Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Page 23

Skessuhorn - 21.08.2019, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 2019 23 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Um 600 nemendur verða í námi í vetur í Háskólanum á Bifröst en um 85% nemenda eru í fjarnámi. Há- skólagátt er þegar hafin en skóla- setning hennar var síðastliðinn föstudag. Skólasetning hjá grunn- og meistaranámi verður svo á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst. „Við eig- um von á því að staðnemum fjölgi nokkuð vegna fleiri erlendra nem- enda. Við væntum þess að skóla- starfið gangi vel í vetur og að nem- endur okkar nái þeim árangri sem þeir stefna að. Háskólinn á Bifröst er nemendadrifinn skóli og velferð og árangur nemendanna okkar er í fyrirrúmi. Við lítum á hvern nem- anda sem einstakling en ekki kenni- tölu og starfslið skólans hefur sem markmið að laða fram það besta í hverjum og einum,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson, rektor Háskólans á Bif- röst, í samtali við Skessuhorn. Viðskiptafræði í grunnáminu og forysta og stjórnun í meistaranám- inu eru vinsælustu greinarnar enda ekki úr vegi þar sem skólinn er við- skiptaháskóli og viðskiptafræði- námið hefur löngum verið burðar- námið á Bifröst. „Í viðskiptafræði í grunnnámi er ný áherslulína á verk- efnastjórnun, í forystu og stjórnun er þjónandi forysta ný áherslulína og við bjóðum nú upp á BA nám í opinberri stjórnsýslu. Í Háskóla- gáttinni voru ýmsar nýjungar eins og að taka námið með vinnu,“ bætir rektorinn við. Ný kennslukerfi Skólinn er líka að uppfæra nemenda- skrárkerfið og kennslukerfið sem er mikið verkefni að sögn Vilhjálms. Uglan er nýtt sem nemendaskrár- kerfi en hún er þróuð af Háskóla Ís- lands og nýtt í opinberu háskólun- um. Canvass er nýja kennslukerfið á Bifröst en það er viðurkennt kerfi á alþjóðavísu og mjög öflugt. Eins og hjá flestum menntastofn- unum í upphafi skólaárs, þá eru ein- hverjar starfsmannabreytingar hjá háskólanum. „Heather McRobie er komin til liðs við félagsvísinda- og lagadeild, og nýjar í viðskiptadeild eru Þóra Þorgeirsdóttir og Arn- ey Einarsdóttir en hún hefur störf um áramót. Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir er komin aftur eftir ársleyfi. Lara Becker og María Ólafsdótt- ir eru að koma úr fæðingarorlofi. Meðal þeirra sem hafa hætt eru Páll Rafnar Þorsteinsson og Lilja Björg ágústsdóttir,“ segir Vilhjálmur um starfslið við skólann. Markvisst er verið að bæta að- stöðuna á Bifröst. Skipt hefur ver- ið um glugga á heimavistarhúsinu og vinnuaðstaða þar bætt til muna. Endurnýjun á skólastofum er hafin og stöðugt er fjárfest í tækjum og tæknibúnaði. Meistaranámið í sókn Háskólinn á Bifröst er í sífelldri endurnýjun og leitast við að þjóna nemendum sínum sem allra best með margskonar nýjungum í námsframboði og kennsluháttum. „Meistaranámið við skólann hefur verið í sókn á undanförnum árum. Stefnumarkandi ákvörðun var tek- in fyrir tveimur árum að sækja fram í alþjóðavæðingu skólans og bjóða upp á aukið námsframboð fyrir er- lenda nemendur. Það er langtíma- verkefni en eftir 5 – 10 á verður nám fyrir erlenda nemendur von- andi sjálfbær stoð í skólanum og undirstaða enn fjölbreyttara mann- lífs á Bifröst,“ segir rektorinn að lokum. glh Það eru rúmlega 500 nemendur skráðir til náms við Landbúnað- arháskóla Íslands nú þegar kennsla fer að fara á fullt þetta skólaárið. Nýnemadagar voru í vikunni, dag- ana 19.-20. ágúst, og hófst kennsla í dag samkvæmt stundaskrá. „Við erum að fara inn í nýtt skólaár með nýja stefnu fyrir skólann til næstu fimm ára,“ segir rektor háskól- ans, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, í samtali við Skessuhorn. „Einnig erum við að fjölga starfsmönnum og nemendum og höfum við til dæmis aldrei fengið fleiri u m s ó k n i r frá doktorsnemendum,“ bætir hún ánægð við. Náttúru- og umhverfisfræði er að slá öll fyrri aðsóknarmet í skólanum og einnig er mikil fjölgun í skóg- fræði að sögn Ragnheiðar. „Svo virðist sem umræðan um náttúru- og umhverfismál í þjóðfélaginu hafi jákvæð áhrif á aðsókn í þessar grein- ar.“ Vel mannaðar stöður Vel hefur gengið að manna stöður fyrir komandi vetur og er skólinn til dæmis nýbúinn að ráða tvo öfl- uga akademíska starfsmenn og nýir doktorsnemar eru að hefja störf á haustmánuðum og næsta vor. „Þá eru tveir af okkar starfsmönnum að fara erlendis í framhaldsnám. Aug- lýst verða ný störf í stoðþjónustu á næstu mánuðum á sviði gæða-, mannauðs-, gagna- og skjalavistun- ar. Í nýrri stefnu er lögð áhersla á að efla innviði, kennslu, rannsókn- ir, nýsköpun og þróun og auka enn frekar samstarf þvert á fagsvið, bæði innanlands og alþjóðlegt.“ Landbúnaðarháskóli Íslands er í stefnu sinni að taka upp sjö venjur til árangurs sem kenndar hafa verið á öllum öðrum skólastigum í Borg- arfirði. „Grunnskólanemendur á Hvanneyri munu heimsækja okkur á næstunni og miðla af reynslu sinni og þekkingu á þessum mikilvægu venjum,“ segir Ragnheiður aðspurð um nýjungar sem háskólinn ætlar að tileinka sér á skólaárinu. Mikil tilhlökkun til nýs skólaárs Skólinn er með þrjár megin- starfsstöðvar. Þær eru á Hvann- eyri, Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Rektorinn segir að stefnt sé að því að samþætta enn betur starfsemina á þessum þrem- ur stöðum. „Það eru alltaf í gangi umbótaverkefni og er verið að lag- færa íþróttahús, efla aðstöðu fyr- ir nemendur og sinna viðhaldi á Nemendagörðum sem eru fullsetn- ir í haust. Þá hefur skólinn verið að endurnýja tækjabúnað ekki síst á jarðræktarsviði,“ segir Ragnheið- ur og bætir við: „Í Landbúnaðarhá- skóla Íslands ríkir bæði tilhlökkun og gleði yfir því að fá inn nýja nem- endur og við horfum björtum aug- um til komandi skólaárs og væntum þess að við séum að fá framsækna, duglega og áhugasama nemendur í skólann. Við horfum bjartsýn fram á næsta skólaár og væntum þess að byggja upp enn frekar, efla rann- sóknir, nýsköpun og kennslu og auka samstarf við hagaðila.“ glh Um 500 nemendur hefja nám við Landbúnaðarháskóla Íslands í haust. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri: Náttúru- og umhverfisfræði slær öll fyrri aðsóknarmet 600 nemendur verða við nám í Háskólanum á Bifröst. Ljósm. Háskólinn á Bifröst. Háskólinn á Bifröst: Líta á hvern nemanda sem einstakling en ekki kennitölu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.