Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Side 17

Skessuhorn - 21.08.2019, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 17 Landslið Katar í sundknattleik ásamt þjálfurum sínum. Fæðið er einkamál Fadel segir að hann sé múslimi og haldi sinni trú heima við. Í henni felst að biðja fimm sinnum á dag og að fasta þegar Ramadan stend- ur yfir. „En það sem mest fer í taugarnar á mér er hversu oft ég er spurður af hverju ég borði ekki svínakjöt. Mér dettur ekki í hug að skipta mér af annarra manna trú eða þá að spyrja til dæmis gyðinga af hverju þeir borði ekki rækjur eða þá svínakjöt. Mér kemur ekki við hvað fólk borðar og finnst þetta mjög pirrandi spurning. En ég borða allan annan mat. Fyrir mér er þetta bara einfalt mál. Ég veit ekkert af hverju það er bannað að borða svínakjöt, en ég er ekk- ert að flækja hlutina,“ segir hann ákveðinn. Fara út í jólafrí Aðspurður um hvort hann ferð- ist mikið um Ísland svarar Facel því neitandi. „Ég hef nú ekki gert mikið af því, en þó hef ég komið á Gullfoss og Geysi en ég ferðast þess mun meira erlendis með kon- unni minni og syni. Ég fer svo til Katar um jólin þar sem hitinn þar er mjög góður á þeim tíma, eða um 20 gráður. Konan mín hefur komið hingað um jólin en þá er oft erfitt að njóta tímans til ferðalaga vegna myrkurs og veðra og því betra að við feðgarnir förum út til Katar í jólaleyfinu.“ Hér líður mér best Fadel segir að það sé mikill munur á matarvenjum á Íslandi og í Katar, enda Katar mjög ríkt land og mat- ur þar er mjög ódýr. „Það er virki- lega góður matur þarna úti. Þótt konan mín sé afbragðsgóður kokk- ur pöntum við oft mat heim, bara með appi, og var ég að panta mat fyrir konuna mína rétt áður en þú komst,“ segir Fadel brosandi. „Ég pantaði bara á appinu flottan mat sem er bara sendur til hennar og kostaði maturinn með sendingar- kostnaði rétt um 1000 krónur ís- lenskar. En á móti ódýrum mat kemur að það er dýrt að leigja hús- næði í Katar, en að vísu eru þetta allt lúxusíbúðir með öllum þeim þægindum sem hægt er að hugsa sér, en ég var að vísu ekki að borga húsaleigu meðan ég bjó úti þar sem Sundsamband Katar sá mér fyrir húsnæði. En fyrir mér eru pening- ar ekki allt. Þótt ég hefði það mjög gott í Katar og hafi haft allt til alls, segir það ekki allt. til marks um fríðindin sem fólki bjóðast get ég nefnt að þegar ég fór að taka bens- ín á bílinn, þá var hann allur þrif- inn og bónaður um leið og beið ég bara á veitingastað á meðan og þáði flottar veitingar. Maturinn og þrifin á bílnum voru innilfalin í bensínverðinu. Þetta sýnir hvernig lífskjör eru allt önnur þarna úti en hér heima á Íslandi.“ En þrátt fyrir allan lúxusinn snýst lífið ekki allt um peninga. „Ef manni líður illa eða finnur sig ekki í vinnu, á maður ekki að sætta sig við ástandið. Katar er reynd- ar mjög öruggt land og lítið um glæpi. En hjarta mitt slær í Ólafs- vík og hér líður mér best,“ segir Fadel að endingu. af Fadel, Nevin Amin eiginkona hans og Adam sonur þeirra. Landsliðsmaðurinn í sundi ásamt félögum sínum. Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er til 16. september Dagskrá Kolbrún Bjargmundsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, fer yfir: • Styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs • Skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna • Nýsköpunarsjóð námsmanna • Eurostars-2 Áhugasamir hafi samband við svala@ssv.is www.rannis.is Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund í húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, fimmtudaginn 29. ágúst, kl. 12.00 – 13.00 Kaffi og meðlæti í boði SSV Sautjánda Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram á sunnudag- inn á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Að venju var fín mæt- ing og mikið fjör. Fólk kom víða að af landinu og var gleði og gaman. Dagurinn snerist ekki einvörðungu um keppni í hrútaþukli, heldur eiga þeir sem mæta góðar stundir saman, spjalla og sitja að kræsingum á kaffi- hlaðborði, rifja upp gömul kynni og eignast nýja vini. Þá var happdrætti með fjölda álitlegra vinninga. Dag- bjartur Dagbjartsson í Hrísum var meðal stálheppinna, vann til eignar hrút frá Böddu og Birni á Melum í árneshreppi. Góð þátttaka var í hrútaþukls keppninni og spreyttu um 60 kepp- endur sig. Fjölmargir aðrir fylgdust með eða litu við. Sigurvegari í flokki vanra hrúta- dómara, og þar með Íslandsmeist- ari í hrútadómum 2019, er Jón Þór Guðmundsson í Galtarholti í Hval- fjarðarsveit. Í öðru sæti varð Strand- amaðurinn Sigmundur Sigurðsson í Lyngási í Kollafirði og þriðji Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum. Sigurvegari í flokki óvanra hrúta- þuklara, sem ekki nota stigakerfið sem þaulvanir bændur nota, varð Dó- róthea Sigvaldadóttir á Kárastaða- landi í Borgarnesi. Í öðru sæti varð Dagrún Ósk Jónsdóttir, náttúrubarn á Kirkjubóli og í þriðja sæti voru Þór- ey Dögg Ragnarsdóttir á Heydalsá og Ólöf Katrín Reynisdóttir í Mið- dalsgröf, en þær þrjár síðastnefndu eru Strandakonur og tungusveitung- ar. mm/ Ljósm. Sauðfjársetrið. Vestlendingar sigursælir í hrútaþukli Sigurvegarar í flokki vanra hrútaþuklara. Fjórar efstu í flokki óvanra þuklara.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.