Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2019, Side 30

Skessuhorn - 21.08.2019, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 21. áGúSt 201930 Mt: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er ómissandi í skólann? Spurni g vikunnar (Spurt við FVA á Akranesi) Heiðar Páll Hilmisson „tónlist.“ Nikulás Nói Bjarnason „Vape-ið mitt.“ Ólafur Stefán Eggertsson „Monster á morgnanna.“ Sonja Eir Fannarsdóttir „Súkkulaðimjólk.“ Í síðustu viku birtum við meðfylgj- andi mynd af fallegum dráttarvél- um í eigu Gunnars Hinrikssonar frá Helgafelli, sem býr í Stykkishólmi. Nafn Gunnars misritaðist hins veg- ar og hann sagður heita Hinrik. Beðist er velvirðingar á þessu. mm Káramenn unnu mikilvægan sigur í 2. deild karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu ÍR, 3-1, í 16. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leik- ið var í Akraneshöllinni síðastlið- inn föstudag. Eggert Kári Karlsson kom Kára yfir á 43. mínútu. Fyrirgjöf frá vinstri sveif yfir varnarmann ÍR á Eggert Kára sem var einn og óvald- aður á markteigslínunni og átti ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Gestirnir jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Káramenn misstu boltann klaufalega vinstra meg- in í teignum, gestirnir sendu fyrir markið þar sem ágúst Freyr Halls- son skoraði með skoti af stuttu færi. Heimamenn komust yfir á nýjan leik á 62. mínútu leiksins þegar Andri Júlíusson skoraði með góðu skoti úr vítateignum hægra megin eftir laglegan sprett. Það var síð- an Ragnar Már Lárusson sem inn- siglaði 3-1 sigur Kára á 68. mínútu með góðu skoti úr vítateignum. Með sigrinum lyfti Kári sér upp úr fallsæti og situr nú í 10. sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum á undan KFG í sætinu fyrir neðan en fjórum stigum á eftir Völsungi í sæt- inu fyrir ofan. Næsti leikur Kára er gegn Víði í Garði í kvöld, mið- vikudaginn 21. ágúst. Hann verður leikinn suður með sjó. kgk Í síðasta tölublaði var sagt frá úr- slitum í Flemming Open, púttmóti sem nýverið var haldið á Hvamms- tanga. Í fréttinni höfðu úrslit í kvennaflokki skolast til og beðist er velvirðingar á því. Rétt voru úrslit- in í kvennaflokki þessi: 1. Þóra Stefánsdóttir 75 högg 2. ásdís Geirdal 77 högg 3. Lilja Ólafsdóttir 79 högg. mm Forsvarsmenn sveitarfélaganna á Snæfellsnesi voru í skoðunarferð um Snæfellsnesið í gær, þriðju- dag. Farin var hringferð um nes- ið með viðkomu í öllum sveitarfé- lögum. Samskonar ferð var einnig farin í fyrra og heppnaðist það vel að ákveðið var að endurtaka leik- inn. á myndinni frá vinstri eru þau Jakob Björgvin Jakobsson bæjar- stjóri Stykkishólms, Jósef Ólaf- ur Kjartansson forseti bæjarstjórn- ar í Grundarfirði, Júníana Björg Óttarsdóttir formaður bæjarráðs í Snæfellsbæ, Björn Haraldur Hilm- arsson forseti bæjarstjórnar í Snæ- fellsbæ, Kristinn Jónasson bæjar- stjóri Snæfellsbæjar, Eggert Kjart- ansson oddviti Eyja- og Miklaholts- hrepps, Guðrún Karólína Reyn- isdóttir oddviti Helgafellssveit- ar, Ragnhildur Sigurðardóttir frá Svæðisgarði Snæfellsness og Björg ágústsdóttir bæjarstjóri Grundar- fjarðarbæjar. tfk Sænska poppstjarnan Zara Larsson skellti sér í ferðalag um Ísland eftir að hún hitaði upp fyrir Ed Sheer- an á Laugardalsvelli um þarsíð- ustu helgi. Gerði hún sér m.a. ferð á Akranes og um Snæfellsnes. á Akranesi heimsótti hún Akranesvita ásamt móður sinni og fararstjóra, tók lagið og birti myndband af sér að syngja á Instagramsíðu sinni þar sem hún mærði hljómburð vit- ans. Hilmar Sigvaldason vitavörður tók á móti hópnum, en hann við- urkennir að hafa ekki þekkt popp- stjörnuna þegar hana bar að garði. „Allan þennan tíma sem þau þrjú voru í heimsókninni hafði ég ekki grun um hver þessi stelpa væri,“ segir Hilmar Sigvaldason vita- vörður léttur í bragði á Facebook- síðu Akranesvita. „Ég er þess full- viss að þessi heimsókn eigi eftir að hafa góð áhrif á Akranesvitann og Akranes almennt,“ segir Hilmar, en þegar þessi orð eru rituð hefur verið horft 780 þúsund sinnum á myndbandið. kgk Gunnar heitir maðurinn Rétt úrslit í kvennaflokki Byrjunarlið Kára fyrir leikinn gegn ÍR á föstudag. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Lyftu sér upp úr fallsæti Skoðunarferð um Snæfellsnes Zara Larsson á tónleikum. Zara Larsson söng í Akranesvita Ferðaðist um Vesturland á dögunum Sænska poppstjarnan Zara Larsson. Sigrún Angela Linnet Sigríð- ardóttir „Ríkharður Sverrisson.“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.