Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Page 9

Skessuhorn - 21.08.2019, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 9 Náms- og starfsráðgjöf Nám fyrir fólk með fötlun Raunfærnimat Nám fyrir atvinnuleitendur Nám fyrir innflytjendur Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir Fræðslustjóri að láni – ráðgjöf og gerð fræðsluáætlana Þjónusta við fjarnema Áhugasviðspróf Lærum allt lífið www.simenntun.is facebook.com/simenntun „Langmikilvægasta viðhorfið sem myndast getur er löngun til að halda áfram að læra“ JOHN DEWEY Húllumhæ hátíðin var haldin á Bókasafni Akraness á miðvikudag- inn í liðinni viku. Þar var fagnað sumarlestri barna á aldrinum sex til tólf ára sem lauk þetta árið 9. ágúst. 110 krakkar mættu og skemmtu sér vel en sérstakur aðalgestur mætti á svæðið til að skemmta krakka- hópnum. Aðalgesturinn að þessu sinni var Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu - Sævar eins og hann er gjarnan nefndur. Hann kom og fræddi áhugasaman krakkahópinn um allskyns staðreyndir um heim- inn og hvernig hann virkar. 215 börn skráðu sig til leiks í sumarlestri barna í upphafi sum- ars, en 150 börn komu reglulega og skráðu lesturinn samviskusamlega. Í heildina lásu börnin 1.761 bók, sem gera samtals 114.306 blaðsíð- ur. „Börnin hafa staðið sig frábær- lega vel í lestrinum í sumar,“ seg- ir Halldóra Jónsdóttir, bæjarbóka- vörður í samtali við Skessuhorn. Að auki voru dregin út verðlaun frá styrktaraðilum, þ.e. Nínu og Lindex. Að þessu sinni fóru verð- launin til Dagnýjar Allans 8 ára og Pétur Inga Jóhanssonar sem er alveg að verða 8 ára. Að lokinni skemmtun var öllum velkomið að þiggja djús og kex frá bókasafninu. glh. Ljósm/ Bókasafn Akraness. Pétur Ingi ásamt Stjörnu - Sævari. Lásu yfir hundrað þúsund blaðsíður í sumar Krakkar úr sumarlestri hlýða hér áhugasamir á Stjörnu - Sævar. Dagný Allans ásamt Stjörnu - Sævari.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.