Skessuhorn - 21.08.2019, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201910
Síðastliðinn fimmtudag var boð-
að til útgáfuhófs í Jónsbúð á Akra-
nesi. tilefnið var útgáfa bókarinn-
ar Undir kelduna - saga Hvalfjarð-
arganga 1987-2019. Það er bókaút-
gáfan Svarfdælasýsl sem gefur bók-
ina út en höfundur er Atli Rún-
ar Halldórsson. Að bókaforlaginu
standa sex systkin, Halldórsbörn
frá Jarðbrú í Svarfaðardal. Þetta er
önnur bók forlagsins, en sú fyrri
kom út fyrir tveimur árum og ber
sama nafn, Svarfdælasýsl og fjallar
um bernskuslóðir þeirra systkin-
anna. Undir kelduna er 400 síð-
ur harðspjaldabók, ríkulega mynd-
skreytt, og fjallar um afar merkilega
framkvæmd sem um margt ruddi
braut í íslenskri samgöngusögu.
Í bókinni er skrifað um þessa
fyrstu einkaframkvæmd í íslensku
samgöngusögunni. á bókarkápu
segir m.a. „Göngin eru jafnframt
fyrstu neðansjávargöng veraldar
í ungu gosbergi, fyrsta fjárfesting
sinnar tegundar í Evrópu á veg-
um bandarísks tryggingafélags,
fyrsta fjárfesting íslenskra lífeyris-
sjóða í einkaframkvæmd og fyrsta
verkefni á Íslandi þar sem verktak-
inn bar alla ábyrgð á fjármögnun
verkefnisins og tæknilega ábyrgð
á framkvæmdatímanum.“ Þarna er
í heildstæðu riti fjallað um undir-
búning að verkinu, framkvæmd-
ir og rekstur Hvalfjarðarganga allt
þar til ríkið fékk göngin að gjöf
haustið 2018. Sumt af því efni sem
bókin hefur að geyma hefur aldrei
komist áður á prent. „Margt er hér
skrifað sem hvergi hefur komið
fram fyrr og meira að segja er þetta
líka átaka- og spennusaga, bæði í
upphafi og lok einkarekstrarins,“
sagði Atli Rúnar meðal annars þeg-
ar hann kynnti ritið.
mm
Norskir fósturvísar af kúastofn-
inum Aberdeen Angus voru flutt-
ir inn frá Noregi 2017 og komið
fyrir í kúm sem höfðar voru í sér-
stakri einangrunarstöð á Stóra ár-
móti í Flóahreppi. Þriðjungurinn af
þeim 33 kúm sem fyrstu fósturvís-
unum var komið fyrir í báru kálfum
sem nú eru að vaxa úr grasi, sá elsti
11 mánaða. úr nautkálfunum sem
fæddust fyrir tæpu ári er nú haf-
in sæðistaka á vegum Nautastöðv-
ar BÍ á Hesti. á vefsíðu stöðvarinn-
ar kemur fram að tekið hafi verið
sæði síðastliðinn fimmtudag úr ell-
efu mánaða gömlu bolunum Baldri
og Draumi og voru 380 skammtar
frystir. Fyrstu tíu stráin fór strax í
kút hjá Þorvaldi Jónssyni frjótækni
frá Innri-Skeljabrekku sem brunaði
beint á heimaslóðir og sæddi fyrstu
kúna á Hvanneyrarbúinu með sæði
úr Draumi.
Bændur sem vilja rækta holda-
naut geta nú pantað sæði úr þess-
um arfhreina nýja Aberdeen An-
gus stofni sem kallaður er AA.
Jafnframt hefur einangrun ver-
ið aflétt af kálfum sem fæddust
á einangrunarstöðinni á Stóra-
ármóti á síðasta ári og nautkálf-
arnir seldir bændum til ræktunar.
Það munu þó mörg ár líða þar til
ræktun hér á landi fer að skila telj-
andi árangri og kjötið af þessum
nýja stofni verður ekki ríkjandi á
markaði hér fyrr en eftir fimm til
tíu ár. Verulegur skortur er á ís-
lensku nautakjöti á markaði og
því eru miklar vonir bundnar við
ræktun nýs holdanautastofns.
Með innflutningi fósturvísa má
segja að íslenskir bændur fái að-
gang að ræktunarstarfi norskra
starfsbræðra þeirra.
mm
Matvælastofnun barst tilkynning
frá Arnarlaxi föstudaginn 16. ágúst
um gat á nótarpoka einnar sjókví-
ar Arnarlax við Laugardal í tálkna-
firði. Gatið uppgötvaðist við þrif og
er viðgerð lokið. Samkvæmt upp-
lýsingum Arnarlax var gatið um
7cm x 12cm og á 2m dýpi. Voru um
179.000 laxar í kvínni með meðal-
þyngd 280 gr. Við köfunareftirlit
sem átti sér stað fyrr í þessum mán-
uði, eða 6. ágúst sl., var nótarpokinn
heill. „Atvikið er til meðferðar hjá
Matvælastofnun og munu eftirlits-
menn stofnunarinnar skoða aðstæð-
ur hjá fyrirtækinu og fara yfir við-
brögð þess. Arnarlax lagði út net í
samráði við Fiskistofu til að kanna
hvort slysaslepping hafi átt sér stað.
Netanna var vitjað bæði á laugardag
og sunnudag og enginn lax veidd-
ist og hefur veiðiaðgerðum verið
hætt,“ segir í tilkynningu frá Mat-
vælastofnun. mm/ Ljósm. Arnarlax.
Slökkvilið Grundarfjarðar og Snæ-
fellsbæjar var kallað út eftir hádegi
síðastliðinn miðvikudag. Glóð hafði
komist í einangrun þegar verið var
að logsjóða í húsnæði Bifreiðaþjón-
ustu Snæfellsness og Rútuferða ehf.
við Sólvelli 5 í Grundarfirði. Veg-
farandi sá reyk leggja frá húsinu og
gerði viðbragðsaðilum viðvart. Allt
tiltækt slökkvilið var kallað út en
var aðstoð fljótlega afturkölluð þar
sem eldur varð ekki laus og tókst
strax að slökkva í glæðunum og af-
stýra tjóni. mm/tfk
Rauðberjalyng er fremur sjaldgæf
jurt hér á landi, en fram til þessa hef-
ur hún einkum sprottið um austan-
vert landið og í Öxarfirði. Þá hefur
það fundist í Þrastarskógi og í fu-
rulundinum við Rauðavatn og gæti
á báðum þeim stöðum verið aðflutt
með skógrækt, að því er fram kem-
ur í lýsingu Harðar Kristinssonar í
Flóru Íslands. Rauðberjalyng hefur
nú einnig numið land í Borgarfirði.
Benedikt Sævarsson íbúi á Akranesi
var nýverið í gönguferð í Munað-
arnesi í Borgarfirði og sá þá lyng af
þessari tegund. Það hefur einnig sést
víðar m.a. ofar í Norðurárdal.
Jurtin er mjög sjaldgæf á Íslandi,
þótt hún sé með algengasta berja-
lynginu í Noregi og Svíþjóð og kall-
ast ber hennar tyttebær. Jurtin er lág-
vaxinn runni, um 5–30 sentimetrar,
með stinn, gulgræn blöð og hvít eða
bleikleit blóm sem þroskast í rauð
og safarík ber sem vel eru æt. Rauð-
berjalyng líkist nokkuð sortulyngi en
blöðin eru oftast gulgrænni, ofurlítið
tennt, þynnri en á sortulyngi og með
niðurorpnum röndum. mm
Húsfyllir var í Jónsbúð þegar bókin var kynnt og formlega gefin út. Allir viðstaddir
fengu bækur Svarfdælasýsl að gjöf.
Bókin Undir kelduna - saga Hvalfjarðarganga
Fimm af starfsmönnum Spalar sem tengdust göngunum alla tíð fengu afhent
fyrstu eintökin af bókinni. Hér eru f.v. Marinó Tryggvason, Jónas H Aðalsteinsson
lögfræðingur, Gylfi Þórðarson, Gísli Gíslason, Anna Kristjánsdóttir og höf-
undurinn og útgefandinn; Atli Rúnar Halldórsson.
Gat kom á sjókví
í Tálknafirði
Glóð komst í einangrun
Þorvaldur frjótæknir mjög einbeittur
við fyrstu sæðingu með nýju AA sæði.
Hafþór fjósameistari á Hvanneyri
fylgist spenntur með.
Ljósm. Nautastöðin á Hesti.
Fyrsta sæðistakan úr Aberdeen
Angus holdalendingunum
Rauðberjalyng skammt frá Munaðarnesi í Borgarfirði.
Ljósm. Benedikt Sævarsson.
Rauðberjalyng nemur
land í Borgarfirði