Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.10.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Fjármálin mín – betri y�irsýn í Arion appinu FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 22. árg. 9. október 2019 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gilda út september 2019 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Garlic chicken breast meal 1.650 kr. Máltíð Þessa dagana er unnið hörðum höndum og í kapp við tímann að ljúka við að steypa gangstéttir í Snæfellsbæ. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að gangstéttir við fjórar götur verði steyptar í þessum áfanga og er vonast til að ljúka megi verkinu fyrir veturinn. Þetta eru göturnar Kirkjutún, Bæjartún, Hjarðartún og Sandholt, en alls verða steyptir 1100 fermetrar. „Við reynum að klára þetta á meðan veður leyfir,“ segir Kristinn og bætir við að einnig verði farið í smáviðgerðir á gangstéttum í þéttbýli Snæfellsbæjar. Það er Þorkell Gunnar Þorkelsson, múrarameistari úr Grundarfirði, sem stýrir verkinu ásamt sínum mönnum og starfsmönnum Snæfellsbæjar. Þorkell Gunnar er fremstur á meðfylgjandi mynd. af Nemendur við Grunnskóla Borg- arfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa á síðustu dögum unnið að birkifræ- söfnun í nágrenni skólans. Mynd- aðist skemmtileg keppni á milli skólastiga en yngsta stigið safn- aði mestu; 876 grömmum, en alls söfnuðu nemendurnir 1.895 gr. Í einu grammi af birkifræi geta kom- ið upp 200-800 fræ svo alls söfn- uðu nemendur efnivið í a.m.k. 785 þúsund birkitré. Verkefnið er liður í birkifræsöfnun Olís, Landgræðsl- unnar og Hekluskóga, og er mik- ilvægur þáttur í kolefnisbindingu. Kolefnisbinding og hvernig nem- endur geta lagt sitt af mörkum til hennar, er jafnframt eitt af verk- efnum Grænfánans en Kleppjárns- reykjadeild Grunnskóla Borgar- fjarðar stefnir að flöggun fánans í vor. þgb Á einum sólarhring í vikubyrj- un urðu þrjár bílveltur á Snæfells- nesi. Fyrst sótti þyrla ökumann bíls sem valt til móts við Eiðhús í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnudags- kvöld, eins og sagt er frá í annarri frétt í blaðinu. Klukkan 11 á mánu- dagsmorgun var síðan tilkynnt um umferðarslys á Skógarströnd. Öku- maður missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór utan vegar og valt hugsanlega tvær velt- ur, að því er talið er. Erlendur læknir var á staðnum sem gat gef- ið viðbragðsaðilum upplýsingar um að áverkar væru minniháttar. Öku- maður og farþegi voru komnir út úr bílnum þegar lögregla kom á stað- inn. Báðir voru spenntir í öryggis- belti og sluppu við alvarleg meiðsli. Bíllinn er nokkuð skemmdur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Þröstur Albertsson tók. Klukk- an 14:25 á mánudag varð síðan til- kynnt um bílveltu á Útnesvegi við Laugarvatn. Ökumaður missti bíl- inn út í hægri vegkantinn, reyndi að koma honum upp á veginn aft- ur með þeim afleiðingum að hann valt og fór fjórar veltur. Fjórir voru í bílnum þegar slysið varð. Allir voru í bílbeltum og voru þeir flutt- ir á heilsugæslusna í Ólafsvík til að- hlynningar. kgk Þrjár bílveltur á sólarhring Söfnuðu birkifræi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.