Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Side 19

Skessuhorn - 21.08.2019, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 19 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Verslunin A4 er oftast með lægstu verðin á notuðum námsbókum fyr- ir framhaldsskólanema samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 15. ágúst síð- astliðin. A4 var með lægstu verðin í 23 tilfellum af 42, Penninn Ey- mundsson í 12 tilvikum og Heim- kaup.is í sex tilvikum. Mikill verð- munur er á nýjum og notuðum bók- um og geta framhaldsskólanemend- ur sparað sér skildinginn með því að taka notað fram yfir nýtt. Verð- lagseftirlitið getur ekki birt inn- kaupsverð skiptibókamarkaðanna á notuðum bókum eins og það hefur gert undanfarin ár og skoðað mun á innkaupsverði og útsöluverði þar sem þau eru ekki lengur aðgengi- leg almenningi. Þetta gerir saman- burð á innkaupsverði milli skipti- bókamarkaða erfiðan og haml- ar eðlilegri samkeppni. Algengur verðmunur á notuðum bókum er í kringum 1.000 krónur. Mesta úrvalið af notuðum náms- bókum var í A4 en þar mátti finna alla þá titla sem til skoðunar voru í könnuninni eða 41. Í Pennanum mátti finna 37 titla af 41 en ein- ungis 11 á Heimkaup.is. Mikill verðmunur er á nýjum og notuð- um bókum. Það borgar sig því fyrir framhaldsskólanemendur að kaupa notaðar námsbækur sé það mögu- legt en algengt var að yfir 100% verðmunur sé á nýjum og not- uðum bókum. Sem dæmi má taka verðmun á bókinni Almenn Jarð- fræði en 112% munur er á nýrri og notaðri slíkri bók í Pennanum Ey- mundsson. Verðmunurinn var enn meiri á sömu bók í A4 eða 144%. Í Heimkaup má nefna að 166% verðmunur var á Stærðfræði 3000 en ný bók kostaði 5.290 kr. en not- uð 1.990 kr. ASÍ tekur fram að mis- jafnt er hversu notaðar bækur eru vel með farnar. Innkaupsverð á notuðum bókum er ekki lengur aðgengileg almenn- ingi. Skiptibókamarkaðir reiða sig á að almenningur komi með bækur sem eru ekki lengur í notkun og fái borgað fyrir þær. Skiptibókamark- aðirnir sjá síðan um að selja þær aft- ur til neytenda þannig að allir aðilar fá eitthvað fyrir sinn snúð. Misjafnt er þó hversu mikið skiptibókamark- aðirnir borga fyrir notaðar bækur og hversu dýrt þeir selja bækurnar síðan. Hingað til hafa þeir sem hafa haft í hyggju að selja notuðu bæk- urnar sínar geta séð hvað skipti- bókamarkaðarnir borga fyrir bæk- urnar, annaðhvort á vefsíðum versl- ananna eða á listum í verslununum. Þessar upplýsingar eru ekki lengur aðgengilegar almenningi, hvorki á vefsíðum verslananna né í verslun- unum sjálfum. Þetta gerir að verk- um að erfiðara er fyrir almenning að gera samanburð á innkaupsverði skiptibókamarkaðanna sem dregur úr eðlilegri samkeppni og minnk- ar gagnsæi á markaði. Verðlags- eftirlit ASÍ getur því ekki birt inn- kaupsverð á notuðum námsbókum eða fundið út mun á innkaupsverði og útsöluverði og skoða álagningu verslananna eins og hefur verið gert undanfarin ár. mm Liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að fjölga kennurum er að frá og með þessu hausti býðst nem- endum á lokaári í meistaranámi til kennsluréttinda á leik- og grunn- skólastigi launað starfsnám. Sam- kvæmt upplýsingum frá háskólun- um gengur mjög vel að finna starfs- námstöður fyrir kennaranema, 96% þeirra sem eftir því sækjast hafa þegar fengið stöðu. „Við höfum fengið virkilega jákvæð viðbrögð við aðgerðunum sem miða að fjölg- un kennara, frá skólasamfélaginu, sveitarfélögunum, kennaraforyst- unni og foreldrum. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samráði og sam- vinna okkar er farin að skila góð- um árangri að mínu mati. Það er okkur kappsmál að stuðla að öflugu skólastarfi og styrku menntakerfi – þar leika kennarar aðalhlutverkið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Í starfsnámi kennaranema starfa þeir við hlið reyndra kennara yfir heilt skólaár. Starfsnámið er fjöl- breytt, kennaranemar sinna dagleg- um störfum í skólunum og kynna sér fjölbreyttar kennsluaðferðir og starfshætti á þeim námssviðum eða námsgreinum sem þeir hyggjast sérhæfa sig í. Starfsnámið er mikil- vægur liður í þjálfun kennaranem- anna og undirbúningi þeirra fyrir frekari störf í skólum að lokinni út- skrift. Meðal annarra aðgerða stjórn- valda sem miða að því að fjölga starfandi kennurum er námsstyrk- ur til nemenda á lokaári meistara- náms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi og styrkir til starf- andi kennara til náms í starfstengdri leiðsögn. Umsóknum um kennara- nám fjölgaði verulega milli ára síð- astliðið vor, alls um rúmlega 200 í háskólunum fjórum sem bjóða upp á kennaranám hér á landi. mm Bryndís Guðmundsdóttir talmeina- fræðingur og formaður málnefndar um íslenskt táknmál, færði Akra- neskaupstað veglega gjöf á dögun- um. Um er að ræða námsefni sem heitir Lærum og leikum með hljóð- in, ásamt aukaefni eins og púslum, límmiðum og vinnusvuntum sem styðja við hljóðanám barna og smá- forriti fyrir iPad. Markmiðið með námsefninu er að stuðla að bættum málþroska barna. Því fylgir smáfor- rit sem ætlað er öllum barnafjöl- skyldum og fagfólki sem vill veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestrarnám. Námsefnið gaf Bryndís út, en hún hefur starfað sem talmeina- fræðingur í meira en þrjá áratugi. Efnið byggir talmeinafræðunum, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, for- eldrum og fagfólki skóla og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. „Við vitum að það er mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri með áherslu á þá þætti sem rannsóknir sýna að skipa meginmáli fyrir fram- tíðarnám barnanna okkar,“ er haft eftir Bryndísi á vef Akraneskaup- staðar. „Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslensk- unnar,“ segir Bryndís. kgk Fyrsta skólasetning nýrrar náms- brautar Menntaskólans á ásbrú í Reykjanesbæ fór fram á mánudag- inn, að viðstaddri Lilju Alfreðsdótt- ur, mennta- og menningarmálaráð- herra. Þar komu saman nemendur í fyrsta árgangi tölvuleikagerðar- brautar skólans en nýbreytni er að boðið sé upp á slíkt nám á fram- haldsskólastigi hér á landi. Alls 44 nemendur hófu námið nú og kom- ust færri að en vildu. Námið bygg- ir á kjarna- og valfögum sem ein- skorðast ekki aðeins við forritun heldur tekur á fjölbreyttum þátt- um sem skapandi starfs leikjagerð- arfólks, svo sem hönnun, tónlist, hljóðupptökum, verkefnastjórnun og heimspeki og fleira. Þá er starfs- nám og verkefna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins. „tilurð þessarar nýju brautar er gott dæmi um árangurríkt sam- starf stjórnvalda, menntakerfisins og atvinnulífsins og vil ég þakka Keili, Samtökum iðnaðarins, Sam- tökum leikjaframleiðanda og Sam- tökum verslunar og þjónustu fyrir árangursríka samvinnu við það að koma brautinni á laggirnar. Með þeirri ákvörðun að veita fjármagni til þessa verkefnis standa vonir til þess að með auknu námsframboði á framhaldsskólastigi finni fleiri nemendur nám við hæfi að loknum grunnskóla. Það er fátt eins nauð- synlegt fyrir okkur sem samfélag en að hver og einn fái notið sín í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði ráðherra af þess tilefni. mm A4 oftast með lægst verð á notuðum námsbókum Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Flestir kennaranemar í launað starfsnám síðasta skólaárið Fulltrúar leikskólanna á Akranesi og skrifstofu skóla- og frístundasviðs veittu gjöfinni frá Bryndísi viðtöku. Ljósm. Akraneskaupstaður. Gaf leikskólum námsefni til að bæta málþroska, Frá skólasetningu nýrrar námsbrautar á mánudaginn. Lilja Alfreðsdóttir ræðir við nemendur. Hefja nám í tölvuleikjagerð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.