Skessuhorn - 21.08.2019, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 11
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra
breytinga á skipulagi Skógarhverfis verður
mánudaginn 26. ágúst frá kl. 12:00 til 17:00 á
1. hæð að Stillholti 16-18.
Breyting á Aðalskipulagi Skógarhverfis
Breytingin felst í að landnotkunarreitur Íb13 stækkar til norðurs,
skógræktarsvæði O9 minnkar, íþróttasvæði O12 er fellt út. Tjald-
svæði við Garðalund er breytt í opið svæði, stofnanareitur S16 er
stækkaður. Gert er ráð fyrir tengingu við þjóðveg norðan
Skógarhverfis.
Breyting á deiliskipulagi Skógarhverfi 2. áfangi
Breytingin felst í að norðurhluti deiliskipulags 2. áfanga
frá 2007 er felldur úr gildi.
Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3A
Nýtt deiliskipulag fyrir einbýlishús og raðhús.
Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B
Nýtt deiliskipulag fyrir stofnanalóð, gert er ráð fyrir leikskóla,
grunnskóla og íþróttahúsi.
Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi
Nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsum,
meginhluti húsanna verða tveggja hæða án bílakjallara og einu
fimm hæða fjölbýlishúsi.
Eftir kynningu (opið hús) á ofangreindum skipulagsgögnum verða
þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari
afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulags-
breytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera að
minnsta kosti 6 vikur.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Opið hús / kynningafundur
Hettupeysur
fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp
Elís�
www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110
Kór Akraneskirkju mun taka þátt í
Sálmafossi á menningarnótt laugar-
daginn 24. ágúst í Hallgrímskirkju
í Reykjavík. Þar verður fjölbreytt
tónlistardagskrá frá kl. 15 - 21 þar
sem kórtónlist og orgeltónlist mun
hljóma. Kórsöngur mun verða á
heila tímanum og mun Kór Akra-
neskirkju syngja kl. 16 undir stjórn
Sveins Arnars Sæmundssonar.
mm
Kórinn á söngferðalagi í
Salzburg fyrr í sumar.
Kór Akraneskirkju á menningarnótt
Í síðustu viku var ný heilbrigðis-
stefna – stefna fyrir íslenska heil-
brigðisþjónustu til ársins 2030,
kynnt á opnum fundi sem hald-
inn var á Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands á Akranesi. Vel var mætt
í fundarsal HVE þar sem Björn
Bjarki Þorsteinsson stýrði fund-
arhöldum. tóku til máls Svan-
dís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-
herra sem kynnti stefnuna og Jó-
hanna Fjóla Jóhannesdóttir, for-
stjóri Heilbrigðisþjónustu Vestur-
lands, sem sagði frá sýn forstjóra
HVE. Þá fjallaði María Heimis-
dóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Ís-
lands, um áhrif heilbrigðisstefnu á
hlutverk og starfsemi SÍ.
Rætt var um mikilvægi þess að
vera með stefnu yfir höfuð, hvað
fælist í heilbrigðisstefnu og til
hvers er verið að ákveða slíkt. Um
fjórðungur ríkisútgjalda fer í gegn-
um heilbrigðisþjónustuna með ein-
hverju móti, að sögn heilbrigðis-
ráðherra, og því gríðarlega mikil-
vægt að vera með skýr leiðarljós og
vita hvert kerfið á að stefna. „Þessi
stefna fjallar um heilbrigðisþjón-
ustuna og fjallar fyrst og fremst um
þetta kerfi sem tekur við þegar áföll
og slys bjáta á. Það er mikilvægt að
halda til haga að í stefnunni eru sjö
kaflar og að þessari stefnu er ætlað
að vera grundvöllur allrar annarrar
stefnumótunar í heilbrigðiskerfinu.
Þannig fjallar þessi stefna ekki ein-
vörðungu um einstaka sjúkdóma,
einstaka aldurshópa eða einstaka
þjónustugeira, heldur meginregl-
ur sem eiga að gilda í öllum kim-
um heilbrigðisþjónustunnar,“ sagði
Svandís í erindi sínu. „Mikilvægt
er að halda til haga að þetta er ekki
skrifborðsverkefni ráðherra, heldur
mikilvægt að svona verkefni njóti
breiðs stuðnings. Þess vegna var
langur aðdragandi að því að stefn-
an lítur nú dagsins ljós og er færð
fyrir Alþingi. Það eru vinnustofur
með fulltrúum heilbrigðisstofnana,
fundir með stéttarfélögum, fundir
með félagasamtökum í rekstri heil-
brigðisþjónustu og loks opið heil-
brigðisþing þar sem mættu á þriðja
hundrað manns.“
Heilbrigðisráðherrann impraði
sérstaklega á því að ný heilbrigðis-
stefna væri ekki ríkisstjórnarinnar
einnar, heldur stefna Alþingis og
þar með stefna sem lifir af kosn-
ingar og breytingar og mögulegar
sviptingar í stjórnmálum. Sagði
ráðherra að í nýrri heilbrigðisstefnu
yrði hugað að nokkrum málaflokk-
um sérstaklega og nefndi mál-
efni aldraðra, áhersla verður lögð
á þjónustu við heilabilaða, málefni
áfengis- og vímuvarna og krabba-
meinslækningar.
Heilbrigðisstefnan verður kynnt í
öllum heilbrigðisumdæmum lands-
ins og var fundurinn á Vesturlandi
sá fjórði í fundaröðinni. glh
Fundurinn sem fram fór á Akranesi var vel sóttur.
Heilbrigðisstefna til framtíðar
kynnt á fundi með ráðherra
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Jóhanna Fjóla Jó-
hannesdóttir, forstjóri HVE.
Ný heilbrigðisstefna var kynnt á opnum fundi í liðinni viku.