Skessuhorn - 21.08.2019, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201928
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Hestamannafélagið Glaður í Döl-
um er rótgróið félag og hefur ver-
ið starfandi síðan 1928. Aldurinn
gerir það að næstelsta hestamanna-
félagi landsins en aðeins Hesta-
mannafélagið Fákur er eldra, stofn-
að 1922. Mikil gróska er í æskulýðs-
og fræðslustarfi hjá Glað um þessar
mundir og er fræðslunefnd félags-
ins himinlifandi með þátttöku unga
fólksins í námskeiðum.
Í fyrra störtuðum við námskeiði
sem við köllum Ævintýranámskeið
en það er í raun þriggja daga hesta-
ferð og var ákveðið að ríða úr Búð-
ardal inn í Haukadal. á það nám-
skeið mættu um 20 krakkar og fór
þátttaka á námskeiðinu fram úr
okkar björtustu vonum. Það gladdi
okkur í fræðslunefndinni enn frek-
ar hvernig til tókst en þessir krakk-
ar eru hreint út sagt frábærir og
gríðarlega öflugir reiðmenn og
varð þetta allt hinn mesta skemmt-
un sem endaði með grillpartýi á
lokadegi.
Þetta ár er búið að vera enn öfl-
ugra hjá félaginu en auk hinna hefð-
bundnu vetrarnámskeiða sem við
höfum haldið undanfarin ár inni í
reiðhöll þá bættum við nú við út-
reiðarnámskeiði í júní og skelltum
aftur í ævintýranámskeið í júlí þar
sem það hafði slegið svona rækilega
í gegn í fyrra. Þátttakendur á nám-
skeiðunum voru frá 4 til 15 ára.
útreiðarnámskeiðinu stilltum
við þannig upp að það var fimm
daga námskeið þar sem krakkarnir
mættu í hesthúsahverfið í Búðardal
og riðu út þaðan alla dagana. Sjöfn
Sæmundsdóttir reiðkennari sá um
námskeiðið fyrir okkur og voru 32
börn sem mættu og það má segja að
allir hafi farið vel út fyrir þæginda-
ramman á þessu námskeiði. Í svona
litlu samfélagi er þetta gríðarlega
góð mæting á námskeið eða u.þ.b.
þriðjungur af fjölda barna í grunn-
skólanum. Börnunum var skipt
niður í fjóra hópa. Einn hópur voru
yngri börn sem voru minna vön
og voru þau inni í reiðhöll en hin-
ir þrír hóparnir á útreiðum. Það er
erfitt að lýsa ánægjunni hjá börnum
og foreldrum með þetta námskeið,
það var algjörlega magnað að sjá og
heyra hvað þetta gekk vel og var
gaman. Sem dæmi var riðið niður
í fjöru og fóru allir á sund í sjónum
og á lokadegi námskeiðs reið megn-
ið af krökkunum berbakt frá hest-
húsunum niður í fjöru til þess að
hnakkurinn væri nú ekki að flækjast
fyrir þeim á sundinu og heyrði ég
frá foreldri að það bara trúði ekki
að þetta væri barnið sitt, svo mikl-
ar voru framfarirnar í þori og getu.
á lokadegi var grillað í reiðhöll-
inni og slúttað með stæl. Sjöfn og
Laufey Fríða sem aðstoðaði Sjöfn
á námskeiðinu eiga heiður skilinn
fyrir þetta frábæra námskeið.
Ævintýranámskeiðið brast svo
á í lok júlí en eins og í fyrra sáum
við sjálf um það í fræðslunefnd-
inni og tökum ekkert fyrir okkar
vinnu heldur stillum verði í hóf og
bjóðum foreldrum að slást með í
för ef þeir kjósa það. Þetta árið var
ákveðið að ríða frá Ljárskógarétt
og yfir fjöruna í Hvammsfjarðar-
botni og alla leið að bænum Lyng-
brekku á Fellsströnd og aftur voru
það þrír dagar. Ferðin gekk í alla
staði frábærlega og mættu 24 börn
og nokkrir foreldrar sem svo fjölg-
aði eftir sem dagarnir liðu og end-
uðum við 37 í hnakknum. Veðrið
lék við okkur þessa daga og end-
uðum við í grillveislu á pallinum á
Lyngbrekku þar sem reyndar logn-
ið fór aðeins hraðar en við hefðum
kosið meðan við borðuðum en það
voru allir svo glaðir og sælir að það
skipti engu máli.
Þetta er mjög gaman og gefandi
að vinna að æskulýðs- og fræðslu-
starfi í hestamennskunni. Það er
einnig vítamínsprauta inn í svona
starf að hafa reiðhöll þar sem ung-
ir og óreyndir geta tekið sín fyrstu
skref í hestaíþróttinni og öðlast ör-
yggi og þor áður en þeir leggja í að
ríða út einir úti. Einnig er inniað-
staðan forsenda þess að geta þjálf-
að þá sem vilja taka knapamerkin,
fara á keppnisbrautina og kom-
ast lengra í íþróttinni. Síðan er
nauðsynlegt að vera með framboð
námskeiða á sumrin fyrir þá sem
hafa ekki eiga kost á að vera með
hross á járnum á veturna og kom-
ast því ekki á vetrarnámskeiðin og
ennfremur fyrir þá sem hafa ekki
áhuga á námskeiðum inni og vilja
bara ríða út og njóta hestsins og ís-
lenskrar náttúru.
Það eru forréttindi að búa í sveit
og að börnin í félaginu okkar hafi
kost á því að upplifa íslenska nátt-
úru og íslenska hestinn í sínu um-
hverfi. Það eru forréttindi að fá að
ríða um og sjá rjúpnaunga hlaupa
um, selina sólbaða sig og örninn
fljúga um með sitt tignarlega væng-
haf. Það er dásamlegt hvað börnin
í Glað eru heppin að eiga foreldra
sem geta veitt þeim þessa upplifun,
að fá að kynnast hestinum og um
leið sveitinni okkar, ferðast saman
og hjálpa hvert öðru.
Svala Svavarsdóttir
Sigrún Hanna Sigurðardóttir
Björk Guðbjörnsdóttir
Af æskulýðsstarfi hestamannafélagsins Glaðs