Skessuhorn - 21.08.2019, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 15
Við í Brákarhlíð leitum að
hjúkrunarfræðingi með
faglegan metnað og áhuga á
öldrunarmálum
Starfshlutfall er samkomulagsatriði og sveigjan-
leiki til staðar í samsetningu vakta og bakvakta.
Staðan eru laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Brákarhlíð vinnur eftir Eden-hugmyndafræðinni, hér
er heimilislegur andi og gott starfsumhverfi í snyrti-
legum húsakynnum. Starfið er gefandi, skemmtilegt
og krefjandi. Starfsmannahópurinn okkar er öflugur
og hefur metnað til að sinna heimilisfólki af kost-
gæfni og fagmennsku.
Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn, nánari upplýs-
ingar gefa Jórunn hjúkrunarforstjóri í síma 432-3191
eða Bjarki framkvæmdastjóri í síma 432-3188.
Brákarhlíð er hjúkrunar- og dvalarheimili í Borgarnesi
með rúmlega 50 rými, nánari upplýsingar um heimilið má
sjá á heimasíðu okkar, www.brakarhlid.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
1297. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn
í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn
27. ágúst kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta
og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er
að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á
facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna hefjast í september.
Bæjarstjórnarfundur
á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar síðastliðinn fimmtudag
var lagt fram erindi frá Sláturhúsi
Vesturlands ehf. þar sem óskað
var eftir af fá tímabundna aðstöðu
til að salta gærur og húðir í gamla
frystihúsinu í Brákarey. Byggðar-
ráð hafði áður verið fylgjandi því að
Sláturhús Vesturlands ehf. fái um-
beðna aðstöðu í gamla frystihúsinu
í Brákarey undir þá starfsemi sem
óskað er eftir. Umsjónarmanni fast-
eigna er falið að annast útfærslu er-
indisins og ganga frá samningi við
forsvarsaðila sláturhússins um fyr-
irhuguð afnot af aðstöðu í gamla
frystihúsinu í Brákarey. Verður
sá samningur lagður fyrir sveitar-
stjórn til staðfestingar.
mm
„Þetta gekk ágætlega
í Grímsá og hollið
veiddi 28 laxa,“ sagði
Ari Little Jósefs-
son en hann var að
koma úr hörkuholli
sem var við veiðar í
Grímsá í vikunni sem
leið. áin hafði þá
gefið 360 laxa. „Við
fengum líka talsvert
af sjóbirtingi svo við
erum sáttir,“ bætti
hann við. Dídí Carl-
son var einnig við
veiðar: „Við feng-
um í þessu holli; ég
og Daníel á stöngina,
sjö laxa og nokkra
sjóbirtinga. Grímsá
er skemmtilegt lax-
veiðiá,“ sagði Didí.
gb
Skipulagsstofnun kvað í liðinni
viku upp úrskurð um frummats-
skýrslu vegna stækkunar kjúklinga-
bús Matfugls á Hurðarbaki í Hval-
fjarðarsveit. Matfugl hyggst stækka
búið í allt að 192 þúsund eldisrými,
en þau eru 80 þúsund í dag. Stefnt
er að byggja allt að fjögur, hundr-
að metra löng eldishús sem komi til
viðbótar þeim tveimur húsum sem
fyrir eru til eldis kjúklinga. Skipu-
lagsstofnun hafði það verkefni að
leggja mat á umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar. Þegar auglýst var
eftir athugasemdum við frummats-
skýrsluna sumarið 2018 bárust tvær
skriflegar athugasemdir. Annars
vegar frá Eyjólfi Jónssyni í Hlíð,
nágranna við Hurðarbak, en hins
vegar frá Veiðifélagi Laxár í Leir-
ársveit. Hafa menn áhyggjur af að
svona mikil stækkun búsins hafi í
för með sér aukna lyktarmengun,
en jafnframt hafa menn lýst áhyggj-
um sínum yfir að svo miklu magni
áburðarefna úr skít frá fuglunum
geti skolað niður í vatnasvið Lax-
ár að slíkt gæti haft í för með sér
slæmar afleiðingar fyrir lífríki ár-
innar.
Ólykt versta vandamálið
Skipulagsstofnun lagði mat á ýmsa
þætti sem haft geta áhrif á um-
hverfið. Fjallað er um mengunará-
lag vegna næringarefna sem skol-
að gæti út frá skít sem dreift verð-
ur á nærliggjandi tún. Stofnunin
telur að viðmið um dreifingu hús-
dýraáburðar í reglum um góða bú-
skaparhætti verði haldin. Því taldi
Skipulagsstofnun að mengunarálag
vegna næringarefna verði óveruleg.
Varðandi fráveitu frá búinu telur
stofnunin ekki hættu á að hún muni
hafa neikvæð áhrif á umhverfið,
enda verða byggðir nýir settank-
ar við eldishúsin. Skipulagsstofnun
telur að veigamestu umhverfisáhrif
af stækkun búsins verði vegna loft-
mengunar. Þrátt fyrir að reynt verði
að halda húsunum þurrum þá verð-
ur starfsemin stöðug uppspretta
ólyktar og muni þau áhrif aukast
meira en sem nemur hlutfalls-
legri stækkun búsins. Hægt sé að
stýra dreifingu skíts eftir aðstæðum
hverju sinni, en öðru máli gegni um
lykt frá kjúklingahúsunum. Ekki er
gert ráð fyrir hreinsun á útblæstri
frá húsunum en Matfugl tilgreindi
í erindi sínu margvíslegar aðgerð-
ir sem miða eiga að því að draga úr
lykt, segir í skýrslu Skipulagsstofn-
unar, sem telur að óþefur frá eldis-
húsunum muni aukast með stækk-
uðu búi en að unnt verði að koma
í veg fyrir veruleg óþægindi vegna
lyktar frá dreifingu hænsnaskíts. Af
því leiðir að Skipulagsstofnun tel-
ur að áhrif stækkaðs kjúklingabús
muni hafa talsverð neikvæð áhrif
á loftgæði vegna ólyktar. Varðand
mengun af völdum skítadreifingar
segir orðrétt í niðurstöðu Skipu-
lagsstofnunar: „Skipulagsstofn-
un telur að Matfugl hafi sýnt fram
á að ekki séu miklar líkur á því að
dreifing kjúklingaskíts muni hafa í
för með sér verulega aukinn styrk
köfnunarefnis í Laxá. Sú niðurstaða
byggir á því að dreifing feli í sér
hóflegt magn á hvern hektara eins
og gert sé ráð fyrir í starfsleyfi og
reglum um góða búskaparhætti.“
Takmörkuð stækkun
Í niðurstöðu segir: „Skipulags-
stofnun telur að matsskýrslan upp-
fylli skilyrði laga og reglugerðar um
mat á umhverfisáhrifum.“ Þá telur
stofnunin, eins og áður segir, að nei-
kvæðustu áhrifin verði vegna ólykt-
ar frá eldishúsunum. Fram kemur að
talsverð óvissa ríki um hversu mik-
il óþægindi nágrannar Hurðarbaks
munu upplifa í kjölfar stækkunar
búsins. Skipulagsstofnun telur því
óráð að ráðast í fulla stækkun búsins
í einum áfanga. Því leggur stofnun-
in til að heimiluð verði stækkun sem
bundin verður við smærri áfanga. Að
því búnu verði búið rekið í nokkurn
tíma og mat lagt á það hvort heimilt
verði að ráðast í frekari stækkun eða
hvort lagst verði gegn frekari stækk-
un þar sem loftmengun vegna ólykt-
ar hafi aukist það mikið að frekar
skuli takmarka starfsemina heldur
en auka við hana.
Starfsleyfi í höndum
Umhverfisstofnunar
Skipulagsstofnun víkur sér und-
an að leggja fram beinar tillögur
um hversu stóra áfanga skuli heim-
ila í stækkun búsins. „Eðlilegt er
að Umhverfisstofnun taki ákvörð-
un við starfsleyfisútgáfu um stærð
áfanga að teknu tilliti til hagkvæmra
eininga framkvæmdaraðila,“ segir í
lokaorðum Skipulagsstofnunar um
frummatsskýrsluna. mm
Fín veiði í Grímsá
Skipulagsstofnun leggst gegn
fullri stækkun kjúklingabús
Ný hús á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði að Hurðarbaki, austan við núverandi eldishús Matfugls, er afmarkað með hvítum
brotalínum. Byggingarreitir skv. deiliskipulagi eru afmarkaðir með gulum brotalínum. Teikning: Arkitekt og Ráðgjöf ehf.
Fá afnot af fyrrum frystihúsi
til gærusöltunar