Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Side 16

Skessuhorn - 21.08.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201916 Fadel A Fadel er borinn og barn- fæddur Egypti. Í heimalandinu lauk hann sinni skólagöngu og útskrif- aðist sem íþróttafræðingur á tíunda áratugnum. Hann býr nú í Ólafsvík ásamt fjórtán ára Adam syni sínum, er í fjarbúð, en kona hans Nevin Amin býr og starfar í Katar. Eftir að hafa lokið námi höguðu tilviljan- ir því svo að hann fór til Íslands og eftir nokkur ár til Ólafsvíkur. „Ég flutti til Íslands árið 1996 vegna þess að frændi minn bjó þá hér á landi,“ segir Fadel þegar fréttarit- ari Skessuhorns settist niður með honum í spjall í liðinni viku. á há- skólaárum sínum var Fadel valinn í sundknattleikslandslið Egyptalands og tók m.a. þátt í undankeppni fyr- ir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992 og árið eftir fór hann á HM undir 20 ára. Tilviljun að leiðin lá til Ólafsvíkur „Ég bjó í Reykjavík fyrstu fjögur árin mín eftir að ég flutti til Íslands. Vann meðal annars á Hróa Hetti og við ræstingar. Síðan fór ég í háskól- ann til þess að læra íslensku, sem gekk mjög vel. Ég átti ekki svo erf- itt með að læra tungumálið,“ segir Fadel á flottri íslensku. „Ég var allt- af með hugann við að fá að kenna sund og íþróttir hér á Íslandi. Svo einn daginn þegar ég opnaði Morgunblaðið sá ég að það vant- aði íþróttakennara í Ólafsvík og hringdi ég þá einfaldlega í skóla- stjórann í það númer sem gefið var upp í auglýsingunni. Og já, ég var ráðinn, en þetta var aldamótaárið 2000. Einn vinur minn sem var að vinna með mér á Hróa Hetti spurði mig hvort ég vissi hvar Ólafsvík væri - og spurði ég á móti hvort það væri ekki örugglega hverfi í Reykja- vík? En vinur minn hélt nú ekki og sagði að það væri svona tveggja tíma akstur vestur á Snæfellsnes. Jæja, en ég var engu að síður tilbúinn að prófa þetta og sló því til,“ rifjar Fa- del upp. Hann segir það hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns að flytjast til Ólafsvíkur. „Hér á ég heima og mér líður hvergi betur en einmitt í Ólafsvík.“ Óheppinn með yfirmann Í Ólafsvík var Fadel allt til árs- ins 2011 þegar hann fékk tilboð frá Katar um að taka þátt í þjálf- un landsliðs þeirra í sundknattleik, ásamt fimm öðrum þjálfurum. „Það gekk vel fyrstu árin en svo fóru leik- ar þannig að ég og hollenskur yfir- maður minn áttum ekki skap sam- an og fann hann reyndar öllu sem ég gerði allt til foráttu. Hann jafn- vel eignaði sér þá góðu hluti sem ég hafði gert með liðinu og raun- ar lagði mig í einelti. Hann var eig- inlega alveg á móti mér allan tím- ann sem ég var að þjálfa úti í Kat- ar. Hann lét mig aldrei í friði í vinnunni eins og til dæmis þegar ég fékk efnilega nemendur. Ég kenndi strákum að synda og að byrja með boltann í sundlauginni. Ég var með þá í fjögur ár og á fimmta árinu voru þessi nemendur tilbúnir að spila og fór ég þá með þá til Ungverjalands í æfingabúðir. Ferðin gekk ljóm- andi vel en þegar ég kom heim með strákana þá gerði þessi hollenski yf- irmaður minn lítið úr minni vinnu og eignaði sér allan heiðurinn, þrátt fyrir að hann hafi ekki gert hand- tak. Þetta pirraði mig mikið og þegar hann frétti að ég hefði mót- mælt byrjaði hann að baktala mig inn á skrifstofu Sundsambandsins og yfirmenn hans trúðu honum. Sundsambandið ætlaði á þessum tíma að fækka þjálfurum úr fimm í þrjá og var ég að sjálfsögðu ann- ar af þeim sem áttu að fara. á þess- um tímapunkti gafst ég hreinlega upp á þessu ástandi og var farinn að hugsa um að flytja að nýju heim til Íslands. Ég lít á það sem heima- land mitt og hér ætla ég að búa í framtíðinni. Svo fer ég bara til Eg- yptalands til að heimsækja mömmu og pabba sem búa þar, en á Íslandi líður mér best. Ég rifti því samn- ingi mínum úti í Katar og kom aft- ur heim til Ólafsvíkur.“ Ríkt land En Fadel segir að lífið í Katar hafi verið algjört lúxuslíf. „Ég vann í tvo tíma á dag og var með 264 fermetra íbúð á 24. hæð í stórhýsi. Húsnæð- ið var hluti af launakjörunum. Það var fínt fólk sem bjó þarna og laun- in eru hærri en hér á landi, eng- ir skattar greiddir og góður hiti. á sumrin gat reyndar orðið mjög heitt eða allt að 64 gráður og 84% raki. Þá var of heitt, jafnvel erfitt að anda, en allar íbúðir og versl- anamiðstöðvar voru loftkældar og mikið ódýrara er að lifa þarna en hér. Samt sem áður leið mér ekki vel þarna úti, né syni mínum Adam, en hann er fæddur á Íslandi árið 2005 og er Íslendingur. Adam elsk- ar rok og rigningu, en konan mín er fædd og uppalinn í Katar og vinn- ur sem stjórnandi á sjúkrahúsi þar úti,“ segir Fadel. Öryggið stór kostur „árið 2017 frétti ég að það vant- aði sundkennara í Ólafsvík og aftur fékk ég það starf og kom því heim til Ólafsvíkur ásamt syni mínum mínum. Það var dáldið nýtt líf fyr- ir mig og Adam son minn. Það var svolítið erfitt fyrir Adam tvo til þrjá fyrstu mánuðina, en núna er hann kominn með vini og gengur bara vel hjá honum.“ Fadel segir það besta við Ólafs- vík vera öryggið sem íbúar búa við. „Hér er mjög barnvænt umhverfi og fátt sem þarf að óttast. Hér þekkja allir alla og er samfélagið eins og ein stór fjölskylda. Þetta er mjög ólíkt Katar þar sem þrjár milljónir manna búa. Þar þorði ég ekki að láta Adam fara gangandi í skólann og þorði heldur ekki að fara að sofa nema læsa öllu heima við. En hér í Ólafsvík hef ég stund- um gleymt lyklunum í bílnum og farið að sofa og er bíllinn enn í sínu stæði þegar ég vakna um morgun- inn. Ef slíkt gerðist í Katar eða Eg- yptalandi væri næsta víst að bílnum væri stolið,“ segir Fadel. Hann bætir við að lífið hér heima sé aðeins erfitt núna þar sem vin- ir hans, sem voru með honum að kenna þegar hann kom fyrst til Ólafsvíkur, eru allir farnir til Reykjavíkur. Því stefnir hugur hans þangað þegar Adam hefur lokið grunnskólanum og leið hans liggur í framhaldsnám. „Þá er líka mögu- leiki á að konan mín flytji til Ís- lands,“ bætir hann við. Meira félagsstarf „Það sem vantar helst hér í Ólafsvík er meira félagslíf, en ég hef kennt spinning í Sólarsporti þrisvar í viku meðfram starfi mínu sem sund- kennari, og svo er nú ekki meira að gera hjá mér en svo að ég er talsvert heima að dunda mér til að láta tím- ann líða. Mér semur mjög vel við nemendur mína sem ég hef kennt sund. Núna er ég að fá inn nem- endur þar sem ég hef einnig kennt foreldrum þeirra að synda. Bæði krakkarnir og foreldrar þeirra eru vinir mínir,“ segir Fadel brosandi. „Ég lít á Ólafsvík sem heimili mitt“ Rætt við sundþjálfarann Fadel sem á rætur sínar í Egyptalandi og Katar Fadel A Fadel á vinnustað sínum í Ólafsvík. Fadel er vinsæll meðal nemenda sinna. Tíundu bekkingar GSNB gerðu þessi skilti sem hanga uppi á vegg í sundlaug Ólafs- víkur.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.