefði þekkingu á málefnum
skólans og að um hana gæti ríkt
sátt. Sú sátt hefur hinsvegar ekki
náðst og mikilvægt er að ekki séu
pólitísk átök um stjórn skólans,“
segir í bókunni.
Tilbúnir að
stíga til hliðar
Síðar í bókun meirihlutans segir:
„Það var samhugur á fundinum um
að endurskoða samþykktir félags-
ins með það að markmiði að skerpa
á því hvernig stjórn er skipuð m.a.
til þess að koma í veg fyrir að póli-
tískur ágreiningur skapi ójafn-
vægi við stjórnun skólans. Einnig
er mikilvægt að skoða með hvaða
hætti fulltrúi annarra hluthafa er
valinn og hver hans staða innan
stjórnar eigi að vera. Farið verð-
ur í að vinna bæði drög á breyting-
um á samþykktum og að hluthafa-
samkomulagi og svo verður boðað
til lögformlegs hluthafafundar þar
sem skjölin verða lögð fyrir til um-
ræðu og afgreiðslu. Nú verður boð-
að til fundar með stjórn skólans þar
sem sú staða sem þar er uppi verður
rædd og stefnt að því að finna lausn
á málinu. Fulltrúar meirihluta
Borgarbyggðar í stjórn MB hafa
lýst því yfir að þau eru bæði tilbú-
in að stíga til hliðar, ef að það leysir
þann ágreining sem uppi er núna,“
sagði í bókun meirihluta sveitar-
stjórnar Borgarbyggðar. Fulltrúar
meirihluta sveitarstjórnar í stjórn
MB eru Vilhjálmur Egilsson, frá-
farandi formaður stjórnar og Þóra
Geirlaug Bjartmarsdóttir. Fulltrúi
annarra hluthafa en Borgarbyggð-
ar er Sigursteinn Sigurðsson og
fulltrúar tilnefndir af Framsóknar-
flokki eru Helgi Haukur Hauksson
og Hrefna B Jónsdóttir.
mm
Þorpið í Flatey verður eftirleiðis
skilgreint sem verndarsvæði í byggð.
Í því felst að það ber að varðveita í
sem upprunalegastri mynd. Lilja
Alfreðsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra og tryggvi
Harðarson, sveitarstjóri Reykhóla-
hrepps, undirrituðu staðfestingu
þess efnis við hátíðlega athöfn síð-
astliðinn laugardag. Við sama tæki-
færi afhenti Reykhólahreppur ís-
lenska ríkinu bókhlöðuna í Flatey
og verður húsið eftirleiðis í umsjá
Þjóðminjasafns Íslands. Greint er
frá þessu á Reykhólavefnum.
Athöfnin í bókhlöðunni hófst á
því að Þorsteinn Bergsson, fram-
kvæmdastjóri Minjaverndar, af-
henti tryggva lykla að húsinu, en
Minjavernd stóð fyrir endurbygg-
ingu hennar í kringum 1980. Þor-
steinn rakti sögu bókhlöðunnar og
sagði frá endurbyggingunni. Þegar
hann hafði lokið máli sínu afhenti
tryggvi Lilju lykilinn og hélt stutta
tölu. Í máli ráðherra kom fram að
ekki skipti máli að bókhlaðan í Flat-
ey væri minnsta bókasafn á landinu,
því innihaldið skipti meira máli en
umgjörðin. Landsmenn stæðu í
þakkarskuld við þá sem stóðu fyrir
stofnun lestrarfélaga um miðja þar-
síðustu öld og veittu fólki aðgang
að fróðleik og afþreyingu bókanna.
Gildi bókasafna í dag væri ekki
minna en þá.
Að svo búnu fór lykillinn enn á
milli lófa, nú frá Lilju ráðherra í
hendur Margrétar Hallgrímsdótt-
ur þjóðminjavarðar og bókhlaðan
í Flatey þar með formlega komin í
umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Við
tilefnið hafði Margrét orð á því að
bókhlaðan væri kærkomin viðbót
við þau 38 hús sem safnið hefur í
umsjá sinni. Bókhlaðan í Flatey er
annað húsið við Breiðafjörð sem er
í umsjá safnsins, en hitt er Staðar-
kirkja á Stað á Reykjanesi.
Heimsókn ráðherra í Flatey lauk
svo með undirritun skjals sem stað-
festir að þorpið í Flatey er vernd-
arsvæði í byggð og Guðný Gerð-
ur Gunnarsdóttir, minjavörður
Reykjavíkur og nágrennis, afhenti
Reykhólahreppi merki verndar-
svæða.
kgk
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Tryggvi Harðarson,
sveitarstjóri Reykhólahrepps, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og
Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, fyrir framan bókhlöðuna í
Flatey. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Þorpið í Flatey er verndarsvæði í byggð
Bókhlaðan í umsjá Þjóðminjasafns
Horft yfir þorpið í Flatey á Breiðafirði. Ljósm. úr safni/ Garðar Guðmundsson.
Frá undirritun staðfestingar um verndarsvæði í byggð. Tryggvi Harðarson,
sveitarstjóri Reykhólahrepps, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningar-
málaráðherra. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Ráðist verður í breytingar á samþykktum
og hluthafasamkomulagi MB